Bæjarráð - 662. fundur - 28. júní 2010


Þetta var gert:



1.         Erindi til bæjarráðs vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.



            Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:



Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mælir með að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010. Lántaki skuldbindur sig til að ráðstafa láninu til framangreinds verkefnis, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.



Jafnframt er Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 250764-4059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.



 



2.         Yfirlit frá fjármálastjóra um rekstur janúar-maí 2010.



            Lagt fram yfirlit frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, dagsett 25. júní sl., yfirlit er sýnir rekstrarstöðu Ísafjarðarbæjar fyrir tímabilið janúar - maí 2010, með samanburði við sama tímabil á árinu 2009.  Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, er mættur á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.



            Lagt fram til kynningar.             



 



3.         Minnisblað. - Fræðslunefnd 295. fundur 2. liður. - Leikskólinn Bakkaskjól.



            Lag fram minnisblað ásamt greinargerð frá Sigurlínu Jónasdóttur, leikskólafulltrúa, þar sem fram koma frekari upplýsingar um samrekstur leikskólanna Eyrarskjóls á Ísafirði og Bakkaskjóls í Hnífsdal.  Óskað var eftir frekari upplýsingum á fundi bæjarráðs þann 21. júní sl.



            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að frestað verði tillögu fræðslunefndar, um ráðningu leikskólastjóra við leikskólann Bakkaskjól í Hnífsdal.



 



  4.       Heimabær 4-5, Hnífsdal. - Kauptilboð og greinargerð.



            Lagt fram að nýju kauptilboð, að upphæð kr. 50.000.-, í húseignina Heimabæ 4-5 í Hnífsdal, er var tekið fyrir á 661. fundi bæjarráðs þann 21. júní sl.  Nú fylgir tilboðinu greinargerð frá tilbjóðendum, hvað varðar ætlan þeirra um framkvæmdir og ráðstöfun eignarinnar.



            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að gengið verði að kauptilboði er borist hefur frá Gabríelu Friðriksdóttur, Áslaugu M. Friðriksdóttur ofl., f.h. óstofnaðs hlutafélags.



 



5.         Bréf Margrétar Karlsdóttur. - Lóðamál í Hveravík, Reykjanesi við Djúp.



            2010-06-0059.



            Lagt fram bréf Margrétar Karlsdóttur, Sundstræti 22, Ísafirði, dagsett 30. maí sl., er varðar beiðni hennar um lóðaleigusamning í Hveravík í Reykjanesi við Djúp.  Lóðin er umhverfis íbúðarhús og skúr, sem bréfritari á og staðsett er í Hveravík.



            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.                           



           



6.         Kauptilboð í fasteignina Fjarðargötu 35a, Þingeyri.  2010-06-0058.



            Lagt fram kauptilboð, að upphæð kr. 75.000.-, í fasteignina Fjarðargötu 35a, Þingeyri, frá Ólafi Ragnarssyni.  Tilboðið er dagsett þann 11. júní sl.  Auglýst hafði verið eftir tilboðum í húsið og var umsóknarfrestur til 20. júní sl.  Aðeins eitt tilboð barst.



            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kauptilboði Ólafs Ragnarssonar verði tekið. 



 



7.         Bréf Velferðarvaktarinnar. - Möguleikar ungmenna til sumarvinnu.



            2010-06-0068.



            Lagt fram bréf til sveitarfélaga frá Velferðarvaktinni dagsett 8. júní sl., er varðar möguleika ungmenna á aldrinu 16-24 ára til vinnu.  Því er beint til sveitarfélaga að leita allra leiða til að tryggja ungmennum á aldrinun 17-18 ára vinnu í sumar og láta þau sem ekki fengu vinnu í fyrrasumar fá forgang að störfum.



            Lagt fram til kynningar.



 



8.         Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.



            Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá fundi er haldinn var þann 7. júní sl. á kennarastofu MÍ.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



9.         Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar.  2010-06-0057.



            Lögð fram fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar frá fundi er haldinn var þann 25. maí sl.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



             



10.       Erindisbréf nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.



            Lagt fram nýtt erindisbréf nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.  Fram kemur í erindisbréfinu m.a. að nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði, sem kjörin var á 280. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, starfi á kjörtímabilinu 2010-2014.



            Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf fyrir nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.     



 



11.       Erindisbréf nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ.



            Lagt fram nýtt erindisbréf nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ.  Nefnd er kjörin var á 280. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 16. júní sl., er samkvæmt erindisbréfinu ætlað að starfa á kjörtímabilinu 2010-2014.



            Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf fyrir nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.



 



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:05.



 



Þorleifur Pálsson, bæjarritari.



Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.



Albertína Elíasdóttir.                                  



Arna Lára Jónsdóttir.



Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?