Bæjarráð - 656. fundur - 10. maí 2010
Þetta var gert:
1.Mötuneyti fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar. - Forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og grunnskólafulltrúi mæta á fund bæjarráðs. 2005-07-0028.
Á fund bæjarráðs eru mætt Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, varðandi umfjöllun um greinargerð er varðar opnun tilboða í verkið ,,Framleiðsla á mat fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar?. Erindið var áður tekið fyrir á 655. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við SKG veitingar ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins og framkominna upplýsinga, um framleiðslu á mat fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar.
2. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 4/5. 340. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 4/5. 294. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf bæjarstjóra Linköping, Svíþjóð. - Boð á afmælishátíð.
Lagt fram bréf bæjarstjóra Linköping í Svíþjóð, vinabæ Ísafjarðarbæjar, þar sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og forseta bæjarstjórnar m.a., er boðið til afmælishátíðar í tilefni af 100 ára afmæli flugsins dagana 11.-13. júní n.k.
Bæjarráð telur sér ekki fært að þyggja boðið og felur bæjarstjóra að svara bréfinu og þakka boðið.
4.Bréf Ernu Höskuldsdóttur f.h. Dýrafjarðardaga. - Styrkbeiðni.
Lagt fram bréf frá Ernu Höskuldsdóttur f.h. Dýrafjarðardaga á Þingeyri, dagsett 6. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að halda fjölskylduhátíðina Dýrafjarðardaga á Þingeyri nú á komandi sumri.
Lagt fram til kynningar nú, verður tekið til afgreiðslu síðar.
5.Bréf Ívars Kristjánssonar, formanns Sæbjargar á Flateyri. Styrkbeiðni vegna sjómannadagshátíðar.
Lagt fram bréf frá Ívari Kristjánssyni, formanni Björgunarsveitar Sæbjargar á Flateyri, þar sem hann óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna sjómannadagshátíðarhalda á Flateyri þann 6. júní n.k.
Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við umsækjanda um erindið.
6. Bréf nefndarsviðs Alþingis. - Umsagnarbeiðni vegna þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 582. mál.
Lagt fram bréf frá nefndarsviði Alþingis dagsett 3. maí sl., þar sem samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012, mál nr. 582.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn Ísafjarðarbæjar í samræmi við umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga.
7.Melrakkasetur Íslands ehf. - Boðun aðalfundar 15. maí 2010. 2010-05-0002.
Lagt fram fundarboð um boðun aðalfundar Melrakkaseturs Íslands ehf., er haldinn verður á veitingastaðnum Jóni Indíafara, Álftaveri í Súðavík, þann 15. maí n.k. og hefst kl. 16:00. Fundurinn er boðaður með dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
8. Tjöruhúsið í Neðstakaupstað. - Útleiga sumarið 2010. 2009-04-0001.
Umræður í bæjarráði um útleigu á Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað, í framhaldi af erindi er barst frá Tjöruhúsinu ehf. og lagt var fyrir bæjarráð þann 3. maí sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Tjöruhússins ehf., á grundvelli umræðna í bæjarráði.
9. Bréf Sædísar M. Jónatansdóttur, ráðgjafa á Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Aðalfundur húsfélags Hlífar II, Ísafirði.
Lagt fram bréf frá Sædísi M. Jónatansdóttur, ráðgjafa á Skóla- og fjölskyldu-skrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 26. apríl sl., er varðar tilkynningu um samþykkt er gerð var á aðalfundi húsfélags Hlífar II, Ísafirði, er haldinn var þann 16. apríl sl. Samþykkt var að árgjald í hússjóð yrði hækkað frá og með 1. maí 2010 um 25%. Hækkun þessi kemur til framkvæmda hvað varðar Ísafjarðarbæ frá og með 1. janúar 2011, þar sem ekki er gert ráð fyrir þessari hækkun í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar á þessu ári.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til fjármálastjóra.
10. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.
Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 118. fundi er haldinn var þann 3. maí sl., á skrifstofu skólameistara.
Lögð fram til kynningar.
11. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Takmarkanir á veiðum með dragnót. 2010-05-0001.
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsett 29. apríl sl., er varðar áform um takmarkanir veiða með dragnót á ákveðnum svæðum. Umsagna er óskað og skulu þær berast til ráðuneytisins eigi síðar en 20. maí n.k.
Bæjarráð bendir á að á Ísafirði er miðstöð veiðarfærarannsókna á Íslandi á vegum Hafrannsóknastofnunar. Áður en ráðherra tekur afstöðu um takmarkanir og lokanir, ætti að rannsaka viðkomandi svæði m.t.t. þess hvort dragnótaveiði skaði þar umhverfið.
Jafnframt vill bæjarráð benda á að víða liggur fyrir afstaða heimamanna til dragnótaveiða. Þannig þarf að vega saman hagsmuni og rannsóknir á lífríkinu.
12.Fyrirspurn frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa, lögð fram á fundi bæjarráðs.
Hver voru laun bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í mars 2010. Sundurliðað í föst laun og yfirvinnu. Jafnframt óskast lagðar fram upplýsingar um bifreiðastyrk eða önnur hlunnindi. Til samanburðar óskast upplýst hver þessi laun voru árið 2009 og 2008.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:13.
Þorleifur Pálsson, bæjarritari
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs
Birna Lárusdóttir
Sigurður Pétursson
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri