Bæjarráð - 654. fundur - 19. apríl 2010
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Atvinnumálanefnd 13/4. 98. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf bæjartæknifræðings. - Opnun tilboða í verkið ,,Íþróttahúsið á Torfnesi gólfefni?. 2010-03-0071.
Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 13. apríl sl., þar sem gerð er grein fyrir opnun tilboða í verkið ,,Íþróttahúsið á Torfnesi gólfefni?. Alls bárust tvö tilboð og eru þau frá eftirtöldum aðilum.
Spýtan ehf., Ísafirði, kr. 8.905.840.-
Vestfirskir verktakar ehf., Ísafirði, kr. 7.605.400.-
Kostnaðaráætlun kr. 7.366.000.-
Lagt er til að samið verði við Vestfirska verktaka ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjartæknifræðings verði samþykkt.
3. Bréf bæjartæknifræðings. - Opnun tilboða í verkið ,,Íþróttahúsið við Austurveg, gluggaskipti?. 2010-03-0070.
Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 13. apríl sl., þar sem gerð er grein fyrir opnun tilboða í verkið Íþróttahúsið við Austurveg, gluggaskipti?. Alls bárust tvö tilboð og eru þau frá eftirtöldum aðilum.
Spýtan ehf., Ísafirði, kr. 4.195.000.-
Vestfirskir verktakar ehf., Ísafirði, kr. 6.899.990.-
Kostnaðaráætlun kr. 5.940.000.-
Lagt er til að samið verði við Spýtuna ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjartæknifræðings verði samþykkt.
4. Minnisblað bæjarritara. - Kauptilboð í Ísafjarðarveg 6, Hnífsdal. 2010-03-0046.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 16. apríl sl., er varðar innkomin kauptilboð í húseignina Ísafjarðarveg 6, Hnífsdal. Í húsið bárust tvö tilboð bæði fyrir auglýstan tilboðsfrest og eru þessi.
Tilboð frá Guðrúnu V. Kristinsdóttur, Ísafirði, kr. 1.850.000.-
Tilboð frá Kristni O. Hjaltasyni, Ísafirði, kr. 850.000.-
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Guðrúnar V. Kristinsdóttur.
5. Bréf ÍS 47 ehf., Gísli J. Kristjánsson. - Byggðakvótamál. 2009-10-0035.
Lagt fram bréf frá ÍS 47 ehf., Gísla J. Kristjánssyni, Ísafirði, dagsett 21. mars sl., er fjallar um beiðni til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að hún óski eftir að reglur um landanir til vinnslu vegna byggðakvóta verði rýmkaðar. Bréfinu fylgir staðfesting frá fyrirtækinu Álfsfelli ehf., sem áður hefur verið lagt fram í bæjarráði.
Bæjarráð óskar eftir áliti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á erindi ÍS-47 ehf.
6. Bréf stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar. - Skýrsla starfsárið 2009, ásamt ársreikningi 2009. 2010-04-0030.
Lagt fram bréf stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar dagsett 12. apríl sl., ásamt skýrslu Minjasjóðsins fyrir starfsárið 2009 og endurskoðuðum reikningum fyrir sama ár.
Bæjarráð þakkar fyrir skýrsluna og leggur fram til kynningar.
7. Aðalfundur Hvetjanda hf., 2010. 2010-04-0015.
Lagt fram aðalfundarboð frá Hvetjanda hf., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins föstudaginn 23. apríl n.k. Fundurinn verður haldinn á Veitingastaðnum Talisman á Suðureyri og hefst kl. 13:00. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi til um kl. 14:15. Fundurinn er boðaður með dagskrá.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með umboð Ísafjarðarbæjar á aðalfundinum og hvetur jafnframt alla bæjarfulltrúa til að mæta.
8. Bréf Starfsendurhæfingar Vestfjarða. - Ársfundur 26. apríl 2010. 2010-04-0019.
Lagt fram fundarboð Starfsendurhæfingar Vestfjarða um ársfund, sem haldinn verður mánudaginn 26. apríl n.k. á Hótel Ísafirði og hefst með léttum hádegisverði kl. 12:00. Fundurinn er boðaður með dagskrá. Óskað er eftir að þátttaka í fundinum verði tilkynnt til Hörpu Lindar á netfangið harpa@sev.is;
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta. Ákveðið að halda fund bæjarráðs kl. 16:00 þennan sama dag til að fulltrúar í bæjarráði geti mætt á fundinn.
9. Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Héraðsþing 28. apríl 2010. 2010-04-0033.
Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 14. apríl sl., þar sem boðað er til héraðsþings miðvikudaginn 28. apríl n.k. kl. 18:00 á 4. hæð í Stjórnsýslu-húsinu á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf stjórnar Lögreglufélags Vesturlands. - Ályktun aðalfundar 2010. 2010-04-0037.
Lagt fram bréf frá stjórn Lögreglufélags Vesturlands, ályktun aðalfundar félagsins er haldinn var í Borgarnesi þann 13. apríl sl., þar sem mótmælt er sinnuleysi samninganefndar ríkisins gagnvart samninganefnd Landssambands lögreglumanna.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. 2010-04-0016.
Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 9. apríl sl., er varðar nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða með Arnarfjörð sem fyrsta áfanga. Með bréfi þessu og meðfylgjandi gögnum vill Fjórðungssambandið kynna Ísafjarðarbæ erindi, sem sent hefur verið til umhverfisráðherra auk samrita sama erindis til iðnaðarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmála- og mennréttindaráðherra ofl.
Bæjarráð fagnar því skrefi sem Fjórðungssambandið hefur stigið í þessu mikla hagsmunamáli Vestfirðinga og vísar erindinu til atvinnumálanefndar og umhverfisnefndar til kynningar.
12. Bréf Hestamannafélagsins Hendingar. - Göngustígur milli Ísafjarðar og Hnífsdals. 2006-10-0026.
Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Hendingar, Ísafirði, dagsett 10. apríl sl., er fjallar um gerð göngustígs milli Ísafjarðar og Hnífsdals og samskipti Hestamannafélagsins, Vegagerðarinnar og Ísafjarðarbæjar þar um. Jafnframt er lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 15. apríl sl., þar sem gerð er grein fyrir afstöðu tæknideildar Ísafjarðarbæjar.
Marinó Hákonarson frá Hestamannafélaginu Hendingu og Jóhann B. Helgason bæjartæknifræðingur mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur ekki rétt út frá öryggissjónarmiðum að breyta áætlunum um fyrirhugaða legu göngustígs út í Hnífsdal. Út frá sams konar öryggissjónarmiðum beinir bæjarráð þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að staðsetning ljósastaura verði skoðuð vandlega þannig að nýir staurar verði ekki á núverandi reiðvegi.
13. Bréf bæjartæknifræðings. - Deiliskipulag á Þingeyri. 2009-12-0009.
Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 16. apríl sl., þar sem hann gerir grein fyrir stöðu deiliskipulagsvinnu fyrir Þingeyri. Upplýsingarnar koma í framhaldi af beiðni bæjarráðs á fundi þess þann 13. apríl sl. Teikningar fylgja bréfi bæjartæknifræðings.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og óskar eftir að umhverfisnefnd taki málið fyrir og fjalli jafnframt um erindi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar frá síðasta fundi bæjarráðs. Það erindi fjallaði um mögulega sölu á Gramsverslun þrátt fyrir að vinnu við deiliskipulag væri ekki lokið.
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:00
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.