Bæjarráð - 650. fundur - 16. mars 2010
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 5/3. 338. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 10/3. 328. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Minnisblað bæjarritara. - Starfsmenn er ekki hafa verkfallsheimildir í
verkföllum.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 11. mars sl., þar sem gerð er grein fyrir drögum að auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda vegna starfsmanna er ekki hafa verkfallsheimildir í verkföllum með tilvísun til laga nr. 94/1986. Fengist hafa samþykktir þeirra stéttarfélaga er hlut eiga að máli. Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs/bæjarstjórnar á auglýsingunni.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
3. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í skeringar á Eyrarhlíð. 2006-10-0026.
Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 9. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir opnun tilboða í verkið ,,Skeringar Eyrarhlíð 2010?. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og eru þau eftirfarandi.
KNH ehf. kr. 15.172.500.- 86,6% af kostnaðaráætlun.
Þotan ehf. " 17.100.250.- 94,3% af "
Grafvélar ehf. " 22.401.200.- 123,5% af "
Vinnuvélar Einar " 26.798.000.- 148,8% af "
Kostnaðaráætlun Ísafjarðarbæjar var kr. 18.135.000.-
Bæjartæknifræðingur leggur til að samið verði við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings, um að samið verði við lægst-bjóðanda.
4. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í byggingu þjónustuhúss á tjaldsvæðinu
í Tungudal, Skutulsfirði. 2010-01-0029.
Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 12. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir opnun tilboða í verkið ,,Tjaldsvæði í Tungudal, bygging þjónustuhúss?. Alls bárust sjö tilboð í verkið frá eftirtöldum aðilum.
Geirnaglinn kr. 15.984.948.-
Ráðþing " 19.748.314.-
SÁ-Verklausnir " 16.152.300.-
Spýtan " 19.270.150.-
Vestfirskir verktakar " 20.545.400.-
GKÓ húsasmíði " 23.468.043.-
Mót-X " 18.708.393.-
Kostnaðaráætlun Ísafjarðarbæjar var kr. 15.191.430.-
Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010 var gert ráð fyrir að í verkið færu kr. 15.000.000.- í heild. Bæjartæknifræðingur óskar heimildar til að ganga til samninga við lægstbjóðanda og minnka umfang verksins, þannig að það falli að fjárhagsáætlun ársins 2010.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings, um að samið verði við lægst-bjóðanda.
5. Erindi Krabbameinsfélagsins Sigurvonar. - Styrkbeiðni. 2010-03-0029.
Lagt fram almennt bréf frá Krabbameinsfélaginu Sigurvon á Ísafirði dagsett 9. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk til félagsins vegna kaupa á svokölluðum hanskaskáp, til íblöndunar á krabbameinslyfjum. Skápurinn yrði staðsettur á Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmann Sigurvonar um með hvaða hætti Ísafjarðarbær geti komið að málinu.
6. Umsóknir um styrki frá Ísafjarðarbæ til menningarmála 2010.
2010-01-0036.
Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 11. mars sl., þar sem greint er frá sjö umsóknum um styrki frá Ísafjarðarbæ til menningarmála á árinu 2010. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi styrkveitingar.
Vaxandi tungl, Suðureyri, kr. 150.000.-
Act alone, Ísafirði, " 200.000.-
Alþjóðlega Swingdanshátíðin, " 100.000.-
Menningarmiðstöðin Edinborg, Ísafirði, " 100.000.-
Guðlaug Jónsdóttir og Karl K. Ásgeirsson, Ísafirði," 100.000.-
Litli leikklúbburinn á Ísafirði, " 200.000.-
Bæjarráð felur bæjarritara að tilkynna umsækjendum um afgreiðslur bæjarráðs.
7. Bréf bæjarstjóra. - Raforkumál á Vestfjörðum.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. mars sl., er varðar raforkumál á Vestfjörðum, afhendingaröryggi og hvort t.d. EES samningurinn gæti nýst til að þoka málefnum Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum eitthvað áfram. Bæjarstjóri hefur m.a. verið í sambandi við Ingvar Má Pálsson, sérfræðing í iðnaðarráðuneytinu vegna þessa.
Lagt fram til kynningar í bæjaráði og bæjarstjóra falið að fylgja málinu frekar eftir.
8. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. - Aðalfundarboð. 2009-01-0040.
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett þann 15. febrúar sl., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins þann 26. mars n.k. kl. 15:00 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík. Fundurinn er boðaður með dagskrá.