Bæjarráð - 644. fundur - 1. febrúar 2010


 



Þetta var gert:


1. 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2011-2013.



Umræður um 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, er verður til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 4. febrúar n.k.



                       



2. Fundargerðir nefnda.



Félagsmálanefnd 26/1.  337. fundur.



Fundargerðin er í fjórum liðum.



Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



Umhverfisnefnd 27/1.  325. fundur.



Fundargerðin er í sjö liðum.


Jóhann B. Helgason bæjartæknifræðingur mætti á fund bæjarráðs við umfjöllun 325. fundargerðar umhverfisnefndar.



Fundargerðin lögð fram til kynningar.  



           



3. Erindi íþrótta- og tómstundafulltrúa. - Gjaldskrá Dægradvalar. 2009-09-0021.


Lagt fram erindi frá Margréti Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett þann 29. janúar sl., þar sem óskað er eftir endurskoðun á hámarksupphæð vegna vistunar barna á Dægradvöl.  Almenn hækkun gjaldskrár var 10%, en hámarksupphæðin var ekki hækkuð í samræmi við það heldur stóð í stað á milli ára.


Bæjarráð samþykkir breytingu á hámarksupphæð vegna Dægradvalar.



 



4. Bréf umhverfisráðuneytis vegna Ofanflóðanefndar. - Aurvarnargarðar á     svæði 5 ofan Urðarvegar, Hlíðarvegar og Hjallavegar, Ísafirði.  2008-11-0026.



Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti vegna Ofanflóðanefndar dagsett 21. janúar sl., þar sem fram kemur að Ofanflóðanefnd hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur framkvæmda við aurvarnargarð ofan austasta hluta Urðarvegar og ofan   Hlíðarvegar og Hjallavegar á Ísafirði.



Bæjarráð vísar bréfi umhverfisráðuneytis vegna Ofanflóðanefndar til vinnslu hjá umhverfisnefnd.



 



5. Bréf Smára Haraldssonar. - Lausn frá setu í yfirkjörstjórn.



Lagt fram bréf frá Smára Haraldssyni, Ísafirði, dagsett þann 25. janúar sl., þar sem hann óskar eftir lausn frá setu í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar.



Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.



 



 



6. Landssamtök landeigenda á Íslandi. - Aðalfundarboð.  2010-01-0079.



Lagt fram aðalfundarboð frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi, þar sem boðað er til aðalfundar þann 11. febrúar n.k. og verður fundurinn haldinn í Prinstonsal Hótel Sögu og hefst kl. 13:00.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.



Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.



 



7. Bréf Alþjóðlegu Swingdanshátíðarinnar. - Styrkbeiðni.



Lagt fram erindi frá Alþjóðlegu Swingdanshátíðinni þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna hátíðarinnar, sem haldin verður 9. - 15. ágúst n.k. meðal annars hér á Ísafirði.



Erindinu vísað til vinnslu við úthlutun menningarstyrkja Ísafjarðarbæjar.



 



8.Bréf SAMAN-hópsins. - Styrkbeiðni.  2009-01-0048.



Lagt fram bréf frá SAMAN-hópnum dagsett 25. janúar sl., beiðni um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnastarf hópsins á árinu 2010.  Öll framlög eru vel þegin.



Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu félagsmálanefndar.    



              



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.






 



Þorleifur Pálsson, ritari


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs



Birna Lárusdóttir



Sigurður Pétursson                    



Halldór Halldórsson, bæjarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?