Bæjarráð - 642. fundur - 18. janúar 2010


Þetta var gert:


1. Drög að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2011-2013.  2009-09-0021.


 Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram drög að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2011 - 2013 og gerði grein fyrir þeim.  Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri. 


 Í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs var bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að gera ákveðnar breytingar á fram lögðum drögum að 3ja ára áætlun 2011-2013 og samþykkir bæjarráð, að leggja hana síðan fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 21. janúar n.k.



2. Fundargerðir nefnda.


 Íþrótta- og tómstundanefnd 13/1.  111. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 13/1.  324. fundur.


 Fundargerðin er í 10. liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.  



3. Bréf Umferðarstofu. - Umferðaröryggisáætlun.  2010-01-0039.


 Lagt fram bréf frá Umferðarstofu dagsett 6. janúar sl., er varðar framgang umferðaröryggisáætlunar og mikilvægi þátttöku sveitarfélaga landsins í því verkefni.  Í bréfinu eru sveitarfélög hvött til að gera umferðaröryggisáætlun með skýrum mælanlegum markmiðum.  Umferðarstofa leitar með bréfi þessu til Ísafjarðarbæjar og óskar eftir að fá tækifæri til að kynna aðferðarfræðina að baki slíkra áætlana.


 Bæjarstjóri upplýsti að fulltrúar frá Umferðarstofu eru væntanlegir inn á næsta fund bæjarráðs.


 


4. Bréf Litla Leikklúbbsins. - Styrkbeiðni.  2010-01-0036.


Lagt fram almennt bréf frá Litla Leikklúbbnum á Ísafirði, þar sem fram kemur að til standi að næsta verkefni klúbbsins sé uppsetning á sýningu er hlotið hefur nafnið ,,Vegir liggja til allra átta? og er til heiðurs þeim systkinum Vilhjálms og Ellýjar Vilhjálms.  Beðið eru um fjárhagslegan styrk vegna sýningarinnar.


Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu við styrkveitingar til menningarmála 2010.





5. Bréf eigenda Hvammslands í Dýrafirði. - Greiðslur fyrir vatnsnýtingu í landi  Hvamms.  2010-01-0044.


 Lagt fram bréf frá Steinari Steinssyni f.h. flestra eigenda Hvammslands í Dýrafirði, dagsett þann 8. janúar sl., er varðar samráðsfund er haldinn var 11. desember 2009 og nýtingu Ísafjarðarbæjar á vatni úr Hvammslandi, samkvæmt samningi þar um frá árinu 1972 og endurnýjun á þeim samningi. Óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ og var eftirtöldum aðilum falið f.h. landeigenda að koma til þeirra viðræðna:  Ragnari E. Þórðarsyni, Steinari Steinssyni og Þorbergi S. Leifssyni.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við ofangreinda aðila, um nýtingu vatns úr landi Hvamms í Dýrafirði.



6. Bréf útvarpsstjóra Lífæðarinnar FM, Bolungarvík. - Styrkbeiðni.  2009-12-0016


 Lagt fram bréf frá Þórði Vagnssyni, útvarpsstjóra Lífæðarinnar FM, Bolungarvík, dagsett 14. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir rekstri útvarpsstöðvarinnar og leitað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 200.000.-.  Sambærilegt erindi var á dagskrá bæjarráðs þann 8. desember 2009.


Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu við styrkveitingar til menningarmála 2010.


 


7. Bréf Samkeppniseftirlits. - Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir.  2010-01-0037.


 Lagt fram bréf frá Samkeppniseftirlitinu dagsett 23. desember 2009, um álit Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2009 um ,,Opinber útboð, samkeppni og samkeppnis-hindranir?.  Álitið sem gefið var út þann 23. desember 2009 fylgir bréfinu.


Í álitinu er því beint til opinberra aðila að fylgjast markvisst með því hvort samkeppnishömlur séu viðhafðar við framkvæmd útboða.  Einnig skal gæta að því, að ólögmætt samráð eigi sér ekki stað við útboð.  Í því skyni skal stuðst við gátlista sem álitinu fylgir.


 Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar.



8. Bréf Orkustofnunar. - Umsögn um leitar- og rannsóknarleyfi á  kalkþörungaseti í Dýrafirði, Tálknafirði og Patreksfirði.  2009-07-0016.


 Lagt fram bréf Orkustofnunar dagsett 5. janúar sl., er varðar beiðni um umsögn vegna umsóknar Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., um leitar- og rannsóknaleyfi á kalk-þörungaseti í Dýrafirði, Tálknafirði og Patreksfirði.


Orkustofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar um framangreinda umsókn.  Umsögn óskast send eigi síðar en 21. janúar n.k.


Samhliða bréfi þessu er lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Orkustofnuna dagsettu 20. júlí 2009, sem fjallar um umsögn Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar fyrirtækisins Groupe ROULLIER, um rannsóknarleyfi á kalkþörungaseti á hafsbotni í innanverðu Ísafjarðardjúpi.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn Ísafjarðarbæjar.





9. Bréf Kvenfélagsins Óskar, Ísafirði. -Beiðni um afnot af íbúð. 2010-01-0047.


 Lagt fram bréf Kvenfélagsins Óskar, Ísafirði, dagsett 4. janúar sl., þar sem óskað er eftir að félagið fái til afnota íbúð í Múlalandi á Ísafirði, til að flytja þangað muni, sem nú eru til geymslu í húsnæði við Fjarðarstræti á Ísafirði.


 Bæjarráð óskar eftir að fulltrúi/ar kvenfélagsins Óskar komi á fund bæjarráðs.             


 Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:28. 


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Magnús Reynir Guðmundsson.     


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?