Bæjarráð - 641. fundur - 11. janúar 2010


Þetta var gert:


1. Minnisblað til bæjarráðs. - Álagning fasteigna- og sorpgjalda, reglur um afslætti og styrki.  2009-09-0021.


 Lagt fram minnisblað bæjarritara með gögnum frá fjármálastjóra, er varða álagningu fasteignagjalda og sorpgjalda á árinu 2010, sem og reglur um afslætti og styrki til einstaklinga og félagasamtaka, vegna greiðslu ofangreindra gjalda.


 Bæjarráð samþykkir, að tekjuviðmiðun vegna afsláttar til elli- og örorkulífeirisþega, vegna fasteignaskatts og holræsagjalds, hækki sem nemur hækkun á launavísitölu janúar 2009 - janúar 2010,  annað en sorpgjöld, samkvæmt sérstakri gjaldskrá, helst óbreytt frá árinu 2009.



2. Minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa. - Drög að samningi við Kómedíuleikhúsið.  2005-09-0047.


 Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 8. janúar sl., ásamt drögum að samstarfssamningi á milli Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar.


 Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá samningi við Kómedíuleikhúsið á grundvelli þeirra draga er lögð voru fram í bæjarráði.   



3. Minnisblað um beiðni á kaupum eða leigu á hluta úr landi jarðarinnar Sanda í Dýrafirði.  2009-12-0015. 


 Lagt fram minnisblað um feril erindis Guðrúnar Steinþórsdóttur, Brekku í Dýrafirði, þar sem hún í bréfi dagsettu 27. nóvember 2009, óskaði eftir kaupum eða leigu á landsspildu úr landi Sanda í Dýrafirði, til skógræktunar.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að umbeðin landsspilda verði hvorki seld né leigð að sinni.


 


4. Bréf bæjarstjóra. - Vinnugögn vegna væntanlegs útboðs á sorphirðu, sorpflokkun og sorbeyðingu í Ísafjarðarbæ.  2008-06-0054.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 8. janúar sl., vinnugögn er varða væntanlegt útboð á sorphirðu, sorpflokkun og sorpeyðingu í Ísafjarðarbæ, með tilvísun til samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 17. desember 2009.  Í samþykkt bæjarstjórnar var bæjarráði falið að láta vinna útboðsgögn.


Bæjarráð vísar ofangreindum gögnum til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar til skoðunar og umsagnar.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:20.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?