Bæjarráð - 638. fundur - 8. desember 2009


Þetta var gert:


1. Fjárhagsáætlun ársins 2010. ? Frumvarp frá fyrri umræðu.  2009-09-0021.



 Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri.  Farið var yfir athuga-


semdir er fram hafa komið eftir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn og gerð grein fyrir einstaka leiðréttingum er gerðar hafa verið á milli umræðna.    



2. Fundargerðir nefnda.


Félagsmálanefnd 1/12.  334. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 1. liður. Bæjarráð vísað þessum lið til gerðar fjárhagsáætlunar 2010.


 Bæjarráð setur þann fyrirvara, að styrkurinn verði nýttur til niðurgreiðslu á almenningssamgöngum, en ekki sem bensínstyrkur.   


  Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Fræðslunefnd 2/12.  290. fundur.


 Fundargerðin er í fjórtán liðum.


11. liður. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2010.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Umhverfisnefnd 2/12.  322. fundur.


 Fundargerðin er í 22. liðum.


14. liður.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika sveitarfélagsins á aðkomu að  þessu verkefni.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


    


3. Bréf Guðrúnar Steinþórsdóttur. ? Beiðni um kaup á landspildu úr Sandalandi í Dýrafirði.  2009-12-0015.


 Lagt fram bréf frá Guðrúnu Steinþórsdóttur, Dýrafirði, dagsett 27. nóvember sl., þar sem hún spyrst fyrir um hvort mögulegt væri að fá keypta landspildu úr Sandalandi í Dýrafirði, til að hefja þar skógrækt.  Ástæðan fyrir beiðninni er, að hún hyggst hefja skógrækt í samstarfi við Skjólskóga á eignarjörð sinni Brekku í Dýrafirði og liggur sú jörð að landi Sanda.


 Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar á erindinu.  


 


4. Bréf samgöngunefndar Alþingis. ? Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, 15. mál.  2009-12-0014.


Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, fjölda sveitarstjórnarfulltrúa, 15. mál.  Þess er óskað að umsögn berist fyrir 16. desember n.k.


Bæjarráð vísar til umsagnar Samb. ísl. sveitarf.



5. Bréf Hrólfs Vagnssonar, Bolungarvík. ? Styrkbeiðni.  2009-12-0016.


 Lagt fram bréf frá Hrólfi Vagnssyni í Bolungarvík, dagsett 3. desember sl., þar sem hann óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, vegna útsendinga frá menningarútvarpinu ,,Lífæðinni? í Bolungarvík.


 Bæjarráð telur sér því miður ekki fært að verða við erindinu.



6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Tilfærsla á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.  2009-10-0001.


Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 30. nóvember sl., er varðar tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.  Í bréfinu er greint frá fundi stjórnar Samb. ísl. sveitarf. 27. nóvember sl., en á þeim fundi var lagt fram bréf frá verkefnisstjóra félags- og tryggingamálaráðuneytisins um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála og undirbúning sveitarfélaga vegna tilfærslu á þjónustu við fatlaða og myndun þjónustusvæða.  Eftirfarandi samþykkt var gerð á stjórnarfundinum.


,,Stjórn Samb. ísl. sveitarf. hvetur sveitarstjórnir til þess að ræða og hefja sem fyrst undirbúning að myndun þjónustusvæða á grundvelli þeirra gagna sem verkefnisstjóri félags- og tryggingamálaráðuneytis hefur sent sveitarfélögum um flutning á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.  Vandaður undirbúningur sveitar-stjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaga er undirstaða þess að vel takist til um tilfærslu þessa mikilvæga þjónustuverkefnis til sveitarfélaganna.?


Lagt fram til kynningar.



7. Afrit bréfs Fjórðungssambands Vestfirðinga til iðnaðarnefndar Alþingis. 2008-04-0065.


 Lagt fram afrit bréfs Fjórðungssambands Vestfirðinga til iðnaðarnefndar Alþingis dagsett 1. desember sl., þar sem stjórn FV veitir umsögn um tillögu til þingsályktunar um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.


 Lagt fram til kynningar.



8. Afrit bréfs Fjórðungssambands Vestfirðinga til Byggðastofnunar.


 Lagt fram afrit af bréfi Fjórðungssambands Vestfirðinga til Byggðastofnunar dagsett 30. nóvember sl., ásamt greinagerð varðandi drög að Byggðaáætlun 2010 ? 2013.


 Lagt fram til kynningar.



9. Bréf Guðmundar Páls Óskarssonar. ? Bætur vegna rekstrarstöðvunar. 2007-02-0142.


 Lagt fram bréf frá Guðmundi Páli Óskarssyni, Hnífsdal, dagsett 3. desember sl., er varðar framkvæmdir við lagningu þjóðvegar um Hnífsdal og rekstrarstöðvun fiskvinnslufyrirtækis hans vegna þess og kröfu um rekstrarbætur.  Í bréfinu er vísað til afgreiðslu annarra mála er borist hafa Ísafjarðarbæ vegna ofangreindra framkvæmda.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.



10. Bréf bæjartæknifræðings. ? Gjaldskrár fyrir skíðasvæði Ísafjarðarbæjar og tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2010.  2009-09-0021.


 Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 4. desember sl., ásamt tillögum að gjaldskrám fyrir skíðasvæði Ísafjarðarbæjar og tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2010.


 Bæjarráð vísar ofangreindum tillögum til vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2010.  


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 15:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?