Bæjarráð - 637. fundur - 30. nóvember 2009


Þetta var gert:


1. Uppbygging á Torfnesrifi í Pollinum á Ísafirði. ? Úlfar Ágústsson og Hermann Þorsteinsson mæta á fund bæjarráðs.  2009-12-0002.



 Á fund bæjarráðs eru mættir Úlfar Ágústsson og Hermann Þorsteinsson, í framhaldi af bréfi er  sent var bæjarráði dagsettu 10. nóvember sl. og tekið var fyrir á 635. fundi bæjarráðs.  Bréfið fjallar um undirbúning að stofnun fyrirtækis til uppbyggingar byggingarlands á Torfnesrifi í Pollinum á Ísafirði.


 Bæjarráð telur hugmyndir forsvarsmanna verkefnisins djarfar og spennandi framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið, en þó er fjölmörgum spurningum ósvarað.


 Bæjarráð vísar hugmyndunum þessum til frekari umsagnar í umhverfisnefnd og hafnarstjórn áður en lengra er haldið.



2. Fundargerðir nefnda.


 Hafnarstjórn 24/11.  143. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 5. liður. Bæjarráð vísar þessum lið til gerðar fjárhagsáætlunar 2010.


  Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Íþrótta- og tómstundanefnd 25/11.  110. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


    


3. Yfirlit yfir erindi er vísað hefur verið til fjárhagsáætlunar 2010.  2009-09-0021.


 Lagt fram yfirlit frá bæjarritara dagsett 27. nóvember sl., yfir erindi er vísað hefur verið frá bæjarráði og öðrum nefndum til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.  Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.


 


4. Bréf Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. ? Gjaldskrá aflagjalda.  2009-09-0021.


Lagt fram bréf frá Hraðfrystihúsinu Gunnvör hf., Hnífsdal, dagsett 25. nóvember


sl., er varðar tillögu hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 24. nóvember sl., þar sem lagt er til að aflagjald í höfnum Ísafjarðarbæjar hækki úr 1,3% í 1,5% af aflaverðmæti.  Í bréfinu er þessari tillögu að hækkun mótmælt og skorað á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja ekki hækkun á aflagjaldi.


 Bæjarráð óskar umsagnar hafnarstjórnar á erindinu.



5. Bréf Kampa ehf. og Birnis ehf. ? Gjaldskrá aflagjalda.  2009-09-0021.


 Lagt fram bréf frá Kampa ehf. og Birni ehf., Ísafirði, dagsett 26. nóvmeber sl., þar sem mótmælt er tillögu hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um að hækka aflagjald af aflaverðmæti úr 1,3% í 1,5%.  Skorað er á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að falla frá þeirri hugmynd hafnarstjórnar að hækka aflagjaldið.


 Bæjarráð óskar umsagnar hafnarstjórnar á erindinu.


 


6. Bréf Endurskoðunar Vestfjarða ehf. ? Kaup á rekstri Löggiltra endurskoðenda Vestfjörðum ehf.  2009-11-0017.


Lagt fram bréf frá Endurskoðun Vestfjarða ehf. og Löggiltum endurskoðendum  Vestfjörðum ehf., dagsett 19. nóvember sl., þar sem fram kemur að fyrirtækið EV ehf., hefur keypt rekstur LEV ehf., Aðalstræti 24, Ísafirði.  Samhliða því hefur Deloitte hf. gerst hluthafi í Endurskoðun Vestfjarða ehf.


LEV ehf. munu hætta rekstri sínum frá og með 1. desember 2009 og er óskað eftir því að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki EV ehf., sem endurskoðendur Ísafjarðarbæjar í stað LEV ehf.


Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum ehf. þakka fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Endurskoðun Vestfjarða ehf., verði endurskoðandi Ísafjarðarbæjar í stað Löggiltra endurskoðenda Vestfjörðum ehf.


Bæjarráð þakkar Guðmundi Kjartanssyni, löggiltum endurskoðanda og öðrum starfsmönnum Löggiltra endurskoðenda Vestfjörðum ehf., fyrir samstarfið á liðnum árum.


 


7. Bréf Kvenfélagsins Hlífar, Ísafirði. ? Styrkbeiðni vegna ,,Álfagleði 2010?. 2009-11-0016.


 Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði dagsett 23. nóvember sl., þar sem félagið sækir um styrk frá Ísafjarðarbæ til að halda Álfagleði þann 6. janúar 2010 hér á Ísafirði. Í bréfinu kemur fram að áætlaður kostnaður við Álfagleðina sé kr. 240.000.-.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:15.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?