Bæjarráð - 633. fundur - 27. október 2009
Þetta var gert:
1. Fjárhagsáætlun 2010. ? Forsendur tekjuáætlunar ofl. 2009-09-0021.
Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar. Til umræðu eru m.a. forsendur tekjuáætlunar við gerð fjárhagsáætlun 2010.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrár Ísafjarðarbæjar í fjárhagsáætlun 2010 hækki um 10% frá því sem nú er. Undanskildar eru þær gjaldskrár, sem nú þegar taka breytingum samkvæmt vísitölum innan viðkomandi rekstrarárs.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrár hafna Ísafjarðarbæjar verði á árinu 2010 eins og samþykkt var á fundi hafnarstjórnar þann 26. október sl.
Bæjarráð samþykkir að framlengd verði sú ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á þessu ári, þegar föst yfirvinna var lækkuð um 10% frá og með 1. júlí 2009. Sama gildi um fasta bifreiðastyrki, sem teknir voru af frá 1. júlí 2009.
2. Fundargerð nefndar.
Hafnarstjórn 26/10. 142. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
3. liður. Bæjarráð vísar þriðja lið til vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2010.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
3. Framtíð Funa. ? Mat á kostum við meðhöndlun sorps í Ísafjarðarbæ. 2008-06-0054.
Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 23. október sl., er varðar framtíð Funa og mat á kostum við meðhöndlun sorps í Ísafjarðarbæ. Málið var áður á dagskrá 632. fundar bæjarráðs og þar vísað til áframhaldandi umræðu á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita upplýsinga um ákveðna þætti varðandi málið, í samræmi við umræður í bæjarráði.
4. Bréf Leigufélags Vestfjarða ehf. ? Bygging hjúkrunarheimilis. 2005-02-0076.
Lagt fram bréf frá Leigufélagi Vestfjarða ehf., Hermanni B. Þorsteinssyni, dagsett þann 21. október sl. Erindi bréfsins er um hugsanlega byggingu á hjúkrunarheimili í Ísafjarðarbæ, meðal annars með tilvísun til málflutnings Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, í tengslum við hugmyndir ríkisstjórnarinnar um byggingu 36l hjúkrunarýmis og þar af 137 rými á landsbyggðinni.
Bæjarráð fagnar erindi Leigufélags Vestfjarða ehf. og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um hugmyndir þær er fram koma í bréfinu.
Bæjarstjóri upplýsti að framundan er fundur með félagsmálaráðherra þann 3. nóvember n.k. og jafnframt verður fundur með fulltrúum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða næstu daga.
5. Minnisblað bæjarritara. ? Reglur um útlán eigna félagsmiðstöðva Ísafjarðarbæjar. 2009-02-0076.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 26. október sl., er varðar vísan bæjarstjórnar til bæjarráðs, á drögum að reglum um útlán eigna félagsmiðstöðva Ísafjarðarbæjar. Reglurnar voru teknar fyrir á 108. fundi íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar þann 23. september sl.
Bæjarráð vísar ofangreindum drögum til endurskoðunar í íþrótta- og tómstundanefnd. Bæjarstjóra falið að koma umræðum í bæjarráði á framfæri við nefndina.
6. Bréf Guðmundar Páls Óskarssonar. ? Bréf bæjartæknifræðings. ? Hjallur við Ísafjarðarveg og framkvæmdir Vegagerðarinnar. 2007-02-0142.
Lögð fram tvö bréf, annað frá Guðmundi Páli Óskarssyni dagsett 15. október sl. og hitt frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 23. október sl. Bæði bréfin fjalla um fiskverkun Guðmundar Páls við Ísafjarðarveg, lóðamál og framkvæmdir Vegagerðarinnar á svæðinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi Guðmundar Páls frá 15. október sl., með tilvísun til bréfs Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings.
7. Erindi Ísafjarðarbæjar fyrir fjárlaganefnd Alþingis. 2009-08-0038.
Lögð fram erindi þau er Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lögðu fyrir fjárlaganefnd Alþingis á fundi þann 30. september sl.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf samgönguráðuneytis. ? Jöfn staða kynja í sveitarstjórnum. 2009-10-0058.
Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti til sveitarfélaga er varðar upplýsingar um starfshóp á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:47.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.