Bæjarráð - 632. fundur - 19. október 2009
Þetta var gert:
1. Fjárhagsáætlun ársins 2009. ? Rekstrartölur janúar ? ágúst 2009. 2008-09-0008.
Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar. Hann gerði grein fyrir rekstrarkostnaði Ísafjarðarbæjar fyrir tímabilið janúar ? ágúst og horfum út þetta ár.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2009.
2. Fundargerð nefndar.
Atvinnumálanefnd 30/9. 95. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 13/10. 332. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynninga.
Íþrótta- og tómstundanefnd 14/10. 109. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Bæjarráð vísar 2., 3. og 5. lið til gerðar fjárhagsáætlunar 2010.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 7/10. 319. fundur.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Þjónustuhópur aldraðra 5/10. 60. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. ? Ágóðahlutur 2009. 2009-10-0034.
Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 12. október sl., er varðar ágóðahlutagreiðslu vegna ársins 2009. Hlutdeild Ísafjarðarbæjar í Sameignarsjóði EBÍ er 4.82% og ágóðahlutur ársins því kr. 14.460.000.-.
Lagt fram til kynningar.
4. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. ? Úthlutun byggðakvóta 2009/2010. 2009-10-0035.
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsett 12. október sl., er varðar auglýsingu til sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010. Umsóknafrestur um byggðakvóta er til 28. október 2009.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir Ísafjarðarbæ.
5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Málþing sveitarfélaga á Vestfjörðum. 2009-10-0040.
Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga um málþing sveitarfélaga á Vestfjörðum, er haldið verður þann 23. október n.k. í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 13:00. Málþingið er boðað með dagskrá og viðauka um efni málþingsins.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Áskorun varðandi siglingar ferjunnar Baldurs um Breiðafjörð. 2008-09-0013.
Lögð fram áskorun frá stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga og fastanefnd sambandsins um samgöngumál, þar sem skorað er á yfirvöld samgöngumála að tryggja áframhaldandi daglegar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð, milli Stykkishólms og Brjánslækjar með ferjunni Baldri.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. ? Sameining slökkviliða. 2009-06-0005.
Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 7. október sl., er varðar ráðagerðir um sameiningu slökkviliða Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjartæknifræðings.
8. Bréf Hallvarðar Aspelund ofl. ? Leiga Tunguár í Skutulsfirði. 2009-10-0041.
Lagt fram bréf frá Hallvarði Aspelund, Steingrími Einarssyni og Barða Önundar- syni, öllum búsettum á Ísafirði, dagsett þann 9. október sl., þar sem þeir óska eftir að fá Tunguá í Skutulsfirði til leigu í 15 ár, í þeim tilgangi að kanna hvort hægt sé að rækta lax í ánni.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.
9. Bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar. ? Leiguhúsnæði fyrir HSV. 2009-09-0024.
Lagt fram bréf frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett 7. október sl., svar við fyrirspurn bæjarráðs Ísafjarðarbæjar um hugsanlega fjölgun leiguíbúða til Héraðssambands Vestfirðinga. Nú þegar er HSV með fjórar íbúðir í eigu FastÍs til ráðstöfunar.
Bæjarráð vísar beiðni HSV til gerðar fjárhagsáætlunar 2010.
10. Bréf Rekstrarnefndar Stjórnsýsluhúss. ? Hækkun rekstrarframlaga. 2008-11-0014.
Lagt fram bréf frá Rekstrarstjórn Stjórnsýsluhúss dagsett 5. október sl., er varðar hækkun rekstrarframlaga vegna ársins 2010. Ákveðið hefur verið í stjórn að hækka rekstrarframlög frá og með 1. janúar 2010 um 10,8%, sem er samsvarandi hækkun og á viðmiðunarvísitölu.
Bæjarráð vísar bréfi Rekstrarnefndar til gerðar fjárhagsáætlunar 2010.
11. Bréf Barnaheilla á Íslandi. ? Ályktun til ríkisstjórnar og sveitarfélaga. 2008-10-0036.
Lagt fram bréf frá Barnaheill á Íslandi dagsett 30. september sl., með ,,Ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga?, m.a. um að standa vörð um réttindi barna og skerða alls ekki þjónustu við þau og fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
12. Fundargerðir ,,Hundraðdaganefndar?. 2009-02-0070.
Lagðar fram tvær fundargerðir ,,Hundraðdaganefndar?, nefndar um valkosti í sameiningu Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. Fundar-gerðirnar eru frá 12. og 15. október sl.
Lagt fram til kynningar.
13. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum. ? Fundargerð ársfundar.
Lögð fram fundargerð frá ársfundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, er haldinn var þann 2. október sl. Fundargerðinni fylgja áskoranir til iðnaðarráðherra um
1. Áskorun um niðurgreiðslur á raforku til húshitunar.
2. Áskorun um styrki til orkusparandi aðgerða.
3. Áskorun um jarðhitaleit.
Lagt fram til kynningar.
14. Bréf Lögmannastofunnar, Akureyri. ? Sætún 10-12, Suðureyri. 2009-10-0036.
Lagt fram bréf Lögmannastofunnar, Strandgötu 29. Akureyri, dagsett 9. október sl., er varðar vatnsleka inn í fasteignina Sætún 10-12, Suðureyri.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings til skoðunar.
15. Bréf Félags leikskólakennara. ? Þakkir fyrir móttökur. 2009-10-0025.
Lagt fram bréf frá Félagi leikskólakennara dagsett 3. október sl., þar sem formaður félagsins þakkar fyrir móttökur, aðstöðu og atlæti, sem fulltrúar Ísafjarðarbæjar veittu, er Félag leikskólakennara hélt aðalfund sinn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði dagana 1. og 2. október sl.
Lagt fram til kynningar.
16. Bréf bæjartæknifræðings. ? Breytingar á sorpmálum í Ísafjarðarbæ. 2008-06-0054.
Til fundar undir þessum lið dagskrár eru mættir þeir Jóhann B. Helgason, bæjar- tæknifræðingur og Vernharður Jósefsson, forstöðumaður Funa.
Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 28. september sl., er varðar breytingar á sorpmálum í Ísafjarðarbæ svo sem ákvörðun um endurnýjun búnaðar Funa eða ekki eða hvort fara eigi í alútboð í málaflokknum.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir og lagði fram undirskriftarlista, er hann tók á móti í dag, með áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um að taka strax ákvörðun varðandi Sorpeyðingatstöðina Funa, um að hefja enduruppbyggingu sem þarf svo að mengun minnki.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.