Bæjarráð - 630. fundur - 28. september 2009
Þetta var gert:
1. Minnisblað bæjarritara. ? Bréf bæjarstjóra. ? Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009. ? Tillögu vísað til bæjarráðs frá bæjarstjórn. 2008-09-0008.
Undir þessum lið dagskrár er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 25. september sl., þar sem greint er frá vísan tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar, frá bæjarstjórn til bæjarráðs, um endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2009.
Jafnframt er lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 25. september sl., er varðar endurskoðun fjárhagsáætlunar og upplýsingar er veittar hafa verið bæjarráði á undanförnum mánuðum.
Birna Lárusdóttur lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta undir 1. lið dagskrár. ,,Bæjarráð samþykkir að fela Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, að leggja fram ítarlega samantekt á rekstri fyrstu 9 mánuði ársins borið saman við fjárhagsáætlun 2009. Upplýsingar verði lagðar til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar 2010.?
Tillaga Birnu Lárusdóttir samþykkt 2-1.
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun undir 1. lið dagskrár. ,,Legg áherslu á að bæjarráð samþykki nú þegar endurskoðun fjárhagsáætlunar yfirstandi árs til að leiðrétta fjárhagsáætlun þá sem samþykkt var í janúar. Ljóst er að ýmsar forsendur áætlunarinnar hafa breyst bæði til hækkunar og lækkunar og því nauðsynlegt að bæjarfulltrúar og bæjarbúar fái gleggri mynd af fjárhagsstöðu bæjarins.?
Birna Lárusdóttir lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta undir 1. lið dagskrár.
,,Meirihluti bæjarráðs telur að þær upplýsingar sem fáist frá fjármálastjóra um rekstur fyrstu 9 mánuði ársins gefi bæjaryfirvöldum og íbúum jafn glöggar upplýsingar um stöðu bæjarfélagsins á þessum tímapunkti og endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 myndi gera. Ef þurfa þykir má endurskoða áætlunina á síðari stigum.?
2. Fundargerð nefndar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 23/9. 108. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
5. liður. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá FastÍs vegna þessa liðar.
Fundargerðin lögð fram til kynninga.
3. Bréf umhverfisráðuneytis. ? Umhverfisþing 2009. 2009-09-0035.
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 22. september sl., er varðar boðun sjötta Umhverfisþings dagana 9.-10. október n.k., er haldið verður á Hilton Reykjavík Nordica. Óskað er eftir að þátttakendur skrái sig á vefsíðu umhverfisráðuneytis í síðasta lagi þann 2. október n.k.
Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.
4. Bréf frá Framför. ? Umóskn um styrk/árgjald. 2008-06-0028.
Lagt fram bréf frá Framför, styrktarsjóði skíðamanna á Ísafirði, dagsett 9. september sl., þar sem óskað er eftir styrk til sjóðsins með fjárframlagi. Í bréfinu koma fram upplýsingar um sjóðinn ofl.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til skoðunar.
5. Bréf Landssambands Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna. ? Umsókn um styrk. 2009-09-0026.
Lagt fram bréf Landssambands Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna dagsett þann 9. september sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna eldvarnarfræðslu í grunnskólum undir heitinu ,,Eldvarnaátak 2009?.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til skoðunar.
6. Bréf Bandalags íslenskra leikfélaga. ? Sumarstarf Leiklistarskóla Bandalagsins. 2009-09-0027.
Lagt fram bréf Bandalags íslenskra leikfélaga dagsett 10. september sl., er varðar upplýsingar um sumarstarf Leiklistarskóla Bandalagsins og fyrirspurn um hvort sveitarfélagið hafi hugsanlega húsnæði sem hentað gæti fyrir námskeiðahald eða gæti bent á húsnæði innan sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri upplýsti að málið væri í vinnslu og komi aftur inn til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu finnist eitthvert hentugt húsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar.
7. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Framlög til Markaðsstofu. 2009-09-0016.
Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 9. september sl., er varðar framlög sveitarfélaga á Vestfjörðum til Markaðsstofu Vestfjarða og samþykkt 54. Fjórðungsþings á endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009, sem og samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2010.
Fjárframlagi til Markaðsstofu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2010.
8. Bréf Guðmundar Páls Óskarssonar. ? Bætur vegna skipulagsbreytinga. 2007-02-0142.
Lagt fram bréf frá Guðmundi Páli Óskarssyni dagsett 25. september sl., er varðar bótakröfu vegna breytinga á aðalskipulagi vegna Óshlíðarganga og áhrif þeirrar breytingar á fiskvinnslu hans í Hnífsdal.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
9. Bréf Kómedíuleikhússins. ? Beiðni um endurnýjun samnings. 2005-09-0047.
Lagt fram bréf frá Elfari Loga Hannessyni f.h. Kómedíuleikhússins dagsett þann 23. september sl., beiðni um endurnýjun á tvíhliðasamstarfssamningi við Kómedíuleik-húsið. Samningurinn komi til endurnýjunar á samningi frá árinu 2007.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun 2010.
10. Bréf Harðar Sigtryggssonar. ?Skynsamlegar samgöngubætur á Vestfjörðum. 2008-09-0013.
Lagt fram bréf Harðar Sigtryggssonar, Þingeyri, dagsett 17. september sl., er varðar samgöngubætur á Vestfjörðum og hann nefnir ,,Skynsamlegar samgöngubætur á Vestfjörðum?.
Bæjarráð vísar erindinu til samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2009. 2009-09-0038.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 21. september sl., er greinir frá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2009, sem haldin verður í Reykjavík dagana 1. og 2. október n.k. Bréfinu fylgir dagskrá ráðstefnunnar.
Lagt fram til kynningar.
12. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. ? Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2009-02-0033.
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 22. september sl., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 18. september sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13. Lokun Þjónustudeildar á Hlíf, Ísafirði. 2007-08-0030.
Sigurður Pétursson óskaði eftir upplýsingum um framkvæmd við lokun Þjónustu- deildar á Hlíf, Ísafirði, er samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 24. september sl.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, rakti feril málsins og hvað er framundan á næstu dögum.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:42.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.