Bæjarráð - 628. fundur - 14. september 2009
Þetta var gert:
1. Rekstrartölur janúar-ágúst 2009. ? Fjárhagsáætlun 2010. 2009-09-0021.
Undir þessum lið dagskrár er mættur á fund bæjarráðs Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar. Jón gerði grein fyrir rekstrarkostnaði Ísafjarðarbæjar fyrstu sjö mánuði þessa árs og horfum út árið. Áætlað er að hagræðing í rekstri komi mest fram frá og með nýju skólaári sem hófst í ágúst sl. og vegna þess að lækkun fastrar yfirvinnu og uppsögn fastra aksturspeninga tók gildi frá og með 1. júlí sl. Þess vegna eru væntingar um að heildarniðurstaðan verði betri en fyrstu sjö mánuðir ársins sýna.
Bæjarráð óskar eftir greiningu fyrir næsta fund á því hvað hefur gengið eftir af samþykktri hagræðingarkröfu.
Bæjarráð telur að ríkið verði að bæta sveitarfélögum hækkun tryggingagjalds í gegnum bætta tekjustofna. Kostnaðarauki Ísafjarðarbæjar er 28 m.kr. vegna þessarar hækkunar. Bæjarráð bendir á að nú er starfandi tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga sem eðlilegt er að taki þessa hækkun fyrir og leiti leiða til að bæta sveitarfélögunum mismuninn.
Lögð var fram tillaga að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010, ásamt áætlun um vinnuferli við næstu 3ja ára áætlun. Bæjarráð samþykkir vinnuferlið.
2. Fundargerðir nefnda.
Barnaverndarnefnd 3/9. 105. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 8/9. 330. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 9/9. 287. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 9/9. 317. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf F&S Hópferðabíla ehf. ? Almenningssamgöngur. 2009-09-0004.
Lagt fram bréf frá F&S Hópferðabílum ehf., dagsett 3. september sl., þar sem óskað er eftir að kölluð verði til sáttanefnd vegna ágreinings um framkvæmd samnings um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ. Beiðnin er byggð á tilvísun til 11. greinar í samningi um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ frá 2006.
Bæjarráð kallar eftir kröfu frá F&S Hópferðabílum ehf., til að hægt sé að taka afstöðu til þess um hvað ágreiningurinn snýst. Bæjarráð samþykkir að Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sé fulltrúi Ísafjarðarbæjar í sáttanefnd.
4. Bréf Ferðamálastofu. ? Uppsögn samnings. 2008-09-0060.
Lagt fram bréf frá Ferðamálastofu dagsett 26. ágúst sl., þar sem FMS segir upp rekstrarsamningi við Ísafjarðarbæ um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Ísafirði. Uppsögn er í ljósi endurskoðunar á starfsemi upplýsingamiðstöðva og gerð nýrra samninga fyrir árið 2010.
Bæjarráð tekur við uppsögninni og felur bæjarstjóra að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru vegna endurskipulagningar á rekstri upplýsingamiðstöðvarinnar.
Bæjarráð leggur áherslu á að ekki verði slakað á í þjónustu við ferðamenn við endurskoðun á rekstri upplýsingamiðstöðva.
5. Bréf Framsóknarfélags Ísafjarðar. ? Framlög til stjórnmálaflokka. 2009-06-0015.
Lagt fram bréf Framsóknarfélags Ísafjarðar dagsett 20. júlí sl., þar sem greint er frá fjárframlögum til félagsins vegna sveitarstjórnarkosninganna vorið 2006. Upplýsingarnar eru gefnar með tilvísun til samþykktrar tillögu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 18. júní 2009.
Bæjarráð þakkar innsendar upplýsingar.
6. Bréf Guðmundu G. Björgvinsdóttur. ? Ránargata 10, Flateyri. 2009-06-0036.
Lagt fram bréf Guðmundu G. Björgvinsdóttur, Ránargötu 12, Flateyri, dagsett 31. ágúst sl., þar sem hún afturkallar kauptilboð sitt í húseignina Ránargötu 10, Flateyri.
Bæjarráð samþykkir afturköllun kauptilboðsins. Bæjarráð samþykkir að húsið verði rifið, með tilvísan til eldri ákvörðunar, verði það ekki selt innan tveggja mánaða.
Málinu vísað til umhverfisnefndar.
7. Bréf Stubbahóps á leikskólanum Sólborg. ? Þurfa hundar að hafa bleiju? 2009-09-0001.
Lagt fram bréf frá Stubbahópi á leikskólanum Sólborg á Ísafirði, bréf er ber yfirskriftina ,,Þurfa hundar að hafa bleiju?. Bréfið fjallar um ferð barnanna í Stubbahópnum um Ísafjörð og upplifun þeirra m.a. gagnvart þeim sóðaskap er stafar af hundaskít á götum bæjarins og opnum svæðum.
Bæjarráð þakkar Stubbahópnum fyrir bréf þeirra og telur ábendingu þeirra til marks um góða umhverfisvitund. Ábending þeirra ætti að vera hundaeigendum til umhugsunar um hvernig þeir geti tekið sig á í þessum efnum.
8. Bréf Ásthildar Gestsdóttur. ? Úrsögn úr félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar. 2009-02-0024.
Lagt fram tölvubréf frá Ásthildi Gestsdóttur, nefndarmanni í félagsmálanefnd, til formanns félagsmálanefndar Gísla H. Halldórssonar, þar sem hún segir sig úr nefndinni vegna flutnings úr sveitarfélaginu. Ásthildur þakkar fyrir gott og lærdómsríkt samstarf og óskar nefndarfólki alls velfarnaðar.
Bæjarráð þakkar Ásthildi störf hennar í þágu Ísafjarðarbæjar og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
9. Tónlistarhátíðin Við Djúpið. ? Framtíð hátíðarinnar. 2009-03-0079.
Lagt fram bréf frá Greipi Gíslasyni, framkvæmdastjóra Tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, dagsett í ágústlok 2009. Í bréfinu er gerð grein fyrir hátíðinni er haldin var dagana 18. ? 23. júní nú í sumar, en þá var hún haldin í 7. sinn. Óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Ísafjarðarbæjar um hvernig megi festa samstarf sveitarfélagsins og hátíðarinnar í sessi til ákveðins tíma.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
10. Bréf fjárlaganefndar Alþingis. ? Fundur með sveitarstjórnarmönnum. 2009-08-0038.
Lagt fram bréf fjárlaganefndar Alþingis dagsett 28. ágúst sl., þar sem nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga að venju til viðtals vegna verkefna heima í héraði. Fundirnir verða haldnir í septemberlok. Þau sveitarfélög sem hafa hug á að eiga fund með nefndinni tilkynni það fyrir 11. september 2009.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir því að hann hefur pantað fund 30. september með fjárlaganefnd.
11. Bréf Harðar Sigtryggssonar. ? Samtenging og samgöngumál Vestfjarða. 2008-09-0013.
Lagt fram bréf frá Herði Sigtryggssyni dagsett 12. ágúst sl., er varðar samtengingu og samgöngumál Vestfjarða.
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og vísar því til samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
12. Fjórðungssamband Vestfirðinga. ? Ályktun 54. Fjórðungsþings Vestfirðinga. 2009-02-0003.
Lögð fram ályktun 54. Fjórðungsþings Vestfirðinga er haldið var á Ísafirði dagana 4. og 5. september sl. og ber yfirskriftina ,,Vestfirðir í sókn?.
Lagt fram til kynningar.
13. Fundargerð nefndar um valkosti í sameiningu Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. 2009-02-0070.
Lögð fram fundargerð framkvæmdastjóra sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum um valkosti í sameiningu Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, frá fundi er haldinn var þann 8. september sl. í Ráðhúsi Bolungarvíkur. Fundinn sátu Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Í fundargerðinni er lagt til að skipuð verði svokölluð ,,hundraðdaganefnd? þar sem framkvæmdastjórarnir leggja til að þeir sjálfir skipi nefndina og til viðbótar komi fulltrúi minnihluta í hverju sveitarfélaganna þriggja.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnarfundar.
14. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.
Lögð fram fundargerð 112. fundar skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, fundi er haldinn var þann 2. júní sl. á skrifstofu skólameistara MÍ.
Lagt fram til kynningar.
15. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 766. fundar stjórnar sambandsins.
Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 766. fundi er haldinn var þann 28. ágúst sl., að Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, er jafnframt ritaði fundargerð.