Bæjarráð - 625. fundur - 4. ágúst 2009
Þetta var gert:
1. Kauptilboð í Ránargötu 3, Flateyri. 2009-08-0015.
Lagt fram kauptilboð frá Sigurði Garðarssyni, Flateyri, í húseignina Ránargötu 3, Flateyri. Kauptilboðið hefur verið staðfest með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Söluverð eignarinnar er kr. 2.000.000.-.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð Sigurðar Garðarssonar í Ránargötu 3, Flateyri og felur bæjarritara að ganga frá kaupsamningi.
2. Kauptilboð í íbúð 310 á Hlíf I, Ísafirði. 2009-08-0016.
Lagt fram kauptilboð frá Magnúsi Ólafssyni, Ísafirði, í íbúð 310 á Hlíf I, Ísafirði. Kauptilboðið hefur verið staðfest með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Söluverð íbúðarinnar er kr. 5.800.000.-.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð Magnúsar Ólafssonar í íbúð 310 á Hlíf I, Ísafirði og felur bæjarritara að ganga frá kaupsamningi.
Sigurður Pétursson gerði grein fyrir hjásetu sinni, þar sem hann telur ekki rétt að selja íbúðir á Hlíf I, á meðan ekki liggur fyrir stefnumótun um fjölda leiguíbúða fyrir aldraða á vegum Ísafjarðarbæjar.
3. Minnisblað bæjarritara. ? Kauptilboð í Brekkugötu 13, Þingeyri. 2009-07-0004.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 29. júlí sl., varðandi kauptilboð í Brekkugötu 13, Þingeyri. Á fundi bæjarráðs þann 13. júní sl., var lagt fram bréf Guðrúnar J. Guðmundsdóttur og Halldórs I. Guðmundssonar dagsett þann 12. júní sl., þar sem þau gera kauptilboð í húseignina Brekkugötu 13, Þingeyri. Í bréfinu er að nokkru gerð grein fyrir fyrirætlunum þeirra varðandi endurbyggingu hússins. Bæjarritari upplýsti að húsið væri auglýst til sölu á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og óskað er eftir kauptilboðum í síðasta lagi þann 15. júlí n.k.
Bæjarráð frestaði ákvarðanatöku þar sem húsið hafði verið auglýst til sölu og frestur til að skila inn kauptilboðum var til 15. júlí sl. Ekki hafa borist önnur kauptilboð í eignina og er því óskað eftir að bæjarráð taki afstöðu til kauptilboðs Guðrúnar J. Guðmundsdóttur og Halldórs I. Guðmundssonar.
Bæjarráð samþykkir sölu eignarinnar Brekkugötu 13, Þingeyri, til Guðrúnar J. Guðmundsdóttur og Halldórs I. Guðmundssonar með tilvísun til kauptilboðs þeirra. Bæjarráð felur bæjarritara að útbúa kaupsamning vegna sölunnar, er síðan verði lagður fyrir bæjarráð til samþykktar.
4. Minnisblað bæjarritara. ? Fimm kauptilboð í Vallargötu 1, Þingeyri. 2006-07-0008.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 29. júlí sl., varðandi kauptilboð er borist hafa í Vallargötu 1, Þingeyri. Á 622. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 6. júlí sl., var lagt fram kauptilboð í húseignina Vallargötu 1, Þingeyri. Áður höfðu borist nokkur kauptilboð í eignina en öll afturkölluð nema tvö.
Í ljósi þess að húseignin hafði ekki verið auglýst formlega til sölu, ákvað bæjarráð að auglýsa eignina og rann frestur til að skila inn tilboðum út þann 15. júlí sl. Þau kauptilboð er nú liggja fyrir eru eftirfarandi.
Kauptilboð frá Hrafnhildi Skúladóttur, Hlíðargötu 22, Þingeyri, dagsett 13. júlí 2008.
Tilboðsfjárhæð kr. 420.000.-.
Kauptilboð frá Jóhönnu Gunnarsdóttur, Hlíðargötu 22, Þingeyri, dagsett 13. júlí 2009.
Tilboðsfjárhæð kr. 520.000.-.
Kauptilboð frá Sigurði G. Guðjónssyni f.h. óstofnaðs félags, Brekkugötu 2, Þingeyri, dagsett 15. júlí 2009.
Tilboðsfjárhæð kr. 500.000.-.
Kauptilboð frá Sonju Elínu Thompson og Valdimar Elíassyni, Aðalstræti 55, Þingeyri, dagsett 1. júlí 2009.
Tilboðsfjárhæð kr. 500.000.-.
Kauptilboð frá Þorvaldi Jóni Ottóssyni f.h. Rósa ehf., dagsett 21. apríl 2009.
Tilboðsfjárhæð kr. 400.000.-.
Bæjarráð beinir þeirri spurningu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar hvort fyrir liggi afstaða nefndarinnar til þess hvar húsið Vallargata 1, Þingeyri, sé best staðsett til framtíðar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir að könnuð verði afstaða íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri til staðsetningar hússins.
Bæjarráð frestar að taka afstöðu til kauptilboða þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu og lóðamál eignarinnar.
5. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. ? Kostnaðarþátttaka í könnun á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. 2009-02-0070
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 16. júlí sl., þar sem greint er frá kostnaðarþátttöku Jöfnunarsjóðs í könnun á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Framlag Jöfnunarsjóðs er samtals kr. 5.478.300.-, er greinist í könnun á hagkvæmni, kynningu á sameiningu og framkvæmd atkvæðagreiðslu.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. ? Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. 2009-02-0087.
Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, til framkvæmdastjóra sveitarfélaga, dagsett 21. júlí sl., þar sem greint er frá framlögum til jöfnunar tekjutaps fasteignaskatta 2009, aukaframlagi 2009 og framlagi vegna húsaleigubóta 2008.
Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar.
7. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. ? Rafrænar umsóknir og úrvinnslukerfi. 2006-03-0140.
Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 21. júlí sl., til framkvæmda- stjóra sveitarfélaga, er varðar innleiðingu á nýju rafrænu umsóknar- og úrvinnslukerfi í tengslum við greiðslur sjóðsins á framlögum til sveitarfélaga vegna húsaleigubóta.
Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra og forstöðumanns Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu.
8. Bréf Félags fagfólks í frítímaþjónustu. 2008-10-0036.
Lagt fram bréf frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu dagsett 15. júlí sl., er fjallar um mikilvægi þess að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga á þeim umbrota- og óvissutímum sem Íslendingar lifa nú og tryggja um leið jöfn tækifæri til þátttöku í fjölbreyttu frítímastarfi.
Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, íþrótta- og tómstundanefndar, félagsmálanefndar og fræðslunefndar.
9. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Lýðræðismál í sveitarfélögum og málþing 19. ágúst 2009. 2009-07-0031.
Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 17. júlí sl., er varðar lýðræðismál í sveitarfélögum og fyrirhugað málþing þann 19. ágúst n.k. Bréfinu fylgir samantekt til að undirbúa umræður um lýðræðismál á aðalfundum landshlutasamtaka sveitarfélaga haustið 2009.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:00.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.