Bæjarráð - 624. fundur - 20. júlí 2009
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Umhverfisnefnd 15/7. 314. fundur.
Fundargerðin er í sautján liðum.
Bæjarráð staðfestir veitingu byggingarleyfa í liðum nr. 3, 4, 5, og 7.
Bæjarráð staðfestir fundargerðina.
2. Bréf byggingarfulltrúa, umsögn um kauptilboð í Ránargötu 10, Flateyri. 2009-06-0036.
Lagt fram bréf frá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dagsett 15. júlí sl., með umsögn um erindi Guðmundu G. Björgvinsdóttur frá 15. júní sl. þar sem Guðmunda óskar eftir því að fá húsið að Ránargötu 10 keypt sem bílskúr fyrir húseignina Ránargötu 12, Flateyri.
Niðurstaða byggingarfulltrúa er að ekkert sé því til fyrirstöðu af skipulagsástæðum að selja Ránargötu 10. Í framhaldi af sölu verði að sækja um leyfi til að breyta húsinu í bílskúr og athuga þurfi breytingu á aðalskipulagi í tengslum við þetta.
Bæjarráð samþykkir að selja húsið að Ránargötu 10 og felur bæjarstjóra að auglýsa það til sölu.
3. Fjórðungssamband Vestfirðinga ? boðun á 54. Fjórðungsþing Vestfirðinga á Ísafirði þann 4. og 5. september. 2009-02-0003.
Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dags. 15. júlí þar sem boðað er til 54. Fjórðungsþings Vestfirðinga dagana 4. og 5. september. Minnt er á að 60 ár eru liðin í ár frá stofnun Fjórðungssambands Vestfirðinga og verður þess minnst með sérstakri hátíðardagskrá á þinginu. Sveitarfélög þurfa að senda kjörbréf sinna þingfulltrúa til skrifstofu Fjórðungssambandsins eigi síðar en 28. ágúst.
Bæjarráð samþykkir að allir kjörnir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar eða varamenn þeirra sæki þingið og fari með atkvæði að jöfnu. Bæjarstjóra falið að útbúa kjörbréf fyrir fulltrúa Ísafjarðarbæjar.
4. Fjórðungssamband Vestfirðinga fundargerð stjórnarfundar 8. júlí 2009.
Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 8. júlí 2009. Fundargerðin er í 38 liðum að meðtöldum liðnum önnur mál en þar er sérstök bókun um samgöngu- og efnahagsmál.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
5. Byggðakvóti Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið 2008/2009. 2009-02-0053.
Birna Lárusdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað bæjarritara, dags. 14. júlí þar sem hann leggur til skiptingu á þeim 64 þorskígildistonnum sem úthlutað er til sveitarfélagsins án staðsetningar. Áður hefur bæjarráð samþykkt tillögu ráðuneytisins að úthlutun á ákveðin byggðarlög.
Tillaga bæjarritara er að skipta 64 þorskígildistonnum þannig að þau skiptist á Ísafjörð, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdal þannig að hvert byggðarlag fái samtals 31 þorskígildistonn úr áður ákveðinni úthlutun ráðuneytisins og úr þeim 64 þorskígildistonnum sem úthlutað er til Ísafjarðarbæjar án staðsetningar. Áður hafði Flateyri fengið 150 þorskígildistonn úr úthlutun ráðuneytisins.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:55.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.