Bæjarráð - 619. fundur - 2. júní 2009
Þetta var gert:
1. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008. 2009-05-0046.
Lögð fram drög að ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008. Ársreikningurinn er settur upp af Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra og Guðmundi E. Kjartanssyni, löggiltum endurskoðanda Ísafjarðarbæjar. Jón H. Oddsson, og Guðmundur E. Kjartansson eru mættir til fundar við bæjarráð.
Bæjarráð vísar drögum að ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2008 til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 4. júní n.k.
2. Fundargerðir nefnda.
Fræðslunefnd 26/5. 285. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
3. liður. Bæjarráð óskar eftir samanburði á núverandi reglum og drögum að nýjum reglum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 28/5. 286. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 26/5. 312. fundur.
Fundargerðin er í tuttugu og fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Minnisblað bæjarritara. ? Kauptilboð í Vallargötu 1, Þingeyri. 2006-07-0008.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. maí sl., er varðar kauptilboð frá Rósum ehf., Þorvaldi Jóni Ottóssyni, í Vallargötu 1 á Þingeyri, er lagt var fram í bæjarráði þann 4. maí sl. Í minnisblaðinu koma fram hugmyndir tilboðsgjafa varðandi framkvæmdir við húsið og hugsanlega notkun þess.
Jafnframt er í minnisblaðinu greint frá tilboði er barst frá Hrafnhildi Skúladóttur frá Þingeyri, í Vallargötu 1 á Þingeyri, þann 13. júlí 2008. Samkvæmt tölvubréfi frá Hrafnhildi dagsettu 28. maí sl., stendur tilboð hennar enn.
Bæjarráð felur bæjarritara að óska eftir frekari upplýsingum frá Hrafnhildi Skúladóttur um hugmyndir hennar varðandi Vallargötu 1, Þingeyri.
4. Minnisblað bæjarritara. ? Hátíðahöld 17. júní 2009. 2009-05-0062.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. maí sl., þar sem greint er frá, að eitt af verkefnum fyrrum menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar, hafi verið að skipuleggja og sjá um hátíðahöld á 17. júní ár hvert.
Þar sem menningarmálanefnd hefur nú verið lögð niður, leggur bæjarritari til, að íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar verði falið þetta verkefni með aðstoð íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar og upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundanefnd, íþrótta- og tómstundafulltrúa og upplýsingafulltrúa að sjá um hátíðahöldin á 17. júní 2009.
5. Minnisblað bæjarritara. ? Umsóknir um menningarstyrki 2009. 2009-03-0079.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. maí sl., er varðar umsóknir um menningarstyrki Ísafjarðarbæjar á árinu 2009. Auglýst var eftir umsóknum og rann umsóknafrestur út þann 27. maí sl. Allst bárust níu umsóknir.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi styrkveitingar:
Act alone leiklistarhátíð | kr. 200.000.- |
Dýrafjarðardagar 2009 | kr. 100.000.-. |
Edinborgarhúsið menningarmiðstöð | kr. 50.000.-. |
Gospelkór Vestfjarða | kr. 50.000.-. |
Hermann Níelsson | kr. 50.000.-. |
Kvennakórinn Vestf. Valkyrjur | kr. 50.000.-. |
Sunnukórinn á Ísafirði | kr. 100.000.-. |
Við Djúpið tónlistarhátíð | kr. 200.000.-. |
Þröstur Jóhannesson, tónlistarmaður | kr. 50.000.-. |
6. Bréf Félags íslenskra kraftamanna. ? Vestfjarðavíkingur 2009. 2009-05-0056.
Lagt fram bréf frá Magnúsi Ver Magnússyni, f.h. Félags íslenskra kraftamanna, vegna Vestfjarðavíkings 2009. Ákveðið hefur verið að halda Vestfjarðavíkinginn dagana 2., 3. og 4. júlí n.k. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins svo þetta megi verða að veruleika.
Bæjarráð samþykkir að koma til móts við beiðni bréfritara og felur bæjarstjóra frekari útfærslu á því.
7. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 764. stjórnarfundar.
Lögð fram 764. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 22. maí sl. að Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
8. Trúnaðarmál. 2009-06-0005.
Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.