Bæjarráð - 617. fundur - 11. maí 2009

Vegna forfalla aðal- og varamanns D-lista í bæjarráði mætir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sem fulltrúi D-lista í bæjarráð.  Ekki er gerð athugasemd við það í bæjarráði.



Þetta var gert:


1. Minnisblað bæjartæknifræðings. ? Breyting á aðalskipulagi.  Lega þjóðvegar um Hnífsdal.  2007-02-0142. 


Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 30. apríl sl., þar sem hann gerir grein fyrir breytingum á aðalskipulagi 1989-2009 vegna jarðgangnagerðar á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals og breytingum á lagningu þjóðvegar um Hnífsdal í tengslum við jarðgangnagerðina.


Á fund bæjarráðs eru mættir þeir Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Guðmundur Páll Óskarsson, Hnífsdal, sem á eignir og er með atvinnurekstur í námunda við breytta legu þjóðvegar vegna framangreindra framkvæmda.


Aðilar urðu sammála um að koma á fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar, Ísafjarðarbæjar og Guðmundi Páli Óskarssyni, um hönnun og legu þjóðvegar um Hnífsdal.



2. Fundargerðir nefnda.


Hafnarstjórn 6/5.  140. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Þróunar- og starfsmenntunarsjóður 27/4.  25. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar. ? Styrkbeiðni.  2009-05-0013.


Lagt fram bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar dagsett 24. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ við unglinga, sem eru í æskulýðsfélagi kirkjunnar í Ísafjarðarbæ.  Ástæðan er sú að í haust verður haldið Landsmót Æskulýðsfélaga kirkjunnar í Vestmannaeyjum.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.



4. Minnisblað bæjarritara. ? Styrkveitingar til menningarmála. 2009-03-0079.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 8. maí sl., þar sem lauslega er greint frá styrkveitingum fyrrum menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar til menningarmála.  Í minnisblaðinu er spurst fyrir um hvort ekki sé rétt að auglýsa eftir umsóknum um styrki til menningarmála, eins og gert hefur verið undanfarin ár, þar sem nú þegar hafa borist nokkrar umsóknir um styrki.


Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir styrkumsóknum til mennningarmála.


 


5. Bréf tónlistarhátíðarinnar ,,Við Djúpið?. ? Styrkbeiðni.  2009-03-0079.


Lagt fram bréf Greips Gíslasonar, framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar ,,Við Djúpið? dagsett í apríl 2009.  Í bréfinu er greint að nokkru frá skipulagi hátíðarinnar í ár, en hún verður haldin hér á Ísafirði dagana 18.-23. júní n.k.  Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 250.000.- vegna hátíðarinnar.


Bæjarráð vísar erindi tónlistaráhtíðarinnar ,,Við Djúpið? til almennrar úthlutunar styrkja til menningarmála, sem gæti orðið um mánaðarmótin maí-júní n.k.   



6. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 763. fundar stjórnar.


Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 763. fundi er haldinn var þann 29. apríl sl., að Borgartúni 30, Reykjavík.


Með tilvísun til 2. liðar fundargerðar stjórnar Samb. ísl. sveitarf., tilnefnir bæjarráð Svanlaugu Guðnadóttur, formann bæjarráðs og Magnús Reyni Guðmundsson, bæjarfulltrúa, til að mæta f.h. Ísafjarðarbæjar á samráðsfund sveitarfélaga, sem haldinn verður í Reykjavík þann 13. maí n.k. klukkan 13:30.


 


7. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. ? Dagskrá aðalfundar.  2009-04-0027.


Lagt fram bréf stjórnar Sparisjóðs Bolungarvíkur dagsett 7. maí sl., þar sem boðað er með dagskrá til aðalfundar sjóðsins fyrir starfsárið 2008 þann 20 maí n.k.  Áður hafði verið boðað til fundarins án dagskrár og samþykkti bæjarráð þá, að fulltrúar Ísafjarðarbæjar á aðalfundinum yrðu Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og hefur það þegar verið tilkynnt.


Lagt fram til kynningar.



8. Bréf bæjarstjóra. ? Upplýsingamiðstöð og Markaðsstofa.  2008-09-0060.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 8. maí sl., skrifað í framhaldi af greinargerð hans, vegna Markaðsstofu, Fjórðungssambands og Upplýsinga-miðstöðvar ferðamála, er lögð var fram í bæjarráði þann 27. apríl sl.  Í bréfinu gerir bæjarstjóri grein fyrir að hann hafi verið í sambandi við Ferðamálastofu, bæði rekstrarstjóra og ferðamálastjóra, gerir nánari grein fyrir stöðunni annars staðar en á Vestfjörðum og næstu skrefum hjá Ferðamálastofu, framlag Ferðamálastofu til rekstrar Upplýsingamiðstöðvar á Ísafirði og mögulegri hagræðingu hjá Ísafjarðarbæ.


Lagt fram til kynningar.



9. Umræður í bæjarráði í framhaldi af fundi bæjarfulltrúa með fulltrúum útgerðar og fiskvinnslu í Ísafjarðarbæ þann 8. maí 2009.  2009-05-0022.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, er honum var afhent af forsvarsmönnum útgerðar og fiskvinnslu, á fundi er haldinn var föstudaginn 8. maí sl.  Áskorunin er svohljóðandi.



Áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, áréttaði í viðtali þann 6. maí sl. að áform um að fara svokallaða fyrningarleið í sjávarútvegi væru enn í fullu gildi og að þeim yrði beitt.


Útvegsmenn og fiskverkendur um land allt, hvort sem þeir gera út stór skip eða smá, hafa eindregið varað við að þessi leið verði farin. Með fyrningarleið er verið að gera


að engu þá hagræðingu sem nauðsynleg hefur verið í sjávarútvegi undanfarin ár. Þessi leið er aðför að rekstrargrundvelli atvinnugreinarinnar og þar með undirstöðu lífsafkomu fjölda Vestfirðinga sem starfa í sjávarútvegi eða þjónustugreinum tengdum honum. Við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu er glapræði að vega að undirstöðuatvinnugrein landsbyggðarinnar.


Við skorum á bæjaryfirvöld að beita áhrifum sínum til að koma í veg fyrir þess aðför. Við skorum á ykkur að standa vörð um stöðugleika sem er forsenda afkomu atvinnugreinarinnar og gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar.


Vestfirskur almenningur þarf á því að halda að raddir ykkar heyrist á opinberum vettvangi til stuðnings sjávarútvegi.


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.


,,Um leið og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar flytur nýrri ríkisstjórn Íslands kveðjur og óskir um velgengni á komandi árum, lýsir bæjarstjórnin sérstakri ánægju sinni með það fyrirheit, að fiskveiðistjórnun verði tekin til endurskoðunar.  Það er löngu tímabært, að gera róttækar breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða þannig, að mannréttindi verði virt, forréttindi fárra kvótahafa afnumin í áföngum, nýliðun í útgerð gerð möguleg og uppbygging fiskistofna hafin í reynd með banni við brottkasti afla, sem verði fylgt eftir af hörku svo dæmi séu nefnd um nauðsynlegar lagfæringar á núverandi kerfi.  Það sem sérstaklega þarf þó að hafa í huga, er að sjávarbyggðirnar nái aftur vopnum sínum og nái að snúa við þeirri óheillaþróun sem kvótakerfið hefur leitt af sér og birst hefur m.a. í fólksflótta, fækkun fyrirtækja og samdrætti atvinnu- og mannlífs á landsbyggðinni.  Bæjarstjórn bindur vonir við að það sem fyrri ríkisstjórnir vanræktu í þessum efnum náist nú fram undir forystu nýrrar ríkisstjórnar.?


Undirritað af Magnúsi Reyni Guðmundssyni.


Bæjarráð vísar áskoruninni og tillögu Magnúsar Reynis til umræðu í bæjarstjórn. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:40. 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?