Bæjarráð - 613. fundur - 7. apríl 2009
Þetta var gert:
1. Fjárhagsáætlun 2009. ? Vinna bæjarráðs við hagræðingarkröfu. 2008-09-0008.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála í vinnu við fjárhagsáætlun og velti upp hugmyndum um hvaða hagræðingaraðgerðir til viðbótar gætu komið til greina.
Jón H. Oddsson fjármálastjóri kom á fund bæjarráðs með útprentaðar launaáætlanir og fjárhagsáætlun eins og staðan er í dag þegar eftir er að ná fram 77,5 m.kr. upp í samþykkta 194,9 m.kr. hagræðingarkröfu.
Framlögð gögn eru vinnugögn bæjarráðs og eru ekki ætluð til dreifingar.
Bæjarráð óskar eftir greinargerð um framlög til Markaðsstofu, Atvinnuþróunarfélags og Fjórðungssambands. Einnig er óskað eftir greinargerð um Þjónustudeildina á Hlíf.
Bæjarráð telur hugmyndir um 5% lækkun launa á móti frídögum koma vel til greina hjá Ísafjarðarbæ. Mikilvægt er að samstaða myndist meðal sveitarfélaga og við launþega um að fara þá leið.
Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá tæknideild fyrir næsta fund bæjarráðs um hvernig hægt verði nú þegar að hirða sorp á 10 daga fresti í stað vikulega og hvaða hagræðingu það skilar ef samkomulag næst við verktaka. Slíkt fyrirkomulag yrði fram að breytingum sem nefnd um sorpmál leggur til í skýrsludrögum.
2. Fundargerð.
Fræðslunefnd 31/3. 283. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar, Gerðar Eðvarsdóttur. 2009-04-0009.
Lagt fram bréf frá Gerði Eðvarsdóttur, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 31. mars sl. Í bréfinu segir Gerður upp starfi sínu hjá Ísafjarðarbæ með samningsbundnum uppsagnarfresti.
Bæjarráð fellst á uppsögnina og þakkar Gerði fyrir vel unnin störf í þágu Ísafjarðarbæjar.
4. Bréf stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar. 2009-03-0087.
Lagt fram bréf frá stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar dagsett 26. mars sl., með bréfinu fylgir skýrsla sjóðsins fyrir árið 2007, ásamt endurskoðuðum reikningum fyrir sama ár.
Lagt fram til kynningar.
5. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 762. stjórnarfundar.
Lögð fram 762. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 26. mars sl. að Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf bæjarstjóra, svar fyrir fyrirspurn Sigurðar Péturssonar bæjarfulltrúa.
Sigurður þakkar fyrir svarið en óskar eftir því að skuldir vegna félagslega húsnæðiskerfisins verði felldar inn í yfirlit áranna 2002-2007.
Bæjarstjóri mun leggja fram nýtt svar á næsta fundi bæjarráðs.
7. Bréf forstöðumanns skóla- og fjölskyldusviðs, tillaga vegna skólamötuneytis. 2005-07-0028.
Lagt fram bréf forstöðumanns skóla- og fjölskyldusviðs vegna skólamötuneytis í Grunnskólanum á Ísafirði. Bréfinu fylgja útreikningar grunnskólafulltrúa. Í bréfinu leggur forstöðumaður til að framlengingarákvæði samningsins verði nýtt og hann framlengdur um eitt ár eða til 1. júní 2010.
Bæjarráð samþykkir að samningurinn verði framlengdur til 1. júní 2010 en verkið verði boðið út að ári.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:26
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.