Bæjarráð - 611. fundur - 23. mars 2009
Þetta var gert:
1. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020. ? Umræður í bæjarráði. 2006-03-0038
Á fund bæjarráðs er mættur Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, til viðræðna og til að veita upplýsingar um aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020 og hvernig þau mál standa í dag.
2. Fundargerð.
Félagsmálanefnd 17/3. 326. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðabæjar 19/3. 32. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf umdæmisstjóra Flugstoða á Vestfjörðum, bréf stöðvarstjóra Flugfélags Íslands á Ísafirði og bréf framkvæmdastjóra flugvalla- og leiðsögusviðs Flugstoða ohf., Reykjavík. 2008-10-0036.
Lagt fram bréf frá Guðbirni Charlessyni, umdæmisstjóra Flugstoða á Vestfjörðum, dagsett 18. mars sl., svar við fyrirspurn Ísafjarðarbæjar á breyttri þjónustu á Ísafjarðarflugvelli og Þingeyrarflugvelli, með tilvísun til bréfs Flugstoða ohf., frá 25. febrúar sl., um þjónustustig tiltekinna flugvalla vegna sparnaðarráðstafana. Í bréfi Guðbjarnar kemur fram að ekki sé um skerðingu á þjónustu að ræða hvað varðar Ísafjarðarflugvöll. Hinsvegar mun verða töluverð skerðing hvað varðar Þingeyrarflugvöll ef boðaðar hagræðingar þar taka gildi.
Lagt fram bréf Arnórs Jónatanssonar, stöðvarstjóra Flugfélags Íslands á Ísafirði, þar sem fram kemur sambærileg umsögn og í bréfi Guðbjarnar Charlessonar hvað varðar þessa tvo flugvelli.
Lagt fram bréf Flugstoða ohf., til Ísafjarðarbæjar og dagsett 19. mars sl., þar sem fram kemur frekari útlistun á þeim hagræðingum, sem boðaðar voru í bréfi Flugstoða ohf. frá 25. febrúar sl. og jafnframt er boðið upp á kynningu um þessi mál á fundi með bæjaryfirvöldum á Ísafirði.
Bæjarráð þakkar Flugstoðum á Ísafirði og Flugfélagi Íslands á Ísafirði fyrir upplýsingarnar. Samkvæmt þeim telur bæjarráð augljóst, að fyrihugaðar breytingar munu skerða þjónustu á Þingeyrarflugvelli. Því mótmælir bæjarráð þeim breytingum og leggur áherslu á mikilvægi Þingeyrarflugvallar, sem varaflugvallar.
Að gefnu tilefni beinir bæjarráð þeim eindregnu tilmælum til Flugstoða ohf., að áfram verði starf umdæmisstjóra Flugstoða á Vestfjörðum.
4. Bréf Hollvinasamtaka Félagsheimilis Súgfirðinga. 2009-03-0057.
Lagt fram bréf Hollvinasamtaka Félagsheimilis Súgfirðinga dagsett 20. mars sl., þar sem greint er frá stofnun samtakanna þann 19. mars sl. Bréfinu fylgir stofnfundargerð, sem meðal annar inniheldur lög Hollvinasamtaka Félagsheimilis Súgfirðinga. Í bréfinu kemur fram að stjórn félagsins óskar eftir því við eigendur Félagsheimilisins, að þeir taki afstöðu til erindisins og að þeir velti fyrir sér hver geti orðið framtíð hússins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við stjórn Hollvinasamtaka Félagsheimilis Súgfirðinga.
5. Afrit bréfs Yfirfasteignamatsnefndar vegna Kirkjubóls 4, Ísafirði. Úrskurður. 2007-11-0069.
Lagt fram afrit bréfs frá Yfirfasteignamatsnefnd til Lögsýnar ehf., Ísafirði, dagsett þann 13. mars sl., þar sem greint er frá úrskurði nefndarinnar í kærumáli Kristjáns Ólafssonar, Urðarvegi 41, Ísafirði, á hendur Ísafjarðarbæ, vegna álagningar fasteignagjalda á eignina Kirkjuból 4, Ísafirði. Úrskurður er sá, að greiða skal fasteignaskatt af fasteigninni Kirkjuból 4, Ísafjarðarbæ, fastanúmer 211-8998, miðað við núverandi búrekstur kæranda á eigninni, samkvæmt a-lið 3. mgr. 3. gr. langa nr. 4/1995. Úrskurðurinn í heild sinni fylgir bréfinu.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá málinu á grundvelli úrskurðar Yfirfasteignamatsnefndar.
6. Bréf menntamálaráðuneytis. ? Menningarlandið 2009, ráðstefna. 2009-03-0036.
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 12. mars sl., er varðar MENNINGARLANDIÐ 2009, ráðstefnu sem haldin verður á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí 2009. Allir þeir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi og ferðamálum á Íslandi eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna, enda verða þær umræður sem þar fara fram grundvöllur að frekara samstarfi ríkis og sveitarfélaga um menningu og menningartengda ferðaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Sólstafa Vestfjarða. ? Blátt áfram. Fyrirlestur og námskeið. 2009-03-0060.
Lögð fram tilkynning frá Sólstöfum Vestfjarða þar sem fram kemur að dagana 30. og 31. mars n.k. heimsækir Sigríður Björnsdóttir hjá Blátt áfram Ísafjörð og heldur hér fyrirlestur og námskeið á ofangreindum dögum.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf Samtaka forstöðumanna sundstaða á Íslandi. ? Sent sveitarfélögum á Íslandi. 2008-10-0036.
Lagt fram bréf frá Samtökum forstöðumanna sundstaða á Íslandi, til sveitarfélaga á Íslandi, dagsett 13. mars sl., þar sem lögð er áhersla á mikilvægi viðhalds og rekstur og öryggismála sund- og baðstaða.
Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar og umsjónarmanns eigna.
9. Bréf Knattspyrnusambands Íslands. ? Sent sveitarfélögum. 2009-03-0061.
Lagt fram bréf Knattspyrnusambands Íslands til sveitarfélaga dagsett 24. október 2008, þar sem rætt er um framkvæmdir við íþróttamannvirki og endurgreiðslur virðisaukaskatta. Í bréfinu er bent á lög um breytingar á lögum um virðisaukaskatt, sem hafa það í för með sér, að á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. janúar 2011 skal endurgreiða byggjendum húseigna í eigu sveitarfélaga 100% þess virðisaukaskatts, sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað. Í bréfinu hvetur KSÍ sveitarfélög til þess að líta á þá möguleika varðandi framkvæmdir við íþróttamannvirki, er lagabreytingin skapar.
Bæjarráð vísar bréfinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.
10. Afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til Samb. ísl. sveitarf. ? Raf- og rafeindatækjaúrgangur. 2009-03-0045.
Lagt fram afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til Samb. ísl. sveitarf., er varðar breytingar á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og ábyrgð framleiðanda og innflytjanda á raf- og rafeindaúrgangi. Jafnframt vill Umhverfisstofnun vekja athygli sveitarfélaga á skyldum þeirra.
Bæjarráð vísar bréfinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.
11. Samb. ísl. sveitarf. ? Grunnþjónusta á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga. 2009-03-0062.
Lagt fram erindi frá Samb. ísl. sveitarf., er varðar grunnþjónustu á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga, en þann 10. október 2008 sendu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og stjórn Samb. ísl. sveitarf. frá sér yfirlýsingu um aukið samstarf vegna stöðu efnahagsmála. Í erindinu eru upplýsingar og greiningar er varða grunnþjónustu á sviði félagsþjónustu.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
12. Samb. ísl. sveitarf. ? Skilgreining grunnþjónustu á sviði fræðslumála. 2009-03-0064.
Lagt fram erindi frá Samb. ísl. sveitarf., er varðar skilgreiningu grunnþjónustu á sviði fræðslumála sveitarfélaga. Hinn 10. október 2008 sendu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og stjórn Samb. ísl. sveitarf. frá sér yfirlýsingu um aukið samstarf vegna stöðu efnahagsmála. Í erindinu er margvíslegur fróðleikur og greining varðandi grunnþjónustu fræðslumála.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
13. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð XXIII. landsfundar. 2009-02-0012.
Lögð fram fundargerð XXIII. landsfundar Samb. ísl. sveitarf. er haldinn var þann 13. mars sl., á Hilton Reykjavík Nordica. Fundargerðinni fylgir setningarræða formanns Samb. ísl. sveitarf. Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, ásamt stuttri lýsingu á framsöguerindum, sem flutt voru á þinginu.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.