Bæjarráð - 604. fundur - 2. febrúar 2009
Þetta var gert:
1. Fundargerðir.
Atvinnumálanefnd 27/1. 92. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 29/1. 280. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 28/1. 103. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 28/1. 307. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf bæjarstjóra. ? Tillögur að bókunum vegna vegamála og sjóvarna. 2009-02-0002.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 29. janúar sl., þar sem hann að beiðni formanns bæjarráðs leggur fram svohljóðandi tillögur að bókunum vegna vegamála og sjóvarna.
Vegamál:
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með að nú séu útboð hafin að nýju hjá Vegagerðinni eftir útboðsstopp sl. haust. Samkvæmt Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar verða 6-7 milljarðar til nýframkvæmda á árinu 2009.
Bæjarráð vill minna á að þrátt fyrir að 50 ár séu á næsta ári síðan norðan- og sunnanverðir Vestfirðir tengdust með sumarfærum vegi hafa samgöngur ekki batnað á milli svæðanna frá þeim tíma. Yfir veturinn er ófært milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Þess vegna leggur bæjarráð mikla áherslu á að hvergi verði hvikað frá fyrirhuguðum jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Jafnframt er minnt á mikilvægi vegaframkvæmda í A-Barðastrandasýslu á Vestfjarðavegi nr. 60 þar sem mikið verk er óunnið til að koma á nútíma vegasamgöngum á því svæði
Sjóvarnir:
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að Vegagerðin taki nú þegar á sjóvarnarmálum við Pollgötu á Ísafirði. Byggð á Eyrinni á Ísafirði er í hættu vegna sjógangs þar sem sjóvörnin við Pollgötu virkar ekki nægjanlega vel.
Auk þess er hæð Pollgötunnar meiri en annarra hluta Eyrarinnar þannig að Pollgatan heldur sjó að byggingum á Eyrinni eftir að flætt hefur yfir hana. Við þessu þarf að bregðast strax, áður en stórtjón verður.
Bæjarráð vísar tillögum að bókunum til afgreiðslu í bæjarstjórn 5. febrúar n.k.
3. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? 54. Fjórðungsþing. 2009-02-0003.
Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 29. janúar sl., þar sem greint er frá að stjórn FV hefur samþykkt að 54. Fjórðungsþing Vestfirðinga verði haldið á Ísafirði dagana 4. og 5. september 2009.
Lagt fram til kynningar.
4. Bréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga. ? Félagafrelsi starfsmanna. 2009-01-0073.
Lagt fram bréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga dagsett þann 21. janúar sl., til sveitarfélaga á félagssvæði VerkVest, þar sem lögð er áhersla á félagafrelsi starfsfólks með tilvísun til kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga.
Bæjarráð óskar eftir að bréf VerkVest verði kynnt fyrir sviðsstjórum Ísafjarðarbæjar.
5. Bréf nemenda og foreldra við Grunnskólann á Þingeyri. 2009-01-0075.
Lagt fram bréf frá nemendum við Grunnskólann á Þingeyri og foreldrum þeirra dagsett 28. janúar s.l., þar sem óskað er eftir gjaldfrjálsum afnotum af Félagsheimilinu á Þingeyri vegna kaffisölu nemenda í 7. og 8. bekk grunnskólans.
Bæjarráð samþykkir erindið og verði kostnaður færður sem styrkur.
6. Bréf Hestamannafélagsins Hendingar.? Skeiðvöllur í Hnífsdal. 2007-07-0027.
Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu á Ísafirði, dagsett þann 25. janúar sl., er varðar skeiðvöll félagsins og aðra aðstöðu á Búðartúni í Hnífsdal. Um er að ræða svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 7. janúar sl., þar sem ítrekuð er sú ósk Ísafjarðarbæjar um að matsmenn verði fengnir til að meta eignir Hestamannafélagsins Hendingar á Búðartúni.
Í bréfi Hendingar kemur fram að það sé þeirra krafa, að mat Tækniþjónustu Vestfjarða frá 13. maí 2008 á þessum eignum verði lagt til grundvallar við útreikning bóta.
Bæjarráð samþykkir að erindið verði sent Vegagerð ríkisins til skoðunar og umsagnar, vegna þess að þegar Ísafjarðarbær gaf út framkvæmdaleyfi við Óshlíðargöng var gert ráð fyrir, að Vegagerðin bæti það tjón, sem verður vegna framkvæmdanna.
Bæjarráð ítrekar að frá upphafi máls hefur Ísafjarðarbær boðið bætur með þeim hætti, að byggður verði nýr skeiðvöllur á athafnasvæði hendingar í Engidal, Skutulsfirði.
7. Bréf Foreldrafélags Eyrarskjóls. ? Grunnþjónusta. Gjaldfrjálsir leikskólar. 2009-02-0004.
Lagt fram bréf frá stjórn Foreldrafélags leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði dagsett 27. janúar sl., þar sem foreldrafélagið hvetur yfirvöld Ísafjarðarbæjar til að standa við þau fyrirheit að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins. Jafnframt er minnt á að í leikskólum Ísafjarðarbæjar eru gjaldskrár með dýrara móti.
Í lok bréfsins er ítrekuð fyrirspurn frá síðasta ári, um stefnu Ísafjarðarbæjar varðandi gjaldfrjálsa leikskóla.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
8. Bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum. ? Lögreglusamþykktir á Vestfjörðum. 2007-12-0002.
Lagt fram bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum dagsett 27. janúar s.l., er varðar lögreglusamþykktir á Vestfjörðum. Bréfið er sent öllum sveitarstjórnum í lögsögu lögreglustjórans. Í bréfinu er ítrekað leitað eftir svörum frá sveitarfélögunum um að veita heimild til að yfirfara reglugerð nr. 1127/2007, um lögreglusamþykktir með hagsmuni íbúa, sveitarfélaga og lögreglunnar á Vestfjörðum í huga og koma með tillögur að einni samþykkt fyrir umdæmið. Svör hafa borist frá þremur sveitarfélögum, það er Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhreppi og Tálknafjarðarhreppi.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytis. ? Lögreglusamþykktir. 2007-12-0002.
Lagt fram bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til allra sveitarfélaga í Samb. ísl. sveitarf. dagsett 22. janúar s.l., er varðar reglugerð um lögreglusamþykktir er sett var í nóvember 2007. Reglugerðin tók gildi 6 mánuðum eftir birtingu í Stjórnartíðindum. Ráðuneytið vill vekja athygli á að nokkur sveitarfélög hafa þegar endurnýjað lögreglusamþykkt sína, en að öðru leyti gildir reglugerðin sem lögreglusamþykkt fyrir önnur sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.
10. Afrit bréfs fjármálaráðuneytis til Ríkiskaupa. ? Sala á Aðalstræti 37, Þingeyri. 2009-01-0067.
Lagt fram afrit bréfs fjármálaráðuneytis til Ríkiskaupa dagsett 22. janúar s.l., þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi falið Ríkiskaupum að leita tilboða í fasteignina Aðalstræti 37, Þingeyri og selja hana í samráði við meðeigendur.
Lagt fram til kynningar.
11.Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. ? Stofnun lögbýla í Jökulfjörðum. 2006-04-0054.
Lagt fram bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dagsett 26. janúar s.l., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 5. desember 2008, er varðar stofnun tveggja lögbýla í Jökulfjörðum.
Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í umhverfisnefnd.
12. Bréf Vesturafls. ? Stofnun sjálfseignarstofnunar. 2009-01-0079.
Lagt fram bréf Hörpu Guðmundsdóttur f.h. Vesturafls, Brunngötu 10, Ísafirði, þar sem fram kemur að fimmtudaginn 5. febrúar n.k., verður haldinn stofnfundur Vesturafls sjálfseignarstofnunar, í húsnæði Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði. Fundurinn hefst klukkan 14:00 og eru fulltrúar frá Ísafjarðarbæ boðnir velkomnir.
Bæjarráð felur fulltrúum í félagsmálanefnd að mæta f.h. Ísafjarðarbæjar.
13. Bréf Nýsköpunarsjóðs námsmanna. ? Styrkbeiðni. 2009-01-0068.
Lagt fram bréf stjórnar Nýsköpunarsjóðs námsmanna dagsett 21. janúar sl., þar sem gerð er nokkur grein fyrir störfum sjóðsins. Í bréfinu er jafnframt óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 1.000.000.-.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
14. Bréf frá Saman-hópnum. Styrkbeiðni. 2009-01-0048.
Lagt fram bréf frá Saman-hópnum dagsett 12. janúar sl., þar sem fram kemur beiðni um fjárstuðning til forvarnarstarfs á árinu 2009.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
15. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 760. stjórnarfundar.
Lögð fram 760. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var að Borgartúni 30, Reykjavík, þann 23. janúar sl. klukkan 12:00.
Lagt fram til kynningar.
16. Bréf bæjarritara. ? Sorpeyðingargjöld 2009 - álagning á lögaðila. 2008-09-0008.
Lagt fram bréf frá bæjarritara dagsett 30. janúar sl., er varðar álagningu sorpeyðingargjalda 2009 á lögaðila, það er fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir. Álagningarlisti sem unninn er af starfsmönnum Ísafjarðarbæjar fylgir bréfinu. Við flokkun gjaldenda á taxta var stuðst við álagningaskrá 2008, að teknu tilliti til breytinga og viðbóta á árinu.
Bæjarráð vísar álagningu sorpeyðingargjalda á lögaðila til afgreiðslu í bæjarstjórn við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2009.
17. Fjárhagsáætlun 2009. ? Ýmis málefni vegna yfirstandandi vinnu. 2008-09-0008.
Lagður fram í bæjarráði álagningarseðill fasteignagjalda fyrir árið 2009, þar sem fram koma upplýsingar um álagningu einstakra fasteignagjalda, staðgreiðsluafsláttur og gjalddagar fasteignagjalda ofl. Jafnframt eru lagðar fram reglur um niðurfellingu (styrkveitingu) fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega, félagasamtaka og til eigenda hesthúsa á árinu 2009.
Bæjarstjóri lagði fram breytingar á ýmsum liðum í frumvarpi til fjárhagsáætlunar 2009 í samræmi við umræður í bæjarráði og leiðréttingar gerðar á þeim liðum, sem ábendingar komu um í bæjarstjórn við fyrri umræðu sem og í bæjarráði. Þessu til viðbótar lagði bæjarstjóri fram rekstraryfirlit, efnahagsreikning, sjóðsstreymi, fjárfestingartillögur og yfirlit yfir stöðugildi.
Bæjarráð vísar ofangreindum leiðréttingum og breytingum ásamt reglum um afslætti á fasteignagjöldum ofl. til síðari umræðu um fjárhagsáætlun ársins 2009 í bæjarstjórn þann 5. febrúar n.k.
Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, sat fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.