Bæjarráð - 600. fundur - 5. janúar 2009


Þetta var gert:


1. Vinna bæjarráðs við fjárhagsáætlun ársins 2009.  2008-09-0008.



Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri.  Staðan við vinnu fjárhagsáætlunar ársins 2009 rædd og farið yfir samþykktan ramma um fjárhagsáætlun með bæjarstjóra og fjármálastjóra.


Á fund bæjarráðs mættu jafnframt Gísli Jón Hjaltason, framkvæmdastjóri Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., Heimir Hansson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Ísafjarðarbæjar, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Vernharður Jósefsson, forstöðumaður Funa, til viðræðna um rekstur viðkomandi stofnana.



2. Fundargerðir nefnda.


Hafnarstjórn 23/12.08.  138. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


1. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur hafnarstjórnar að gjaldskrám verði samþykktar.


3. liður. Bæjarráð vísar tillögum hafnarstjórnar til vinnslu við fjárhagsáætlun 2009.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



Landbúnaðarnefnd 22/12.08.  87. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf Sturlu Böðvarssonar, 1. þingmanns Norðvesturkjördæmis. 2008-11-0042.


Lagt fram bréf Sturlu Böðvarssonar, 1. þingmanns Norðvesturkjördæmis, dagsett 19. desember 2008, ásamt afriti af svarbréfi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, dagsettu 1. desember 2008, við bréfi Sturlu til ráðuneytisins           5. nóvember 2008.


Lagt fram til kynningar.



4. Ársskýrsla Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar 2008.  2009-01-0012.


Lögð fram ársskýrsla Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar fyrir starfsárið 2008, unnin af Gerði Eðvarsdóttur, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar.  Skýrslunni fylgja nýsamþykktar reglur fyrir Þróunar- og starfsmenntunarsjóðinn.


Lagt fram til kynningar. 





5. Fundur bæjarstjóra með fulltrúum Flugfélags Íslands og Flugstoða.  2009-01-0013.


Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi, sem hann átti nú í dag með fulltrúum Flugfélags Íslands og Flugstoða að eigin ósk.  Fundinn sat ásamt bæjarstjóra Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.  Efni fundarins var nýting Þingeyrarflugvallar, sem varaflugvallar og hvort hægt væri að auka nýtingu hans frekar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:20.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?