Bæjarráð - 599. fundur - 23. desember 2008
Þetta var gert:
1. Minnisblað. ? Ráðning félagsráðgjafa á Skóla- og fjölskylduskrifstofu. 2008-11-0043.
Lagt fram minnisblað bæjarritara er varðar tímabundna ráðningu félagsráðgjafa á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Á fundi bæjarráðs þann 17. nóvember s.l., var samþykkt að veita heimild til ráðningar út febrúar 2009, en endurskoða átti þá samþykkt fyrir árslok 2008. Til fundar við bæjarráð er mætt Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Bæjarráð samþykkir að framlengdur verði lausráðningarsamningur við félagsráðgjafa á Skóla- og fjölskylduskrifstofu um eitt ár, það er út febrúar 2010.
2. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. ? Vinna bæjarráðs. 2008-09-0008.
Umræður í bæjarráði um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri.
3. Fundargerðir nefnda.
Atvinnumálanefnd 18/12. 90. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Barnaverndarnefnd 18/12. 102. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 18/12. 323. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 17/12. 305. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Bréf Menningarráðs Vestfjarða. ? Framlög sveitarfélaga 2008. 2008-12-0036.
Lagt fram bréf frá Menningarráði Vestfjarða dagsett 10. desember s.l., ásamt reikningi að upphæð kr. 5.575.447.- fyrir framlagi Ísafjarðarbæjar til Menningarráðs fyrir árið 2008. Bréfinu fylgir sundurliðun kostnaðar á einstaka sveitarfélög, sem og fjárhags- áætlun fyrir árið 2008.
Ekki var gert ráð fyrir greiðslu til Menningarráðs í fjárhagsáætlun 2008. Bæjarráð heimilar greiðslu á ofangreindum reikningi, með tilvísunar til samning sveitarfélagana dagsettum 10. júní 2007.
5. Bréf Safnaráðs. ? Rekstrarfyrirkomulag og skipulag safna. 2008-12-0040.
Lagt fram bréf frá Safnaráði dagsett 15. desember s.l., er varðar rekstrar-fyrirkomulag og skipulag safna í umsjá sveitarfélaga og eru viðurkennd söfn sem hljóta ríkisstyrki úr safnasjóði.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf samgönguráðuneytis. ? Frestun á afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009. 2008-09-0008.
Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 16. desember sl., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 15. desember sl., þar sem óskað var eftir heimild til frestunar á afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2009. Ráðuneytið veitir Ísafjarðarbæ frest til loka janúar 2009 á afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir það ár. Þá vill ráðuneytið minna á 3. mgr. 64. gr. laga nr. 45/1998, en þar segir að til útgjalda sem ekki eru lögbundin, samningsbundin eða leiðir af fyrri samþykkt sveitarstjórnar, má ekki stofna nema til komi samþykki sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf samgönguráðuneytis. ? Erindi Ísafjarðarbæjar varðandi jarðgangagerð. 2008-11-0061.
Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 18. desember sl., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 15. desember sl., um bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 11. desember sl., er varðar jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að erindi Ísafjarðarbæjar verður tekið til meðferðar við næstu endurskoðun samgönguáætlunar.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf Sjónarhóls ráðgjafamiðstöðvar. ? Beiðni um rekstrarstyrk. 2008-12-0044.
Lagt fram bréf frá Sjónarhóli ráðgjafamiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir dagsett 5. desember sl., þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar til að Sjónarhóll geti haldið áfram að veita sína þjónustu.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
9. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. ? Áhrif fjármálakreppu á EBÍ. 2008-10-0036.
Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dagsett 12. desember sl., þar sem gerð er grein fyrir áhrifum fjármálakreppunnar á félagið fjárhagslega. Fram kemur að verulegt tap hefur orðið á eignum félagsins svo sem í peningamarkaðs- og skuldabréfasjóðum, sem og hlutabréfum.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis. ? Leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. 2008-12-0043.
Lagt fram bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneyti dagsett 15. desember sl., er varðar leiðbeiningar ráðuneytisins um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar varðandi sjálfstætt starfandi einstaklinga ofl.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
11. Bréf samgöngunefndar Alþingis. ? Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga ofl. 2008-12-0034.
Lagt fram bréf samgöngunefndar Alþingis dagsett 11. desember sl., þar sem óskað er eftir umsögn á frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga og gatnagerðargjöld, 185. mál, lögveðréttur fasteignaskatts og endurgreiðslu gatnagerðargjalda. Svar óskast fyrir 12. janúar 2009.
Bæjarráð lýsir yfir stuðningi sínum við frumvarpið og felur bæjarstjóra að svara erindinu.
12. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. ? Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2008-02-0082.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 12. desember sl., ásamt 70. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 12. desember sl. Í bréfi Heilbrigðis- eftirlitsins kemur fram, að fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 hefur verið endurskoðuð og fylgja drög hennar með bréfinu.
Lagt fram til kynningar.
13. Samb. ísl. sveitarf. Fundargerð stjórnar frá 759. fundi.
Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 759. fundi er haldinn var þann 12. desember sl., að Borgartúni 30, Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:50.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.