Bæjarráð - 598. fundur - 16. desember 2008


Þetta var gert:


1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.  2008-09-0008.


Umræður í bæjarráði um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.  Rammi að fjárhagsáætlun lagður fram og samþykktur í bæjarráði. Fjárhagsramminn verður kynntur fyrir sviðsstjórum, forstöðumönnum stofnana og formönnum nefnda næstu daga.  



2. Fundargerð nefndar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 10/12. 101. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Minnisatriði samgönguráðuneytis. ? Útreikningar framlaga til sveitarfélaga vegna tímabundins niðurskurðar í aflamarki þorsks.  2008-12-0038.


Lögð fram minnisatriði frá samgönguráðuneyti dagsett 1. desember sl., um framkvæmd úrtreiknings vegna framlags, alls að upphæð kr. 250 milljónir, til sveitarfélaga árið 2008 vegna tímabundins niðurskurðar á aflamarki þorsks. Hlutur Ísafjarðarbæjar verður samkvæmt yfirliti samgönguráðuneytis kr. 24.096.940.-.


Lagt fram til kynningar.



4. Bréf Stígamóta. ? Beiðni um rekstrarstyrki.  2008-12-0015.


Lagt fram bréf frá Stígamótum dagsett 28. nóvember sl., þar sem lauslega er gerð grein fyrir starfsemi Stígamóta og óskað eftir áframhaldandi stuðningi sveitarfélaga við rekstur.  Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.


Bæjarráð telur sér ekki fært að styrkja Stígamót að sinni.



5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Fundargerð stjórnar. 2002-04-0007.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 8. desember sl., ásamt fundargerð stjórnar sambandsins frá 3. desember 2008.


Lagt fram til kynningar.



6. Bréf Vesturafls. ? Styrkbeiðni.  2008-12-0025.


Lagt fram bréf frá Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Vesturafls, móttekið þann 10. desember sl., þar sem sótt er um styrk frá Ísafjarðarbæ til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturafls á komandi ári.  Sótt er um styrk að fjárhæð kr. 75.000.- pr. mánuð í tólf mánuði eða samtals kr. 900.000.- á árinu 2009.


Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2009. Jafnframt  vísar bæjarráð erindinu til umsagnar í félagsmálanefnd. 



7. Bréf til sveitarstjórna frá Yrkjusjóði.  2008-12-0013.


Lagt fram bréf frá Yrkjusjóði til sveitarfélaga, móttekið þann 8. desember sl., þar sem kynnt er starf sjóðsins og komið á framfæri óskum og ábendingum Yrkjusjóðs.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.


 


8. Bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. ? Fjármálaráðstefna í nóvember 2008.  2008-10-0036.


Lagt fram bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dagsett 5. desember sl., þar sem greint er frá fjármálaráðstefnu á vegum sambandsins, er haldin var í Laugardalshöll þann 28. nóvember sl., þar sem fjallað var um áhrif efnahagsástandsins á íþróttahreyfinguna í landinu.  Á ráðstefnunni var kynnt skýrsla vinnuhóps, sem framkvæmdastjórn ÍSÍ skipaði, til að taka saman hvaða áhrif ástand efnahagsmála hefði á íþróttahreyfinguna.  Skýrslan fylgir bréfinu.


Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.



9. Fundur um hjúkrunarheimilismál í Reykjavík.


Fundur verður haldinn um hjúkrunarheimilismál í félagsmálaráðuneytinu í Reykjavík þann 18. desember n.k.


Bæjarráð samþykkir að forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu eða bæjarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:05.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?