Bæjarráð - 596. fundur - 1. desember 2008
Þetta var gert:
1. Undirbúningur bæjarráðs við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2009. 2008-09-0008.
Sviðsstjórar og fjármálastjóri mæta á fund bæjarráðs.
Til fundar við bæjarráð mættu sviðsstjórar Ísafjarðarbæjar til viðræðna um undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, ásamt Kristínu Ósk Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa. Jóhann B. Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, ásamt Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra. Þorleifur Pálsson, bæjarritari, ásamt Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra.
2. Fundargerðir nefnda.
Byggingarnefnd björgunarmiðstöðvar á Ísafirði 6/11. 3. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 19/11. 28. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Starfshópur um endurskoðun sorpmála 26/11. 5. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 25/11. 31. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 26/11. 304. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf Gigtarráðs. ? Hreyfing er heilsubót. 2008-11-0058.
Lagt fram bréf frá Gigtarráði dagsettu 19. nóvember s.l., áskorun til ráðamanna sveitarfélaga, um enn betri nýtingu íþróttamannvirkja í þágu almennings undir kjörorðinu ,,Hreyfing er heilsubót?.
Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.
4. Þakkarbréf Svölu og David Pitt. ? Umhverfisviðurkenning. 2008-11-0074.
Lagt fram bréf frá Svölu og David Pitt dagsett 24. nóvember s.l., þar sem þau þakka fyrir veitta umhverfisviðurkenningu Ísafjarðarbæjar 2008, vegna endurbyggingar og viðhalds á ,,Gamla spítalanum? á Þingeyri.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf Snorraverkefnisins. ? Styrkbeiðni. 2007-11-0048.
Lagt fram bréf frá Ástu Sól Kristjánsdóttur, verkefnisstjóra Snorraverkefnisins, dagsett 25. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið sumarið 2009, að upphæð kr. 100.000.-.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
6. Bréf Landgræðslu ríkisins. ? Styrkbeiðni vegna samstarfsverkefnisins ,,Bændur græða landið?. 2008-11-0066.
Lagt fram bréf frá Þórunni Pétursdóttur, héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á Vesturlandi og Vestfjörðum, dagsett 24. nóvember s.l. Bréfið varðar beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins ,,Bændur græða landið?. Landgræðsla ríkisins fer þess á leit að Ísafjarðarbær styrki verkefnið árið 2009 um kr. 54.000.-.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
7. Kauptilboð í Stekkjargötu 40, Hnífsdal. 2007-02-0142.
Lagt fram kauptilboð er borist hefur frá Fasteignasölu Vestfjarða f.h. Jóhannesar Ragnarssonar, í fasteignina Stekkjargötu 40, Hnífsdal. Kauptilboðið er upp á kr. 1.000.000.-.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið að upphæð kr. 1.000.000.-. Bæjarstjóri upplýsti að Vegagerðin muni bæta Ísafjarðarbæ mismun uppkaupaverðs og söluverðs eignarinnar.
8. Bréf Náttúrustofu Vestfjarða. ? Ársreikningur 2007. 2008-11-0054.
Lagt fram bréf Náttúrustofu Vestfjarða dagsett 20. nóvember s.l., ásamt ársreikningi stofnunarinnar fyrir starfsárið 2007.
Bæjarráð gerir þá athugasemd að ekki hefur verið haldinn aðalfundur Náttúrustofu Vestfjarða frá stofnun og óskar eftir að aðalfundur verði haldinn sem fyrst.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.