Bæjarráð - 590. fundur - 13. október 2008


Þetta var gert:





1. Staða fjármála sveitarfélaga í breyttu umhverfi fjármálastofnana. 2008-10-0036


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerið grein fyrir fyrstu drögum að aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar vegna þeirra efnahagsþrenginga, sem landsmenn standa nú frammi fyrir. Á fund bæjarráðs undir þessum lið eru mætt þau Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Jón H. Oddson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar.  Margrét fór yfir grunnþjónustu við íbúa Ísafjarðarbæjar og hvernig styrkja má hana enn frekar.


Til að fara yfir stöðu mála með íbúum bæjarfélagsins, ákveður bæjarráð að halda íbúafund miðvikudagskvöldið 15. október n.k. kl. 20:00 á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Á fundinn verða boðaðir fulltrúar annara stofnana í Ísafjarðarbæ, er annast grunnþjónustu við íbúana. Að fundinum loknum verða bæjarfulltrúar og fulltrúar stofnana og samtaka á staðnum til skrafs og ráðagerða. 



2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2008. 2007-09-0079.


Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, gerði bæjarráði grein fyrir vinnu við endurskoðun á fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2008.    



3.Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 8/10.  89. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Barnaverndarnefnd 2/10. 101. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Byggingarnefnd björgunarmiðstöðvar á Ísafirði 15/5.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Byggingarnefnd björgunarmiðstöðvar á Ísafirði 2/10.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 17/9. 27. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Félagsmálanefnd 7/10.  319. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og tómstundanefnd 8/10.  99. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Menningarmálanefnd 30/9.  151. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Menningarmálanefnd 7/10.  152. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


Menningarmálanefnd 9/10.  153. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Starfshópur um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ 22/9.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 8/10.  300. fundur.


Fundargerðin er í fimmtán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



4. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. ? Umsögn félagsmálanefndar um tillögu Samb. ísl. sveitarf., að stefnumótun í málefnum innflytjenda.  2008-02-0037.


Lagt fram bréf frá Sædísi M. Jónatansdóttur, ráðgjafa á Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 9. október s.l., þar sem hún gerir grein fyrir umfjöllun og ábendingum félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar, á fundi nefndarinnar þann 7. október s.l., á tillögum að stefnumótun Samb. ísl. sveitarf. í málefnum innflytjenda.


Bæjarráð þakkar umsögn félagsmálanefndar, sem send verður áfram til Samb. ísl. sveitarf.  



5. Bréf sýslumannsins á Ísafirði. ? Ný lög um almannavarnir. 2007-11-0062.


Lagt fram bréf frá Kristínu Völundardóttur, sýslumanninum á Ísafirði, dagsett þann 1. október s.l., er varðar bréf Ísafjarðarbæjar frá 30. september s.l., þar sem óskað er eftir umsögn formanns almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, um ný lög um almannavarnir nr. 82/2008.  Í bréfinu kemur fram að skipan almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps er nú þegar í samræmi við ákvæði 9. gr. í hinum nýju lögum, en á vantar, að ofangreind sveitarfélög skipi sýslumanninn á Ísafirði í nefndina.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Kristín Völundardóttir, sýslumaður á Ísafirði, verði skipuð formaður í almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.  


 


6. Bréf Sigurðar Sveinssonar, Ísafirði. ? Beiðni um afnot af húseign. 2008-10-0034.


Lagt fram bréf frá Sigurði Sveinssyni, Ísafirði, dagsett 3. október s.l., þar sem hann óskar eftir að Ísafjarðarbær láni eða leigi sér húshlutann að Kirkjubóli IV í Engidal í Skutulsfirði.  Um er að ræða húshluta er Ísafjarðarbær keypti til niðurrifs.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samning við bréfritara.



7. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. ? Ágóðahlutagreiðsla 2008. 2008-10-0014.


Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 2. október s.l., þar sem m.a. er gerð grein fyrir ágóðahlutagreiðslu til Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2008.


Lagt fram til kynningar.



8. Bréf formanns íþrótta- og tómstundanefndar. ? Styrktarsjóðurinn Framför. 2008-06-0028.


Lagt fram bréf frá Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur, formanni íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar, dagsett 2. október s.l., þar sem hún gerir grein fyrir rökstuðningi íþrótta- og tómstundanefndar fyrir því að Ísafjarðarbær gerist stofnaðili að styrktarsjóðnum Framför, sem er styrktarsjóður fyrir skíðamenn í Ísafjarðarbæ.


Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.



9.Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Efni og ályktanir 53. Fjórðungsþings.  2008-03-0060.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 3. október s.l., ásamt þinggerð 53. Fjórðungsþings Vestfirðinga með ályktunum og umfjöllunarefnum þingsins, er haldið var 5. og 6. september s.l., á Reykhólum. Einnig fylgir bréfinu skýrsla samgöngunefndar Fjórðungssambandsins ,,Stefnumótun í samgöngumálum á Vestfjörðum?, er samþykkt var á þinginu.


Lagt fram til kynningar.



10. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Fundargerð stjórnar, ársreikningur 2007 og afrit bréfa til samgöngu- og umhverfisráðherra.  2002-04-0007.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 5. október s.l., ásamt fundargerðum stjórnar Fjórðungssambandsins frá 24. júlí, 22. ágúst, 4. september og 17. september 2008.  Jafnframt fylgir bréfinu ársreikningur Fjórðungssambandsins fyrir árið 2007, sem og afrit bréfa til samgönguráðherra og umhverfisráðherra vegna ógildingar Héraðsdóms Reykjvíkur á hluta úrskurðar Umhverfisráðherra frá 5. janúar 2007 vegna vegaframkvæmda á Vestfjarðavegi 60 frá Eyri í Kollafirði að Bjarkarlundi.


Lagt fram til kynningar.



11. Samráðsfundur fulltrúa sveitarfélaga á vegum Samb. ísl. sveitarf. 2008-10-0035.


Stjórn Samb. ísl. sveitarf. boðar til samráðsfundar fulltrúa allra sveitarfélaga, til að ræða viðbrögð við þeim vanda sem nú steðjar að í efnhagsmálum og áhrif fjármálakreppunnar á sveitarfélögin.  Fundurinn verður á Grand Hótel í Reykjavík þann 17. október n.k.


Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs Svanlaug Guðnadóttir sæki fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, situr jafnframt fundinn, sem formaður Samb. ísl. sveitarf.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:50.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?