Bæjarráð - 589. fundur - 29. september 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.



Atvinnumálanefnd 17/9.  88. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Félagsmálanefnd 16/9.  318. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Fræðslunefnd 23/9.  276. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


3. liður.  Bæjarráð telur rétt að skoðuð verði í heild sinni áhrif breytinga vegna nýrra leik- og grunnskólalaga.


5. liður.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að reglum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og tómstundanefnd 17/9.  98. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 19/9.  297. fundur.


Fundargerðin er í ellefu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 24/9.  298. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 26/9.  299. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf bæjartæknifræðings. ? Svar við fyrirspurn Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, frá 588. fundi bæjarráðs.  2007-09-0079.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett þann 26. september s.l., svar við fyrirspurn Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, frá 588. fundi bæjarráðs, um tillögur að frestun framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2008.  Í bréfi sínu leggur bæjartæknifræðingur til, að samtals verði framkvæmdum frestað fyrir tæpar 88 milljónir króna.


Bæjarráð vísar bréfi bæjartæknifræðings til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2008.



3. Minnisblað bæjarritara. ? Faktorshúsið í Hæstakaupstað.  2008-07-0029.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 25. september s.l., er varðar erindi Áslaugar J. Jensdóttur og Magnúsar H. Alfreðssonar frá 10. júlí s.l., varðandi fasteignagjöld af Aðalstræti 42, Faktorshúsi á Ísafirði og hugsanlega niðurfellingu þeirra, þar sem um friðað hús er að ræða.  Landsbanki Íslands hf. er eigandi Faktorshúss í dag.


Bæjarráð telur ekki ástæðu til að breyta gildandi reglum um álagningu fasteignaskatts.



4. Afrit af bréfi til Hestamannafélagsins Hendingar. ? Skeiðvöllur á Búðartúni í Hnífsdal.  2007-07-0027.


Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til Hestamannafélagsins Hendingar, Ísafirði, dagsett 25. september s.l., er varðar skeiðvöll Hendingar á Búðartúni í Hnífsdal og verðmat þeirra eigna vegna uppkaupa.  Í bréfinu leggur Ísafjarðarbær til, að tilnefndur verði matsmaður (matsmenn), er meti viðkomandi eignir til fjár.


Lagt fram til kynningar.



5. Bréf Alsýnar ehf. ? Uppsögn samnings við Ísafjarðarbæ. 2007-09-0068.


Lagt fram bréf frá Alsýn ehf., Ísafirði, dagsett 18. september s.l., þar sem samningi félagsins við Ísafjarðarbæ frá því í nóvember á s.l. ári er sagt upp með 3ja mánaða uppsagnarfresti, með tilvísun til 2. greinar samningsins.


Bæjarráð vísar til samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á fundi sínum þann 18. september s.l., þar sem samþykkt var að segja samningnum upp af hálfu Ísafjarðarbæjar. 


 


6. Bréf frá Mörkinni lögmannastofu hf. ? Breytingar á aðalskipulagi í Hnífsdal.  2007-02-0142.


Lagt fram bréf frá Mörkinni lögmannastofu hf., Reykjavík, dagsett 14. september s.l., er varðar kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna breytinga á aðalskipulagi bæjarfélagsins 1989 ? 2009.  Um er að ræða nýtt vegstæði frá jarðgöngum undir Óshlíð í gegnum Hnífsdal.


Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarlögmanns um erindið.



7. Bréf Strætó bs. ? Nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu.  2008-09-0052.


Lagt fram bréf frá Strætó bs. dagsett 17. september s.l., er fjallar um möguleika  sveitarfélaga, er standa utan byggðarsamlagsins Strætó bs., að kaupa nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá íbúa sína, sem stunda viðurkennt nám á framhalds- eða háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu.  Kostnaður við slíkt kort sem gildir til 1. júní 2009 hefur verið ákveðinn kr. 31.000.-.


Bæjarráð hafnar erindi Strætó bs. og lýsir yfir furðu sinni á útreikningum í bréfinu, þar sem staðreyndum er snúið á hvolf og í raun verið að fara fram á, að sveitarfélög á landsbyggðinni niðurgreiði almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.   



8. Bréf starfshóps um stofnun starfsendurhæfingar. ? Stofnfundarboð. 2008-07-0038.


Lagt fram bréf frá starfshópi um stofnun starfsendurhæfingar, dagsett  15. september s.l. og varðar boðun stofnfundar Starfsendurhæfingar á Vestfjörðum þann 25. september s.l.  Fundurinn var boðaður með dagskrá og var á Hótel Ísafirði.  Bréfinu fylgir skipulagsskrá (stofnskrá) Starfsendurhæfingar á Vestfjörðum, sem lögð var fram á fundinum til umræðu og samþykktar.


Lagt fram til kynningar.  



9. Samningur Ferðamálastofu og Ísafjarðarbæjar, um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði.  2008-09-0060.


Lagður fram til kynningar samningur Ferðamálastofu og Ísafjarðarbæjar, um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði.  Samningurinn gildir eitt ár í senn, en endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári sé honum ekki sagt upp.


Bæjarráð vísar samningnum til atvinnumálanefndar til kynningar.  Bæjarráð telur framlag Ferðamálastofu kr. 2.500.000.- til rekstrar Upplýsingamiðstöðvarinnar of lágt miðað við umfang.



10. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. ? Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2008-02-0082.


Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 22. september s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 19. september s.l.  Fundargerðinni fylgja drög að gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit Vestfjarðasvæðis og er óskað eftir að sveitarfélögin ljúki umfjöllun um gjaldskrána fyrir 15. október n.k.


Bæjarráð vísar drögum að gjaldskrá til fjármálastjóra til skoðunar og umsagnar. 



11. Bréf dóms- og kirkjumálaráðherra. ? Ný lög um almannavarnir. 2007-11-0062.


Lagt fram bréf frá dóms- og kirkjumálaráðherra dagsett 9. september s.l., þar sem fram kemur að þann 20. júní s.l., gengu í gildi ný lög um almannavarnir nr. 82/2008.  Við gildistöku laganna falla úr gildi lög nr. 94/1962 um almannavarnir sbr. 35. gr. hinna nýju laga.  Megin efni bréfsins er um skipan almannavarnanefnda í hverju sveitarfélagi og heimild sveitarfélaga, í hinum nýju lögum, til að koma á stofn sameiginlegri almannavarnanefnd.


Bæjarráð óskar umsagnar formanns almannavarnanefndar sveitarfélagsins. 



12. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Vefaðgangur að fundargerðum stjórnar. 2008-09-0049.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 12. september s.l., er varðar vefaðgang sveitarfélaga að fundargerðum stjórnar sambandsins og gögnum, sem lögð eru fram á fundum hennar.


Lagt fram til kynningar.



13. Bréf samgönguráðuneytis. ? Boðun ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2008.  2008-09-0081.


Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 22. september s.l., þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2008.  Fundurinn verður föstudaginn 17. október n.k. á Grand Hótel í Reykjavík.    Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.



14. Minnisblað bæjartæknifræðings. ? Gæsluvallarhús við Túngötu á Ísafirði. 2006-05-0022.


Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett þann 26. september s.l., er varðar hugsanlega færslu gæsluvallarhúss við Túngötu á Ísafirði upp á skíðasvæði í Tungudal og endurbætur á húsinu.  Heildarkostnaður getur verið á bilinu 3,5 ? 4 milljónir króna, en hluti þess kostnaðar er vinna starfsmanna Ísafjarðarbæjar við flutning, rif og endurbætur.  Bæjartæknifræðingur leggur til, að Eignasjóði Ísafjarðarbæjar verði falið að flytja húsið á skíðasvæðið og sjá um endurbætur.


Bæjarráð óskar umsagnar stjórnar Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:20.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?