Bæjarráð - 587. fundur - 8. september 2008
Þetta var gert:
1. Yfirlit fjármálastjóra um rekstur janúar ? júní 2008. 2008-09-0034
Lagt fram yfirlit frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, um rekstur fyrir tímabilið janúar?júní 2008. Jón er mættur á fund bæjarráðs til að veita frekari upplýsingar um stöðu fjármála hjá Ísafjarðarbæ nú í dag.
2. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 3/9. 317. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 2/9. 275. fundur.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Landbúnaðarnefnd 3/9. 86. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
2. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
3. Bréf menntamálaráðuneytis. ? Úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla. 2008-09-0017.
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 1. september s.l., þar sem tilkynnt er um úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla með tilvísun til 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, en menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að fram fari þessi úttekt í 39 grunnskólum á haustmisseri. Grunnskólinn á Ísafirði er meðal þeirra grunnskóla sem teknir verða út nú í haust.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
4. Bréf Tónlistarfélags Ísafjarðar. ? Beiðni um styrk á afmælisári. 2007-11-0081
Lagt fram bréf frá Tónlistarfélagi Ísafjarðar ódagsett, þar sem gerð er grein fyrir að haldið verði upp á 60 ára afmæli félagsins með ,,Tónlistardegi? þann 20. september n.k. með fjölbreyttri dagskrá. Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 1.000.000.- vegna þessa viðburðar.
Bæjarráð vísar erindi Tónlistarskólans til umfjöllunar í menningarmálanefnd.
5. Bréf Guðna G. Borgarssonar. ? Kauptilboð í gæsluvallarhús við Túngötu á Ísafirði. 2006-05-0022.
Lagt fram bréf frá Guðna G. Borgarssyni, Eyrargötu 8, Ísafirði, þar sem hann óskar eftir að fá keypt svokallað gæsluvallarhús við Túngötu á Ísafirði. Kaupverð verði kr. 1.000.- og skuldbindur hann sig til að fjarlægja húsið fyrir 1. desember n.k.
Bæjarráð frestar erindinu þar til borist hafa upplýsingar frá forstöðumanni Skíðasvæðis, um hugsanlega nýtingu hússins.
6. Bréf Sundfélagsins Vestra. ? Húsnæðismál félagsins. 2008-09-0022.
Lagt fram bréf frá Margréti Högnadóttur f.h. Sundfélagsins Vestra á Ísafirði, móttekið þann 4. september s.l. Í bréfinu er greint frá vandræðum félagsins vegna húsnæðisleysis til starfsemi sinnar og leitað er aðstoðar Ísafjarðarbæjar til að bæta úr þeim vanda.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa og íþrótta- og tómstundanefndar til skoðunar.
7. Bréf bæjartæknifræðings. ? Nýbygging grunnskólans á Ísafirði. 2005-06-0019.
Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 29. ágúst s.l., er varðar nýbyggingu við Grunnskólann á Ísafirði og að kostnaður við framkvæmdir verður mun meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2008. Ástæðan er hækkun vísitölu er veldur hærri verðbótum en reiknað var með og breytingar á krónunni gagnvart öðrum gjaldmiðlum, er veldur hækkun á innkaupum búnaðar, einkum húsgagnakaupa. Í fjárhagsáætlun er reiknað með kostnaði upp á kr. 273 milljónir, en reiknað er með að kostnaður verði um kr. 316 milljónir eða 15% hærri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Jóhann mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar beiðni um kr. 43 milljóna aukafjárveitingu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og verði þar mætt með frestun og eða niðurskurði annara framkvæmda.
8. Bréf mannauðsstjóra. ? Skipan jafnréttisnefndar fyrir Ísafjarðarbæ. 2008-09-0027.
Lagt fram bréf Gerðar Eðvarsdóttur, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 5. september s.l., er varðar skipan í jafnréttisnefnd fyrir Ísafjarðarbæ. Þar sem Ísafjarðarbær hefur ekki skipað jafnréttisnefnd og til að stuðla að því að þessum málaflokki sé vel sinnt í sveitarfélaginu, lögum framfylgt og uppfyllt séu ákvæði í starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar, um jafnan rétt kvenna og karla, er lagt til að skipað verði í jafnréttisnefnd hjá Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð vísar bréfi mannauðsstjóra til umsagnar félagsmálanefndar.
9. Bréf Lögsýnar ehf. ? Samkomulag við eigendur Silfurgötu 1, Ísafirði. 2005-06-0019.
Lagt fram bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði, dagsett 2. september s.l., er varðar samkomulag Ísafjarðarbæjar við eigendur húseignarinnar Silfurgötu 1, Ísafirði og snertir nálægð nýbyggingar Grunnskólans á Ísafirði við húseign þeirra. Í bréfi Lögsýnar ehf., kemur fram að eigendur Silfurgötu 1, Ísafirði, telji að Ísafjarðarbær hafi ekki staðið við áðurgreint samkomulag að fullu.
Jafnframt er lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 5. september s.l., þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum tæknideildar og því er gert hefur verið í viðkomandi málum. Jóhann sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Björn Jóhannesson hrl., hjá Lögsýn ehf.
10. Bréf Styrktarfélags flogaveikra. ? Styrkbeiðni. 2008-08-0044.
Lagt fram bréf frá Styrktarfélagi flogaveikra dagsett 21. ágúst s.l., þar sem félagið óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 50.000.- í verkefnið ,,Við viljum sjást?, er miðar að því að auka öryggi flogaveikra í sundi.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
11. Bréf fjárlaganefndar Alþingis. ? Fundir nefndarinnar með sveitarstjórnum. 2008-09-0033
Lagt fram bréf fjárlaganefndar Alþingis dagsett 28. ágúst s.l., þar sem gerð er grein fyrir skipulagi á fundum sveitarfélaga með nefndinni nú í september. Þær sveitar- stjórnir er hug hafa á fundum með nefndinni óski eftir því fyrir 9. september n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að mæta á fund fjárlaganefndar og minnir sérstaklega á samþykktar tillögur Vestfjarðanefndar.
12. Bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum. ? Lögreglusamþykktir á Vestfjörðum. 2007-04-0048.
Lagt fram bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum, Kristínar Völundardóttur, dagsett þann 20. ágúst s.l. Bréfið er sent öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum og fjallar um lögreglusamþykktir á Vestfjörðum og endurskoðun þeirra sem til eru með tilvísun til reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir. Bréfinu fylgja þrjú fylgiskjöl.
1. Spurningar og svör. 2. Samanburður á drögum Ísafjarðarbæjar og reglugerðar 1127/2007. 3. Drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vestfirði.
Bæjarráð vísar erindi lögreglustjóra til næsta fundar bæjarráðs til afgreiðslu.
13. Bréf Þórðar Skúlasonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Samb. ísl. sveitarf. 2008-09-0023.
Lagt fram bréf Þórðar Skúlasonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Samb. ísl. sveitarf. dagsett 1. september s.l., til allara sveitarfélaga og starfsmanna þeirra. Í bréfinu þakkar Þórður fyrir gott samstarf við sveitarstjórnarmenn, stjórnendur sveitarfélaga og starfsfólk þau 18 ár er hann hefur gengt starfi framkvæmdastjóra.
Lagt fram til kynningar.
14. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Tillögur að stefnumótun í málefnum innflytjenda. 2008-02-0037.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 28. ágúst s.l., er fjallar um tillögur að stefnumótun Samb. ísl. sveitarf. í málefnum innflytjenda. Bréfinu fylgja tillögur að stefnumótun, stöðulýsing og umræðuskjal. Bæjarráð vísar tillögum að stefnumótun til skoðunar í félagsmálanefnd.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:40.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.
Albertína Elíasdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.