Bæjarráð - 586. fundur - 1. september 2008
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Íþrótta- og tómstundanefnd 27/8. 97. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 27/8. 296. fundur.
Fundargerðin er í nítján liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2009. ? Tillaga bæjarstjóra og fjármálastjóra. 2008-09-0008
Lögð fram tillaga bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2009. Upphaf vinnu með bæjarráði verður um miðjan september n.k. og gert er ráð fyrir að síðari umræða um fjárhagsáætlun ársins 2009 verði þann 11. desember n.k.
Bæjarráð samþykkir framlagða vinnutilhögun við gerð fjárhagsáætlunar 2009 með þeirri breytingu að 3ja ára áætlun verði unnin samhliða.
3. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Yfirlýsing og bókun stjórnar sambandsins frá 22. ágúst 2008. 2008-09-0009
Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 27. ágúst s.l., ásamt yfirlýsingu og bókun stjórnar sambandsins frá 22. ágúst s.l., vegna fjármálalegra samskipta ríkis og sveitarfélaga.
Bæjarráð lýsir yfir fyllsta stuðningi við framkomna yfirlýsingu og bókun stjórnar Samb. ísl. sveitarf.
4. Bréf Friðfinns Sigurðssonar, Þingeyri. ? Afturköllun tilboðs í gæsluvallarhús við Túngötu á Ísafirði. 2006-05-0022
Lagt fram bréf frá Friðfinni Sigurðssyni, Þingeyri, dagsett 29. ágúst s.l., þar sem hann fellur frá kauptilboði sínu í svonefnt gæsluvallarhús við Túngötu á Ísafirði. Ástæðan er sú að flutningur hússins er mjög erfiður vegna frágangs á gólfi þess.
Bæjarráð vísar bréfi Friðfinns Sigurðssonar til tæknideildar.
5. Bréf Háskólaseturs Vestfjarða. ? Boð á setningu meistaranáms. 2008-08-0045.
Lagt fram bréf frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði dagsett 21. ágúst s.l., þar sem fram kemur að setning meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða verði sunnudaginn 31. ágúst 2008 og hefst kl. 16:00. Setningin fór fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann dag og var opin öllum.
Bæjarráð fagnar þeim tímamótum, að með tilkomu meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun á Ísafirði, er nú í fyrsta sinn boðið upp á staðbundið nám á háskólastigi á Vestfjörðum. Bæjarráð bindur miklar vonir við tillögur nefndar á vegum menntamálaráðherra, um frekari uppbyggingu háskólanáms á Vestfjörðum og treystir því að tillögurnar líti dagsins ljós hið fyrsta.
6. Bréf grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar. ? Tillaga að verðskrá og niðurgreiðslu í mötuneytum grunnskóla Ísafjarðarbæjar. 2008-08-0047.
Lagt fram bréf frá Kristínu Ósk Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 28. ágúst s.l., þar sem gerð er grein fyrir verðskrá í mötuneytum grunnskóla Ísafjarðarbæjar skólaárið 2008-2009, ásamt tillögu að niðurgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir tillögu grunnskólafulltrúa um niðurgreiðslu á fæðiskostnaði nemenda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
7. Bréf Sólstafa Vestfjarða. ? Ítrekun vegna erindis um samstarfsverkefni. 2008-03-0065
Lagt fram bréf frá Hörpu Oddbjörnsdóttur f.h. Sólstafa Vestfjarða dagsett 29. ágúst s.l., þar sem ítrekað er erindi Sólstafa frá 31. mars s.l., er varðar ósk um samstarf við Ísafjarðarbæ um námskeiðahald, sem ætlað er til þess að kenna hinum fullorðnu að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi.
Bæjarráð vísar erindi Sólstafa til stjórnar Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar til úrvinnslu.
8. Bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum. ? Kynning á nýjum lögum um almannavarnir og stöðu mála á Vestfjörðum. 2007-11-0062.
Lagt fram bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum dagsett 29. ágúst s.l., er varðar ný lög um almannavarnir nr. 82/2008 og stöðu mála hér á Vestfjörðum. Í bréfi sínu gerir lögreglustjóri grein fyrir lögunum og helstu nýmælum. Bréfinu fylgja ný lög um almannavarnir.
Lagt fram til kynningar.
9. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 756. fundar stjórnar sambandsins.
Lögð fram 756. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 22. ágúst s.l., að Borgartúni 30 í Reykjavík.
Bæjarráð færir Þórði Skúlasyni, framkvæmdatjóra Samb. ísl. sveitarf. til 18 ára, bestu þakkir fyrir farsælt samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vetvangi.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10. Tillaga bæjarstjóra að erindisbréfi fyrir starfshóp um endurskoðun sorpmála hjá Ísafjarðarbæ. 2008-06-0054
Lögð fram drög Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, að erindisbréfi fyrir starfshóp um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að drög að erindisbréfi verði samþykkt.
11. Bréf bæjarstjóra. ? Samkeppni um nýtt byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ. 2007-03-0045
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 29. ágúst s.l., þar sem hann gerir grein fyrir samkeppni s.l. vetur um nýtt byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ.
Í bréfinu leggur bæjarstjóri til, að farið verði í samkeppni í samræmi við reglur um samkeppni um merki, en slíkar reglur hefur Félag íslenskra teiknara FÍT sett.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og kynna að nýju fyrir bæjarráði.
12. Drög að bókun vegna samgöngumiðstöðvar í Reykjavík. 2008-09-0010
Lögð fram til umræðu tillaga frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa, er varðar byggingu samgöngumiðstöðvar í Reykjavík og hugsanlegan flutning Reykjavíkur-flugvallar úr Vatnsmýrinni.
Bæjarráð vísar málinu til frekari umræðu og ályktunar á næsta fundi bæjarstjórnar.
13. Fjórðungsþing Vestfirðinga 5. ? 6. september 2008. 2008-03-0060
Umræður í bæjarráði um málefni á Fjórðungsþingi og áherslur Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:50.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.