Bæjarráð - 581. fundur - 14. júlí 2008
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Umhverfisnefnd 9/7. 294. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Bæjarráð staðfestir fundargerðina í heild sinni.
2. Tillaga Sigurðar Péturssonar til bæjarráðs. ? Svæðisútvarp Vestfjarða. 2008-07-0030.
Lögð fram svohljóðandi tillaga Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, að bókun vegna breytinga á starfsmannafjölda við Svæðisútvarp Vestfjarða.
,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir mótmæli stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga vegna uppsagnar annars af tveimur starfsmönnum Ríkisútvarpsins á Ísafirði og fyrirsjáanlegum samdrætti í starfsemi Svæðisútvarps Vestfjarða, sem af því mun hljótast. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur útvarpsstjóra, til að endurskoða þessa ákvörðun þegar í stað og beinir því ennfremur til menntamálaráðherra, sem fulltrúa eigenda Ríkisútvarpsins ohf., að sjá til þess að þessari vanhugsuðu ráðstöfun verði hnekkt.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur starfsemi svæðisútvarps á Vestfjörðum mikilvæga bæði fyrir upplýsingastreymi innan fjórðungsins og ekki síður sem endurvarpi skoðana og viðhorfa Vestfirðinga til annarra landsmanna. Uppsagnir starfsmanna Ríkisútvarpsins ohf. út um landið sýna einstefnuhugsun stjórnenda þess, grafa undan hlutverki þess sem menningar- og fréttamiðils á landsvísu og rýra það traust, sem það hefur áunnið sér í hugum landsmanna um áratuga skeið.?
Bæjarráð samþykkir ofangreinda tillögu að bókun og felur bæjarritara, að koma henni á framfæri við þá aðila er málið varðar.
3. Minnisblað bæjarritara. ? Önnur umræða um gjaldskrá fyrir framkvæmda- og stöðuleyfi. 2008-06-0048.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 10. júlí s.l., er varðar vísan bæjarráðs á tillögu umhverfisnefndar um gjaldskrá fyrir framkvæmda- og stöðuleyfi, til síðari umræðu á þessum 581. fundi bæjarráðs. Minnisblaðinu fylgir bréf bæjartæknifræðings til umhverfisnefndar dagsett 19. júní s.l., þar sem gerð er grein fyrir gjaldskrártillögunni.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar um gjaldskrá fyrir framkvæmda- og stöðuleyfi í Ísafjarðarbæ.
4. Bréf menntamálaráðuneytis. ? Byggðasafn Vestfjarða. 2007-05-0041.
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 8. júlí s.l., er varðar nýbyggingu Byggðasafns Vestfjarða á Ísafirði og fjárframlög ríkisins til uppbyggingar Byggðasafnsins s.l. ár.
Lagt fram til kynningar.
Undir þessum lið dagskrár vill bæjarráð óska stjórn og starfsfólki Byggðasafns Vestfjarða til hamingju með að hafa hlotið Íslensku safnaverðlaunin fyrir árið 2008 fyrir metnaðarfullt starf að safnamálum.
5. Bréf Eriks Newmans vegna Kaffi Edinborgar. ? Styrkbeiðni vegna fjölskylduskemmtunar. 2008-07-0025.
Lagt fram bréf frá Erik Newman vegna Kaffi Edinborgar dagsett 10. júlí s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna fjölskylduskemmtunar, sem haldin verður í Edinborgarhúsinu þann 19. júlí n.k.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000.- vegna fjölskylduskemmtunar í Edinborgarhúsi þann 19. júlí n.k.
6. Bréf Runavík í Færeyjum, vinabæjar Ísafjarðarbæjar. 2008-02-0008.
Lagt fram bréf frá Runavík í Færeyjum, vinabæjar Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 10. júlí s.l., er varðar ,,Kulturugen i Runavík? og Faroexpo 2008. Í bréfinu er lýst ánægju með heimsókn frá Ísafjarðarbæ á s.l. ári og spurst fyrir um hvort ekki komi fulltrúi frá Ísafjarðarbæ á listavikuna í október n.k. Jafnframt er spurst fyrir um fyrirtæki í Ísafjarðarbæ er e.t.v. hefðu áhuga á að taka þátt í Faroexpo 2008.
Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar og atvinnumálanefndar til umfjöllunar.
7. Bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands. ? Þjóðlendumál. 2007-10-0068.
Lagt fram bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands dagsett 30. júní s.l., til sveitarfélaga, sem eru þátttakendur í samstarfsverkefni um þjóðlendumál. Í bréfinu kemur fram yfirlit yfir stöðu mála í samstarfsverkefninu.
Lagt fram til kynningar.
8. Drög að verkefnasamningi við Héraðssamband Vestfirðinga. 2008-06-0027.
Lögð fram drög að verkefnasamningi milli Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar, ásamt skilgreiningu verkefna í verkefnasamningnum. Fyrri drögum er lögð voru fyrir 246. fund bæjarstjórnar þann 19. júní s.l., var vísað til frekari vinnslu hjá bæjarstjóra og óskað eftir betri skilgreiningu verkefna HSV er falla undir væntanlegan samning.
Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar frá HSV mæti á næsta fund bæjarráðs, til viðræðna um ofangreind drög að verkefnasamningi.
9. Byggðakvóti 2007/2008. ? Sérreglur vegna Ísafjarðarbæjar. 2008-04-0081.
Rætt um sérreglur Ísafjarðarbæjar vegna úthlutunar byggðakvóta ársins 2007/2008. Tekin fyrir og samþykkt tillaga að skiptingu þess kvóta er kom í hlut Ísafjarðarbæjar 129 þorskígildistonnum. Þeim verði skipt í hlutföllum við úthlutaðan byggðakvóta á hvert byggðarlag.
Bæjarritara falið að tilkynna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um samþykkt bæjarráðs.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:05.
Þorleifur Pálsson.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.