Bæjarráð - 579. fundur - 30. júní 2008


Þetta var gert:


1. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs. 2008-04-0014


Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 19. júní s.l., voru neðangreindir bæjar- fulltrúar kjörnir í bæjarráð samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.






























 Aðalmenn: Svanlaug Guðnadóttir B-lista 
  Gísli H. Halldórsson, D-lista.
  Sigurður Pétursson, Í-lista.
 Varamenn: Albertína Elíasdóttir, B-lista.
  Birna Lárusdóttir, D-lista.
  Magnús Reynir Guðmundsson, Í-lista.
Tillaga kom fram um Svanlaugu Guðnadóttur, sem formann bæjarráðs og Gísla H. Halldórsson, sem varaformann bæjarráðs.  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.


 


2. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 19/6.  100. fundur. 


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Fræðslunefnd 18/6.  274. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


4. liður.  Tillaga fræðslunefndar samþykkt í bæjarráði.


5. liður.  Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá grunnskólafulltrúa.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



Fundargerð tekin inn með afbrigðum.


Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 27/6.  25. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


1. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögu byggingarnefndar, um sparkvöll við Grunnskólann á Ísafirði.


Bæjarráð þakkar stjórn Púkamótsins fyrir rausnarlegt framlag til sparkvallar við Grunnskólann á Ísafirði.


Fram hefur komið að KSÍ hyggst leggja fram gerfigras og umgjörð vegna sparkvallar við GÍ, með svipuðum hætti og annarsstaðar í sveitarfélaginu.  Bæjarráð felur Eignasjóði Ísafjarðarbæjar að fylgja því eftir.


3. liður.  Bæjarráð samþykkir að kostnaður við endurnýjun á gólfefni í þremur skólastofum í gamla Gagnfræðaskólahúsinu færist á framkvæmdalið vegna nýbyggingar GÍ í fjárhagsáætlun 2008. 


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



3. Minnisblað bæjarritara. ? Endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ. ? Tilvísun frá bæjarstjórn 19. júní s.l.  2008-06-0054.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 23. júní s.l., þar sem fram kemur að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 19. júní s.l., svohljóðandi tillögu og fól bæjarráði framkvæmd hennar. 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, í samræmi við stefnuræðu með fjárhagsáætlun 2008 og bókun í umhverfisnefnd, að skipa starfshóp til að marka nýja stefnu Ísafjarðarbæjar í sorpmálum. Skal starfshópurinn horfa 10-15 ár fram í tímann í sinni stefnumótun og taka tillit til nýrra aðferða við sorphirðu og sorpförgun, þar sem sjálfbær þróun og hagkvæmni er höfð að leiðarljósi. Í starfshópnum eigi sæti bæjarfulltrúi, sem jafnframt er formaður, fulltrúi úr umhverfisnefnd og fulltrúi úr staðardagskrárnefnd. Forstöðumaður Funa og umhverfisfulltrúi skulu vinna með starfshópnum.


Bæjarráði er falið að setja starfshópnum erindisbréf og skipa fulltrúa í hópinn. Skal starfshópurinn skila niðurstöðu eigi síðar en 1. desember 2008.?


Bæjarráð samþykkir að fresta tilnefningu til næsta fundar bæjarráðs.



4. Minnisblað bæjarritara. ? Reglur um stuðning Ísafjarðarbæjar við stjórnmálastarfsemi. ? Tilvísun frá bæjarstjórn 19. júní s.l.  2008-06-0025.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett þann 20. júní s.l., þar sem fram kemur, að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti svohljóðandi tillögu á fundi sínum þann 19. júní s.l. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur bæjarráði, að vinna reglur um stuðning Ísafjarðarbæjar við stjórnmálastarfsemi í samræmi við lög nr. 162/2006. Til hliðsjónar skal hafa bréf bæjarstjóra dags. 6. júní sl.?  Bréf bæjarstjóra ásamt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra fylgja þessu minnisblaði.


Bæjarráð vísar tillögu bæjarstjórnar til vinnslu við næstu fjárhagsáætlunargerð í haust.



5. Greinargerð bæjarstjóra. ? Ísafjarðarbær og Grænland. 2008-07-0001


Lögð fram greinargerð Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, frá ferð hans til Grænlands dagana 20. og 21. júní s.l.  Bæjarstjóri var í boði utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í þessari ferð, en tilefni ferðarinnar var fundur utanríkisráðherra með Alequ Hammond, sem fer með utanríkismál í Landsstjórn Grænlands og einnig fer hún með fjármál í Landsstjórninni.


Bæjarráð þakkar greinargerð bæjarstjóra.  Greinargerðinni er vísað til atvinnu- málanefndar Ísafjarðarbæjar.


   


6. Bréf grunnskólafulltrúa. ? Stöðugildi almennra starfsmanna við Grunnskólann á Ísafirði.  2008-06-0066.


Lagt fram bréf Kristínar Ó. Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 26. júní s.l., er fjallar um beiðni/leiðréttingu á hluta af stöðugildum almennra starfsmanna við Grunnskólann á Ísafirði.  Umbeðin leiðrétting er upp á 0.73 stöðugildi.


Bæjarráð samþykkir að almenn stöðugildi við Grunnskólann á Ísafirði verði 18,56.



7. Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. ? Styrkbeiðni. 2008-06-0059.


Lagt fram bréf frá Vitanum-verkefnastofu, ódagsett, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélaga við verkefnið ,,Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda?.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.



8. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. ? Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.  2008-02-0082.


Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 20. júní s.l., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 20. júní s.l.  Í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins koma m.a. fram upplýsingar um breytingar á mannahaldi.


Bæjarráð leggur áherslu á sjálfstæði Heilbrigðiseftirlitsins og að verkefnastaða þess sé frekar elfd, en að dregið sé úr verkefnum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



9. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Fundargerð stjórnar. 2002-04-0007.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 23. júní s.l., ásamt fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá fundi er haldinn var þann 16. júní s.l. í Þróunarsetrinu á Hólmavík.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



10. Bréf forsætisráðuneytis. - ,,Netríkið Ísland?.  2008-06-0056.


Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu dagsett 16. júní s.l., er varðar nýja stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið.  Stefnan ber yfirskriftina ,,Netríkið Ísland?.  Stefnan er vegvísir að þróun rafrænnar stjórnsýslu og nýtingu upplýsingatækni á árunum 2008-2012.  Bréfinu fylgir frekara kynningarefni.


Lagt fram til kynningar. 



11. Ársreikningur Hvetjanda hf. eignarhaldsfélags, fyrir árið 2007. 2008-05-0078.


Lagður fram ársreikningur Hvetjanda hf. eignarhaldsfélags, fyrir starfsárið 2007.  Reikningurinn er unninn af endurskoðunarskrifstofunni Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum ehf., Guðmundi E. Kjartanssyni, endurskoðanda.


Lagt fram til kynningar.



12. Tvö bréf Hestamannafélagsins Hendingar. ? Skeiðvöllur félagsins í Hnífsdal.  2007-07-0027.


1.
  Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Hendingar, Ísafirði, dagsett 25. júní s.l., þar sem rætt er um tilboð Ísafjarðarbæjar vegna bóta fyrir skeiðvöll félagsins á Búðartúni í Hnífsdal og niðurstöðu almenns félagsfundar í Hendingu þann 8. júní s.l., þar sem tilboðunum var hafnað með öllum greiddum atkvæðum.  Jafnframt harmar formaður Hendingar niðurstöðu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í afstöðu til gagntilboðs félagsins.


Bæjarráð harmar að ekki hafi náðst samkomulag á þeim forsendum er felast í tilboðum Ísafjarðarbæjar.  Bæjarstjóra falið að ræða við bæjarlögmann um framhaldið.


2. Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Hendingar, Ísafirði, dagsett 25. júní s.l., er varðar beiðni um upplýsingar um bætur og uppkaup vegna eigna á Búðartúni í Hnífsdal, upplýsingar um samskipti Vegagerðarinnar og Ísafjarðarbæjar, er varðar eignir Hendingar á Búðartúni og upplýsingar um forsendur fyrir veitingu Ísafjarðarbæjar á framkvæmdaleyfi á Búðartúni og hvort tekið sé tillit til þess í því, að Vegagerðin greiði bætur fyrir það svæði sem hún tekur við á framkvæmdatímanum.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu. Afrit bréfsins verði lagt fram í bæjarráði.



13. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. ? Byggðakvóti 2007/2008. 2008-04-0081.


Lagt fram bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dagsett 27. júní s.l., þar sem tilkynnt er úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2007/2008.


Lagt fram til kynningar á þessum fundi bæjarráðs, verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.    


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:05.


Þorleifur Pálsson.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Ingi Þór Ágústsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?