Bæjarráð - 574. fundur - 19. maí 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 15/5.  99. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Félagsmálanefnd 14/5.  312. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og tómstundanefnd 14/5.  93. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


1. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögur íþrótta- og tómsutndanefndar,


kostnaður færist á lið 21-81-995-1..


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 14/5.  288. fundur.


Fundargerðin er í sextán liðum.


8. liður.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera í sambandi við


Veraldarvini vegna hugsanlegra verkefna í Ísafjarðarbæ.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 15/5.  289. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


2. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. ? Beiðni um umsögn vegna skráningar lögbýlis. 2006-04-0054.


Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsett 13. maí s.l., þar sem ráðuneytið óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Sólbergs Jónssonar, Bolungarvík, á stofnun tveggja lögbýla á jörðunum Leiru og Kjós í Jökulfjörðum.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að umsögn Ísafjarðarbæjar. 



3. Bréf Háskólaseturs Vestfjarða. ? Aðalfundarboð.  2008-05-0032.


Lagt fram bréf frá Háskólasetri Vestfjarða dagsett 7. maí s.l., þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs þann 23. maí n.k.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á fulltrúum Ísafjarðarbæjar í fulltrúaráði Háskólaseturs Vestfjarða.  Í stað Guðna G. Jóhannessonar, aðalmanns, kemur Svanlaug Guðnadóttir og í stað Lárusar G. Valdimarssonar, varamanns, kemur Jóna Símonía Bjarnadóttir.



4. Fjórðungssamband Vestfirðinga. ? Fundargerðir stjórnar.


Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá fundum þann 1. febrúar, 19. febrúar, 1. apríl og 6. maí 2008.


Lagt fram til kynningar.



5. Vaxtarsamningur Vestfjarða. ? Ársrit 2007. 2008-05-0007


Lagt fram ársrit Vaxtarsamnings Vestfjarða vegna ársins 2007.  Ársfundur Vaxtarsamnings Vestfjarða var haldinn þann 13. maí s.l.


Lagt fram til kynningar.   


  


6. Málefni hjúkrunarheimilis á Ísafirði.


Lögð fram greinargerð frá Margréti Geirsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Sædísi Maríu Jónatansdóttur, fulltrúa á Skóla- og fjölskylduskrifstofu, um mat á þörf fyrir hjúkrunarheimili í Ísafjarðarbæ.  Greinargerðin er frá 16. maí s.l.


Jafnframt er lagt fram í bæjarráði minnisblað vegna hjúkrunarheimilis í Ísafjarðarbæ, sem unnið er af Svanlaugu Guðnadóttur og Sigurði Pétussyni, bæjarfulltrúum.


Bæjarráð þakkar fyrir greinagerðirnar og vísar þeim til umræðu og tillögugerðar í bæjarstjórn.



7. Minnisblað bæjartæknifræðings. ? Skeiðvöllur í Hnífsdal.  2007-07-0027.


Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 16. maí s.l., varðandi uppkaup á skeiðvelli Hestamannafélagsins Hendingar í Hnífsdal.  Í bréfinu óskar bæjartæknifræðingur heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við Hestamannafélagið Hendingu, út frá þeim kostnaðartölum er fram koma í minnisblaðinu.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að heimilað verði að ganga til samninga við Hestamannafélagið Hendingu um uppkaup á skeiðvelli félagsins í Hnífsdal, á grundvelli þeirra upplýsinga er fram koma í ofangreindu minnisblaði bæjartæknifræðings.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með stjórnarmönnum Hendingar. 



8. Bréf bæjartæknifræðings. ? Gatnagerð á Flateyri.  2008-05-0045.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 16. maí s.l., er varðar gatnagerð á Flateyri.  Í bréfinu kemur fram, að verktaki hefur boðist til að ljúka verkinu nú, en kostnaður, sem áætlaður er kr. 6,5 milljónir, verði greiddur í febrúar 2009. Óskað er álits bæjarráðs á þessari fyrirspurn.


Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn, að heimilað verði að semja um þessar framkvæmdir með þessum hætti.


Sigurður Pétursson, bæjarráðsmaður, lét bóka að hann telur réttast að þetta verk færi í útboð nú þegar.



9. Bréf bæjartæknifræðings. ? Grunnskólinn á Ísafirði, lóðafrágangur. 2005-06-0019.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 16. maí s.l., þar sem hann gerir grein fyrir opnun tilboða í 1. áfanga af þremur í lóðafrágang við Grunnskólann á Ísafirði.  Eitt tilboð varst í verkið frá Ásel ehf., Ísafirði, að upphæð kr. 19.697.792.-.  Heildar kostnaðaráætlun var kr. 28.951.305.-.  Bæjartæknifræðingur leggur til að gengið verði til samninga við Ásel ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga bæjartæknifræðings, um að gengið verði til samninga við Ásel ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins, verði samþykkt.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:27.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?