Bæjarráð - 568. fundur - 7. apríl 2008

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


 Barnaverndarnefnd 3/4.  96. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Barnaverndarnefnd 3/4.  97. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Félagsmálanefnd  26/3.  285. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Náttúrustofa Vestfjarða. 2006-06-0001.


 Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 1. apríl s.l., er varðar umfjöllun bæjarstjórnar Bolungarvíkur, um drög að samningi um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.  Á síðasta ári hófu Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur þátttöku í rekstri Náttúrustofu og nú stendur til að Strandabyggð, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur taki þátt í rekstrinum.  Sérstök bókun var samþykkt í bæjarstjórn Bolungarvíkur og var bæjarstjóra falið að kynna bókunina fyrir núverandi og tilvonandi rekstraraðilum.  Bókunin kemur fram í ofangreindu bréfi.


 Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar Bolungarvíkur, um viðmiðun vegna launa forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða.


 


3. Bréf Jóhanns B. Gunnarssonar, verkefnastjóra. - Styrkveitingar frá Húsafriðunarnefnd.  2008-03-0045.


 Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Gunnarssyni, verkefnastjóra á tæknideild, dagsett 1. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir staðfestum styrkveitingum frá Húsafriðunarnefnd ríkisins vegna verkefna við neðangreindar eignir, sem taldar eru upp með styrkfjárhæðum.


  Tjöruhús Neðstakaupstað, Ísafirði,  kr. 1.000.000.-.


  Krambúðin Neðstakaupstað, Ísafirði,  kr. 1.000.000.-.


  Salthúsið á Þingeyri,    kr. 6.000.000.-.


  Faktorshús Neðstakaupstað, Ísafirði,  kr. 1.000.000.-.


  Turnhús Neðstakaupstað, Ísafirði,  kr. 1.000.000.-.


  Bæjar- og húsakönnun á Flateyri,  kr.    550.000.-.


  Bæjar- og húsakönnun á Ísafirði,  kr.    550.000.-.


  Svarta pakkhúsið á Flateyri,   kr. 2.000.000.-.


  Silfurgata 5, Ísafirði,    kr. 4.000.000.-.


 Bæjarráð óskar eftir upplýsingum, um hvert er heildarframlag frá Húsafriðunar-nefnd og fjárlaganefnd.


 


4. Bréf Jóhönnu Gunnarsdóttur vegna Koltru á Þingeyri. - Rekstur  upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri.  2008-03-0062.


 Lagt fram bréf frá Jóhönnu Gunnarsdóttur f.h. Handverkshópsins Koltru á Þingeyri dagsett 25. mars s.l., þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi við Ísafjarðarbæ, um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri.  Fyrri samningur aðila rann út á síðasta ári.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forstöðumann Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða, um samningagerð og fjármögnun.   


 


5.  Bréf Ólafs I. Hrólfssonar. - Bókin ,,Íslenskir sjómenn?.  2008-03-0038.


 Lagt fram bréf frá Ólafi I. Hrólfssyni, markaðsstjóra Ég og þú, móttekið 19. mars s.l., þar sem kynnt er útgáfa bókarinnar ,,Íslenskir sjómenn?, sem búist er við að komi út í maí n.k.  Í bréfinu er þess vænst, að Ísafjarðarbær kaupi nokkur eintök af bókinni og styrki þar með útgáfuna.  Verð bókar í forsölu er kr. 6.980.-.


 Lagt fram til kynningar.



6. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Áætlanir um úthlutanir framlaga á árinu 2008.  2008.01-0045.


 Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 31. mars s.l., er varðar áætlanir um úthlutanir framlaga úr Jöfnunarsjóði á árinu 2008.  Samkvæmt áætluninni er alls gert ráð fyrir úthlutunum til Ísafjarðarbæjar að upphæð kr. 465,9 milljón.


 Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?