Bæjarráð - 565. fundur - 10. mars 2008

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


 Atvinnumálanefnd 4/3. 81. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 20/2.  23. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Félagsmálanefnd 4/3.  306. fundur.


 Fundagerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Hafnarstjórn 4/3.  134. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Endurskoðaðar reglur vegna styrkja til greiðslu fasteignagjalda af hesthúsum í Ísafjarðarbæ.  2008-02-0031.


 Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum vegna styrkveitinga til greiðslu fasteignagjalda af hesthúsum í Ísafjarðarbæ.  Erindið var síðast tekið fyrir á 564. fundi bæjarráðs.  Helstu breytingar eru þær, að nú er tekið fram í reglunum, að frá og með árinu 2012 falla styrkir alfarið niður og er það til áréttingar, en ekki breyting.


 Síðan kemur inn ný grein svohljóðandi.  Lögaðilar fái afslátt.  Í umsókn verður að upplýsa hverjir eigi búfé í þeirri fasteign eða matshluta, sem sótt er um afslátt fyrir.  Einungis sé veittur afsláttur á einstaka matshluta, þ.e. þann hluta eignarinnar, sem nýttur er undir hesta og heyforða.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að reglurnar svo breyttar verði samþykktar.



3. Bréf Róta, félags áhugafólks um menningarfjölbreytni.  2008-03-0005.


 Lagt fram bréf frá Rótum, félagi áhugafólks um menningarfjölbreytni, dagsett þann 3. mars s.l., þar sem óskað er eftir gjaldfrjálsum afnotum af íþróttahúsinu á Torfnesi, fimmtudaginn 20. mars n.k.


 Bæjarráð samþykkir erindið, styrkur færist á lið 21-81-995-1. 



4. Bréf Sparisjóðsins í Keflavík. - Fundarboð.  2008-03-0003.


 Lagt fram fundarboð frá Sparisjóðnum í Keflavík dagsett 29. febrúar s.l., þar sem boðað er til aðalfundar Sparisjóðsins fyrir árið 2007.  Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 11. mars n.k. í nýjum sal Bláa Lónsins, Grindavík og hefst kl. 17:00.


 Lagt fram til kynningar.



5.  Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Fundarboð.  2008-03-0011.


 Lagt fram bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur dagsett 6. mars s.l., þar sem boðað er til aðalfundar Sparisjóðsins fyrir árið 2007.  Fundurinn verður mánudaginn 17. mars n.k. og verður haldinn í ráðhússal Bolungarvíkur og hefst kl. 17:00.


 Bæjarráð felur Gísla H. Halldórssyni, bæjarfulltrúa, að sækja fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og fara með umboð sveitarfélagsins.



6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Boðun XXII. landsþings.  2008-02-0038.


 Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 28. febrúar s.l., er varðar boðun XXII. landsþing Samb. ísl. sveitarf. er haldið verður á Hilton Reykjavík Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 4. apríl n.k. og hefst klukkan 9:00.  Frekari boðun fulltrúa ásamt dagskrá verður sent út síðar.


 Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?