Bæjarráð - 562. fundur - 18. febrúar 2008
Þetta var gert:
1. Útboð trygginga hjá Ísafjarðarbæ. - Fjármálastjóri kemur á fund bæjarráðs.
Til fundar við bæjarráð er mættur Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, til að gera grein fyrir yfirferð sinni á tilboðum tryggingarfélaganna í tryggingar Ísafjarðarbæjar. Félögin sem buðu í tryggingarnar voru, Sjóvá Almennar tryggingar hf., Tryggingamiðstöðin hf. og Vátryggingafélag Íslands hf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að halda áfram vinnu við samanburð tilboða ofangreindra tryggingarfélaga.
2. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 13/2. 304. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 12/2. 268. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 13/2. 282. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Minnisblað bæjarritara. - Undanþágur vegna verkfalla. 2007-11-0019.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 15. febrúar s.l., þar sem gerð er grein fyrir tillögu að auglýsingu vegna starfsmanna, er ekki hafa verkfallsheimild í verkföllum með tilvísun til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að auglýsingu verði samþykkt.
4. Bréf Lögsýnar ehf. - Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. 2005-07-0027.
Lagt fram bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði, dagsett 14. febrúar s.l., er varðar úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í málinu nr. 49/2005 frá 7. febrúar s.l. og varðar byggingu sumarbústaðar á lóðinni nr. 62 í Tunguskógi í Skutulsfirði. Með tilvísun til niðurstöðu úrskurðarnefndar, er óskað eftir afstöðu bæjaryfirvalda hvort og með hvaða hætti þau hyggjast bregðast við fyrrgreindum úrskurði.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu í umhverfisnefnd.
5. Bréf Íþróttafélags lögreglumanna á Ísafirði. - Afnot af íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. 2008-02-0060.
Lagt fram bréf Íþróttafélags lögreglumanna á Ísafirði dagsett 14. febrúar s.l., þar sem félagið óskar eftir gjaldfrjálsum afnotum af íþróttahúsinu á Torfnesi vegna öldunga- móts lögreglumanna í innanhúsknattspyrnu er haldið verður hér á Ísafirði dagana 29. febrúar til 1. mars n.k.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
6. Minnisblað fjármálastjóra. - Afsláttur fasteignagjalda af hesthúsum. 2008-02-0031.
Lagt fram minnisblað Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 12. febrúar s.l., þar sem fjármálastjóri gerir grein fyrir umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda áranna 2007 og 2008 af Kirkjubóli 3, Skutulsfirði. Sótt er um á grundvelli reglna um ,,Styrki til greiðslu fasteignagjalda á hesthús til frístundaiðkunar?. Eigandi viðkomandi húsnæðis er Massi þrif ehf., Ísafirði, en sá er sækir um styrk og heldur hesta í húsnæðinu er Árni Þór Árnason. Fjármálastjóri óskað eftir að túlkaðar verði gildandi reglur m.t.t. þessarar umsóknar sérstaklega.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á erindinu.
7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Stefnumótun í málefnum innflytjenda. 2008-02-0037.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarfélaga til allra sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga dagsett 5. febrúar s.l. og varðar skipan vinnuhóps til að vinna að stefnumótun sambandsins í málefnum innflytjenda. Í bréfinu kemur m.a. fram, að vinnuhópurinn vill gefa sveitarfélögum kost á að koma sjónarmiðum sínum að í stefnumótunarvinnunni. Jafnframt eru sveitarfélögin beðin um að fylla út meðfylgjndi fyrirspurnarform og senda á skrifstofu Samb. ísl. sveitarf. fyrir 1. mars n.k.
Bæjarráð felur forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu að svara erindinu.
8. Afrit bréfs Landssambands smábátaeigenda til sjávarútvegsráðherra. 2008-02-0039.
Lagt fram afrit bréfs Landssamtaka smábátaeigenda til Einars Kr. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, dagsett 8. febrúar s.l., þar sem greint er frá ályktun 23. aðalfundar sambandsins, er segir að félagið beiti sér fyrir því að stofnuð yrði sjálfstæð rannsóknastofnun á sviði sjávarútvegs með aðsetur á Vestfjörðum við háskólasamfélagið á Ísafirði. Í bréfinu er jafnframt óskað afstöðu ráðherra til málsins, því jákvæð afstaða ráðamanna sé ráðandi þáttur í framhaldi máls.
Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum og óskar umsagnar Háskólaseturs Vestfjarða á ályktun Landssamtaka smábátaeigenda.
9. Afrit bréfs Súðavíkurhrepps til samgönguráðuneytis. 2008-02-0041.
Lagt fram afrit bréfs Súðavíkurhrepps til samgönguráðuneytis, Kristjáns L. Möller, ráðherra, dagsett 11. febrúar s.l., áskorun um að hefja nú þegar rannsóknir og undirbúning fyrir jarðgangagerð milli Súðavíkur og Ísafjarðar.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf Lúðvíks E. Kaaber. - Jörðin Hólakot í Dýrafirði. 2008-02-0052.
Lagt fram bréf Lúðvíks Emils Kaaber, Brekkusmára 3, Kópavogi, dagsett þann 12. febrúar s.l., þar sem fram kemur að eigendur jarðarinnar Hólakots í Dýrafirði, hafa ákveðið að fara þess á leit við landbúnaðarráðuneytið, að jörðin Hólakot verði skráð sem lögbýli samkvæmt jarðalögum. Í 17. gr. laganna er mælt svo fyrir, að slíkri umsókn skuli fylgja umsögn sveitarfélags og er í bréfinu farið fram á umsögn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð óskar umsagnar landbúnaðarnefndar.
11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - XXII. landsþing. 2008-02-0038.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 6. febrúar s.l., þar sem boðað er til XXII. landsþings Samb. ísl. sveitarf. föstudaginn 4. apríl n.k., að Hilton Reykjavík Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Rétt til setu á landsþinginu eiga alls 155 fulltrúar sveitarfélaganna 79. Mælst er til að sveitarfélög fari yfir kjörbréf sinna fulltrúa og geri breytingar ef ástæða er til og sendi þá ný kjörbréf á skrifstofu sambandsins eigi síðar en 3. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.
12. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Málþing. Hugmyndir um stóriðnað á Vestfjörðum.
Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 14. febrúar s.l., þar sem vakin er athygli á málþinginu ,,Hugmyndir um stóriðnað á Vestfjörðum?, sem haldið verður 23. febrúar n.k. í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal og 24. febrúar n.k. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Dagskrá málþingsins fylgir bréfinu.
Lagt fram til kynningar.
13. Minnispunktar bæjarstjóra. - Heimsókn dóms- og kirkjumálaráðherra til Ísafjarðarbæjar 13. febrúar s.l.
Lagðir fram minnispunktar Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, yfir heimsókn Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, til Ísafjarðarbæjar þann 13. febrúar s.l.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:45.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.