Bæjarráð - 561. fundur - 11. febrúar 2008
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Atvinnumálanefnd 5/2. 80. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
4. liður. Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 50.000.-,
er bókist á liðinn 21-81-995-1.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 5/2. 303. fundur.
Fundargreðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 6/2. 88. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 7/2. 25. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
4. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Skíðasvæðis og leggur til
við bæjarstjórn, að fjármögnum umfram kr. 5 milljónir, sem er um
kr. 19.191.731.-, verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
2. Kynningarfundir vegna framkvæmda og atvinnumála ofl.
Lagt fram til kynningar yfirlit Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um kynningarfundi, sem haldnir verða í febrúar og mars n.k., um framkvæmdir ársins 2008, atvinnumál ofl. Fundirnir verða haldnir sem hér segir.
Félagsheimilið á Þingeyri, 19. febrúar n.k. kl. 17:00.
Hafnarstræti 11 á Flateyri, 26. febrúar n.k. kl. 17:00.
Bjarnaborg á Suðureyri, 26. febrúar n.k. kl. 20:00.
Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 4. mars n.k. kl. 17:00.
3. Bréf bæjarstjóra. - Gæsluvallarhús við Túngötu, Ísafirði. 2006-05-0022.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 8. febrúar s.l., þar sem hann tekur upp umfjöllun um sölu gæsluvallarhúss við Túngötu á Ísafirði. Viðræður hafa átt sér við Hafstein Ingólfsson, um kaup á húsinu og flutning þess niður á Sundahöfn, þar sem húsið yrði notað sem þjónustuhús vegna ferðamanna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Hafsteini Ingólfssyni eða fyrirtæki hans verði selt gæsluvallarhúsið við Túngötu á Ísafirði fyrir kr. 100.000.-, með þeim skilyrðum er fram koma í bréfi bæjarstjóra.
Bæjarráð vekur athygli á, að sækja þarf sérstaklega um stöðuleyfi fyrir húsið á hafnarsvæði Ísafjarðar.
4. Bréf Vegagerðarinnar. - Snjómokstur á leiðinni Þingeyri - Ísafjörður. 2008-01-0100.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dagsett 6. febrúar s.l., er varðar kvörtun Íbúa- samtakanna Átaks á Þingeyri, vegna snjómoksturs á leiðinni Þingeyri - Ísafjörður. Bréfinu fylgir svarbréf Vegagerðarinnar til íbúasamtakanna, sem og aðrar upplýsingar er varða málið.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa. - Staðsetning björgunarþyrlu. 2007-11-0025.
Lagt fram tölvubréf Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, dagsett 7. febrúar s.l., þar sem hann óskað eftir, að á dagskrá næsta fundar bæjarráðs verði tekin samþykkt tillaga bæjarstjórnar frá 1. nóvember 2007, um staðsetningu björgunarþyrla á landinu. Jafnframt er lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 7. nóvember s.l., til dómsmálaráðherra varðandi málið. Afrit af því bréfi var sent Landhelgisgæslu Íslands.
Málið verður tekið upp á fundi bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar með dómsmála-ráðherra miðvikudaginn 13. febrúar n.k.
6. Bréf Landgræðslu ríkisins. - Héraðsáætlanir Landgræðslunnar. 2008-02-0019.
Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins dagsett 4. febrúar s.l., er fjallar um kynningu á verkefninu ,,Héraðsáætlanir Landgræðslunnar?.
Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar.
7. Bréf Byggðasafns Vestfjarða. - Forvörsluverkstæði Byggðasafns Vestfjarða. 2008-02-0009.
Lagt fram bréf frá stjórn Byggðasafns Vestfjarða dagsett 4. febrúar s.l., þar sem þess er farið á leit við Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað, Súðavíkurhrepp, þingmenn Norðvesturkjördæmis, ríkisstjórn Íslands, Fornleifavernd, Þjóðminjasafn Íslands og Vestfjarðanefndina, að þessir aðilar hlutist til um að fjárframlag fáist til að hefja starfsemi forvörsluverkstæðis hjá Byggðasafni Vestfjarða og að standa straum af kostnaði tveggja stöðugilda við verkstæðið næstu þrjú árin. Hjálögð bréfinu er greinargerð um starfssemi forvörsluverkstæðis á vegum Byggðasafns Vestfjarða.
Bæjarráð styður verkefnið og vísar því til umfjöllunar í bæjarstjórn.
8. Bréf Eyjólfs Guðmundssonar. - Innflutningur erlendra dýrategunda. 2008-02-0006.
Lagt fram bréf Eyjólfs Guðmundssonar, Sólvallagötu 45, Reykjavík, dagsett þann 31. janúar s.l., er varðar innflutning erlendra dýrategunda til Íslands, svo sem sauðnauta og hugsanlegra annara grasbíta sem væru í útrýmingarhættu.
Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar.
9. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. - Vatnsflóð, fráveitukerfi ábótavant. 2007-12-0067.
Lagt fram bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ dagsett 11. febrúar 2008, þar sem ítrekuð eru viðvarandi vandamál, sem tengjast fráveitukerfi Ísafjarðarbæjar á Torfnesi og vatnselgs, sem rennur niður að sjúkrahúsinu. Stofnunin krefst úrlausna strax.
Bæjarráði þykir miður, að vatnsflóð skulu ítrekað verða á Heilbrigðisstofnuninni, en bendir á að veðurfar hefur verið mjög óhagstætt að undanförnu. Framundan eru útrásaframkvæmdir, sem vonandi munu leysa vandamálið að mestu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu frekar.
10. Jarðgöng á milli Ísafjarðar og Súðavíkur.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir áskorun Súðavíkurhrepps til ríkisstjórnar Íslands, um að hefja nú þegar undirbúning að jarðgangagerð á milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Minnt er á að sveitarfélög á Vestfjörðum hafa samþykkt á Fjórðungsþingi, að stefna beri að jarðgöngum milli þessara staða. Bæjarráð telur það óásættanlegt að sífellt aukin umferð fari um hlíðar, þar sem hætta er á ofanflóðum.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:30.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.