Bæjarráð - 558. fundur - 21. janúar 2008
Árið 2008, mánudaginn 21. janúar kl. 16:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 15/1. 301. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 15/1. 267. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Menningarmálanefnd 17/1. 145. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar 14/1. 19. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Móttökueldhús í Grunnskóla Suðureyrar.
Lagður fram tölvupóstur frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa, dagsettur þann 17. janúar s.l., þar sem hann óskar eftir að á dagskrá bæjarráðs verði settur liður varðandi móttökueldhús í Grunnskóla Suðureyrar. Greint frá upplýsingum frá Jóhanni B. Gunnarssyni, verkefnastjóra á tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð óskar eftir endanlegri tillögu frá tæknideild Ísafjarðarbæjar, sem hlotið hefur staðfestingu Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
3. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í frágang brotajárns við Funa. 2007-08-0023.
Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 15. janúar s.l., þar sem hann gerir grein fyrir niðurstöðum útboðs vegna frágangs brotajárns við Funa. Neðangreind tilboð bárust.
Gröfuþjónusta Bjarna kr. 2.100.000,-
Græðir sf. kr. 2.940.000,-
Gámaþjónusta Vestfjarða kr. 928.200,-
Úflar ehf. kr. 1.344.000,-
KNH ehf. kr. 2.801.400,-
Bæjartæknifræðingur leggur til, að samið verði við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjartæknifræðings verði samþykkt.
4. Bréf bæjartæknifræðings. - Samningur um brotajárn. - Gjaldskrá. 2007-08-0023.
Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 16. janúar s.l., þar sem hann gerir grein fyrir tillögu sinni um samning við Furu ehf., Hafnarfirði, um flutning á brotajárni frá Sorpbrennslunni Funa. Jafnframt gerir hann tillögu um að gjaldskrá Funa er varðar brotajárn verði lækkuð úr kr. 11.- í kr. 3.- pr. kg.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillögur bæjartæknifræðings verði samþykktar.
5. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í fráveituútrás við Fjarðarstræti, Ísafirði. 2006-01-0036.
Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 15. janúar s.l., þar sem hann greinir frá opnun tilboða í fráveituútrás við Fjarðarstræti á Ísafirði. Eftirtalin tilboð bárust.
Gröfuþjónusta Bjarna ehf. kr. 34.138.585,-
Gröfuþjónusta Bjarna, frávikstilboð kr. 30.768.585,-
Úlfar ehf. kr. 25.503.900,-
KNH ehf. kr. 40.568.882,-
KNH ehf. frávikstilboð kr. 38.241.221,-
Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 44.134.140,-
Bæjartæknifræðingur leggur til að samið verði við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga bæjartæknifræðings verði samþykkt.
6. Bréf fjármálastjóra. - Sorpeyðingargjöld á lögaðila. 2008-01-0059.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 17. janúar s.l., er varðar álagningu sorpeyðingargjalda á lögaðila á árinu 2008. Bréfinu fylgja drög að álagningarlista, sem unninn er að tillögu stöðvarstjóra Funa í samvinnu við bæjarskrifstofu. Fjármálastjóri leggur til að álagningaskráin verði samþykkt.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga að álagningaskrá verði samþykkt, með þeirri breytingu, að tillaga liggur fyrir bæjarstjórn að lækka gjaldskrá Funa er varðar brotajárn.
7. Bréf bæjarstjóra. - Álagning fasteignagjalda - afslættir til elli- og örorkulífeyrisþega.
Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 16. janúar s.l., er varðar álagningu fasteignagjalda og afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteigna- skatts og holræsagjalds. Bæjarstjóri leggur til að viðmiðunarmörk í tekjum vegna afsláttar af þessum gjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum verði hækkuð um 20% frá fyrra ári og að hámarksafsláttur hækki úr kr. 70.400.- í kr. 84.480.-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillögur bæjarstjóra um tekjumörk og hámarksafslátt verði samþykktar.
8. Bréf fjármálastjóra. - Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda, afsláttur við eingreiðslu. 2008-01-0059.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 18. janúar s.l., er varðar fjölda gjalddaga fasteignagjalda, afslátt vegna eingreiðslu og kærufrest. Fjármálastjóri leggur til að gjalddagar verði sjö, afsláttur verði 5% og að kærufrestur verði til 29. febrúar n.k.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillögur fjármálastjóra verði samþykktar.
9. Bréf fjármálastjóra. - Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda. 2008-01-0059.
Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 16. janúar s.l., er varðar styrki til áhugamannafélaga til greiðslu fasteignagjalda á árinu 2008. Fjármálastjóri leggur til að styrkurinn verði óbreyttur á milli ára eða að hámarki kr. 120.000.-, þar sem grunnur álagningar, fasteignamat, hefur ekki breyst í þessum flokki fasteigna á milli ára.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga fjármálastjóra verði samþykkt.
10. Bréf Ungmennafélags Íslands. - Unglingalandsmót UMFÍ 2010. 2008-01-0063.
Lagt fram bréf til sveitarfélaga frá framkvæmdastjórn UMFÍ dagsett 15. janúar s.l., þar sem greint er frá að auglýst verði í Morgunblaðinu þann 20. janúar n.k., eftir umsóknum um, að halda 13. Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina 2010.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til skoðunar.
11. Bréf Stútungsnefndar, Flateyri. - Beiðni um styrk. 2008-01-0060.
Lagt fram bréf frá Stútungsnefnd á Flateyri, dagsett 14. janúar s.l., þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu á Flateyri án endurgjalds, vegna árlegrar vetrargleði Flateyringa/Önfirðinga ,,Stútungs?, sem haldin verður laugardaginn 9. febrúar n.k.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar í íþrótta- og tómstundanefnd.
12. Afrit af bréfi undirbúningsnefndar um ráðstefnu á Egilsstöðum í mars n.k., um snjóflóðavarnir, umhverfi og samfélag. 2008-01-0048.
Lagt fram afrit af bréfi undirbúningsnefndar um ráðstefnu á Egilsstöðum er haldin verður í mars n.k. og fjallar um snjóflóðavarnir, skipulagsmál og samfélagsmál.
Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.
13. Bréf Landmælinga Íslands. - Ný GPS jarðstöð á Ísafirði. 2008-01-0069.
Lagt fram bréf frá Landmælingum Íslands dagsett 17. janúar s.l., er varðar nýja GPS jarðstöð á Ísafirði, sem hluta af landmælingakerfi landsins og staðsetningu hennar.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.
14. Samningur um vatnskaup af Ísafjarðarbæ.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir viðræðum við viðsemjendur Ísafjarðarbæjar vegna væntanlegs samnings um vatnskaup.
15. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - 52. Fjórðungsþing, þinggerð. 2007-07-0020.
Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 11. janúar s.l., ásamt þinggerð vegna 52. Fjórðungsþings sambandsins er haldið var á Tálknafirði dagana 7. og 8. september 2007.
Lagt fram til kynningar.
16. Fyrirlestur um framtíð þéttbýlis.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs, gerði grein fyrir fyrirlestir um framtíð þéttbýlis, er verður miðvikudaginn 30. janúar n.k. hér á Ísafirði, vegna aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Fyrirlesari er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:20.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.