Bæjarráð - 557. fundur - 14. janúar 2008
Þetta var gert:
1. Bréf Magdalenu Sigurðardóttur. - Kvenfélagið Ósk, Ísafirði. 2008-01-0036.
Lagt fram bréf frá Magdalenu Sigurðardóttur dagsett 6. nóvember 2007, vegna Kvenfélagsins Ósk, Ísafirði. Í bréfinu ræðir Magdalena um fyrri aðstöðu kvenfélagsins í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði, breytingar á henni, er húsnæðið var tekið undir Tónlistarskóla Ísafjarðar og aðstöðuleysi í dag. Magdalena Sigurðardóttir, Inga Ólafsdóttir og Sigurborg Þorkelsdóttir eru mættar á fund bæjarráðs. Jafnframt er mættur á fund bæjarráðs Jóhann B. Gunnarsson, verkefnastjóri á tæknideild.
Niðurstaða viðræðna er, að Jóhann B. Gunnarsson aðstoði kvenfélagið við skráningu muna, sem geymdir eru á nokkrum stöðum hér í bænum.
2. Fundargerðir nefnda.
Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 4/1. 24. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
1. liður. Bæjarráð staðfestir starfslýsingu forstöðumanns Skíðasvæðis.
2. liður. Bæjarráð bendir á að forstöðumaður sér um ráðningu sinna
undirmanna.
3. liður. Bæjarráð bendir á, að stjórn Skíðasvæðis hefur heimild til
að breyta gjaldskrá, svo framalega sem rekstraráætlun standist.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 9/1. 280. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
10. liður. Bæjarráð vísar drögum að samþykkt um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ, til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til samgönguráðuneytis. - Stjórnsýslukæra fyrirsvarsmanna vefsíðunnar skutull.is. 2007-11-0003.
Lagt fram afrit bréfs Ísafjarðarbæjar dagsett 10. janúar s.l., til samgöngu-ráðuneytis, umsögn Ísafjarðarbæjar vegna stjórnsýslukæru/kvörtunar fyrirsvarsmanna vefsíðunnar skutull.is.
Lagt fram til kynningar.
Sigurður Pétursson, bæjarráðsmaður, lagði fram svohljóðandi tillögu í bæjarráði. ,,Bæjarráð leggur áherslu á að samskipti Ísafjarðarbæjar og fjölmiðla, sem starfa innan sveitarfélagsins byggi á sanngirni og jafnræðissjónarmiðum. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra, að ræða við forsvarsmenn vefmiðilsins skutull.is, um samstarf þessara aðila, bæði hvað varðar fréttamiðlun á heimasíðu bæjarins og auglýsingaglugga á heimasíðu skutull.is.?
Meirihluti bæjarráðs leggst gegn tillögu Sigurðar Péturssonar og telur úr því sem komið er, að beðið verði úrskurðar samgönguráðuneytis í kærumáli vefsíðunnar skutull.is gegn Ísafjarðarbæ.
Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun. ,,Undirritaður telur að í svari bæjarstjóra við stjórnsýslukvörtun fyrirsvarsmanna vefsíðunnar skutull.is, sé bæði að finna útúrsnúning og vafasaman málflutning. Sneitt er framhjá aðalröksemdum kærenda, sem er að jafnræðissjónarmið hafi verið brotin og glöggt kom fram í málflutningi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í fjölmiðlum um málið. Í þessu sambandi er minnt á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga 37/1993, 11. gr. ,,Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.? Af þessum sökum er svar Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar til samgönguráðuneytis vegna málsins alls ófullnægjandi.?
Meirihluti bæjarráð lét bóka eftirfarandi. ,,Meirihluti bæjarráðs vísar aðdróttunum Sigurðar Péturssonar alfarið á bug og telur að svarbréf bæjarstjóra sé vel rökstutt og svari vandlega þeim ávirðingum sem settar hafa verið fram í tengslum við stjórnsýslulega málsmeðferð meirihluta bæjarráðs á erindi fréttamiðilsins skutull.is, dagsett 2. nóvember 2007.?
4. Bréf Vegagerðarinnar. - Vegur úr Botni í Selárdal, Súgandafirði. 2007-10-0016.
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 9. janúar s.l., vegna vegar úr Botni í Selárdal, Súgandafirði. Í bréfinu segir, að með tilvísun til 8. gr. vegalaga nr. 80/2007, falli vegurinn úr Botni í Selárdal ekki undir þau skilyrði, að heimilt sé að gera hann að héraðsvegi. Ekki heldur þykja vera forsendur fyrir að taka hann í tölu landsvega sbr. sömu lagagrein.
Bæjarráð vísar bréfi Vegagerðarinnar til umhverfisnefndar.
5. Minnisblað bæjarritara. - Allt hefur áhrif - einkum við sjálf. 2004-12-0062.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 9. janúar s.l., ásamt drögum að aðgerðar- áætlun Ísafjarðarbæjar 2007-2010 vegna verkefnis Lýðheilsustöðvar, er nefnist ,,Allt hefur áhrif-einkum við sjálf?. Verkið fór af stað hjá Ísafjarðarbæ haustið 2005, en var að mestu unnið í desember 2006 og vorið 2007. Drög að aðgerðaráætlun voru síðan lögð fyrir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar á 258. fundi þann 12. júní 2007 og þar afgreidd án athugasemda. Aðgerðaráætlunin hefur ekki verið formlega staðfest af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar drögum að aðgerðaráætlun til afgreiðslu í bæjarstjórn.
6. Minnisblað bæjarritara. - Grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar. 2007-10-0076.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 9. janúar s.l., ásamt drögum að Grunnskólastefnu Ísafjarðarbæjar. Drögin voru lögð fram á 263. fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar þann 23. nóvember 2007 og samþykkt af nefndinni. Þau voru síðan tekin fyrir á 232. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 1. nóvember 2007, þar sem afgreiðslu var frestað.
Bæjarráð vísar drögum að grunnskólastefnu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:12.
Þorleifur Pálsson, ritari
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.