Bæjarráð - 556. fundur - 8. janúar 2008

Þetta var gert:



1. Álagning fasteignagjalda í Ísafjarðarbæ 2008.


 Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 4. janúar s.l., er varðar álagningarstuðla fasteignagjalda hjá Ísafjarðarbæ fyrir árið 2008.  Í fjárhagsáætlun ársins 2008 er gert ráð fyrir eftirfarandi álagningarstuðlum.


 Fasteignaskattur: A: 0,45%, B: 1,32%, C: 1,6%.


 Lóðaleiga:  Íbúðarhúsnæði 1,8%, aðrar fasteignir 3%.


 Vatnsgjald:  0,26% (hækkun um 0,04% frá 2007).


 Holræsagjald:  0,3% (hækkun um 0,04% frá 2007).


 Með tilvísun til meiri hækkunar á fasteignamati íbúðarhúsnæðis, en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun, leggur bæjarstjóri til við bæjarráð, að álagningsprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði verði lækkuð úr 0,45% í 0,41%.  Annað verði í samræmi við álagningarstuðla í fjárhagsáætlun ársins 2008.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjarstjóra um álagningarstuðul fasteignaskatts upp á 0,41% af fasteignamati verði samþykkt. 


 


2. Fundargerðir nefnda.


 Félagsmálanefnd 18/12.  300. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Íþrótta og tómstundanefnd 3/1.  86. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 18/12.  23. fundur.


 Fundargreðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf fjármálastjóra og bæjartæknifræðings. - Innkaupareglur Ísafjarðarbæjar.  2007-11-0079.


 Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra og Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 4. janúar s.l., varðandi mótun innkaupareglna fyrir Ísafjarðarbæ.  Bréfinu fylgja drög að innkaupareglum er lögð voru fram á 554. fundi bæjarráðs þann 10. desember s.l.  Í ofangreindu bréfi er gerð grein fyrir tillögum til breytinga á áður framlögðum drögum að innkaupareglum.


 Bæjarráð frestar afgreiðslu innkaupareglna til næsta fundar bæjarráðs. 


 


4. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum.  2007-09-0058.


 Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 27. desember s.l., áætluð  úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2008.  Í bréfinu kemur fram að áætluð úthlutun til Ísafjarðarbæjar fyrir fjárhagsárið 2008, nemi samtals kr. 12.900.000.-.  Frestur til að senda inn leiðréttingar eða ný gögn vegna greiningar á nemendum er gefinn til 1. mars n.k.


 Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fjármálastjóra.



5.  Bréf félagsmálaráðuneytis. - Fjárframlög vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks.  2008-01-0002.


 Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 28. desember s.l., þar sem gerð er grein fyrir fjárframlagi til Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2007, að upphæð kr. 15.427.035.-, vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar, um hugsanlega ráðstöfun ofangreindrar fjárhæðar. 


 


6. Bréf Grænhöfða ehf. - Skrifstofuhúsnæði til leigu.  2007-11-0026.


 Lagt fram bréf frá Sigurði J. Hafberg f.h. Grænhöfða ehr., Flateyri, dagsett þann 27. desember s.l., þar sem fyrirtækið býður til leigu skrifstofuhúsnæði að Hafnarstræti 4 á Flateyri.  Húsnæðið gæti t.d. hentað fyrir þau 5-6 störf hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga, er til stendur að flytja til Ísafjarðarbæjar.


 Bæjarstjóri upplýsti að erindið hefur nú þegar borist Innheimtustofnun sveitarfélaga.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



7. Afrit bréfs Súðavíkurhrepps til Fjárfestingarstofu.  2007-11-0001.


 Lagt fram afrit af bréfi Súðavíkurhrepps til Fjárfestingarstofu dagsett 18. desember s.l., er varðar uppsetningu og rekstur netþjónabúa.


 Lagt fram til kynningar.



8. Afrit bréfs Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.  2007-12-0067.


 Lagt fram afrit bréfs Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ dagsett 18. desember s.l., til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.  Í bréfinu er gerð grein fyrir viðvarandi vandamáli, sem tengist fráveitukerfi Ísafjarðarbæjar á Torfnesi og vatnselgs, sem rennur niður að sjúkrahúsinu og hefur valdið milljóna tjóni undanfarin ár.


 Bæjarráð óskar eftir umsögn tæknideildar um málið.



9. Bréf Barnaverndarstofu. - Hugsanleg nýting Núpsskóla.  2007-05-0033. 


 Lagt fram bréf Barnaverndarstofu dagsett 18. desember s.l., svar við erindi Ísafjarðarbæjar frá 24. maí s.l., um hugsanlega nýtingu Núpsskóla vegna meðferðarstarfa fyrir börn og ungmenni.  Í bréfi Barnaverndarstofu kemur fram, að miðað við stefnu stofnunarinnar er ekki raunhæfur möguleiki að nýta Núpsskóla til meðferðarstarfa.


 Bæjarráð þakkar svarið og hvetur til að leitað verði annara leiða til að koma á starfsemi á Núpi í Dýrafirði. 



10.  Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Fundargerð stjórnar.  2002-02-0047.


 Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 18. desember s.l., ásamt fundargerð stjórnar Fjórðungssambandsins frá 11. desember 2007.


 Lagt fram til kynningar.



11. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 749. stjórnarfundar.


 Lögð fram fundargerð 749. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarf., er haldinn var að Borgartúni 30, Reykjavík, þann 14. desember 2007.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



12. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Skýrsla Siglingarstofnunar, ölduhæð og veðurfar fyrir Vestfjörðum.    


 Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 20. desember s.l., ásamt skýrslu Siglingarstofnunar um ölduhæð og veðurfar fyrir Vestfjörðum.  Skýrslan er hluti af þeim rannsóknum, sem unnar hafa verið vegna staðavals fyrir stóriðnað á Vestfjörðum.


 Lagt fram til kynningar.


 


13. Bréf samgönguráðuneytis. - Breytingar á Stjórnarráðinu.  2008-01-0008.


 Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 28. desember 2007, þar sem gerð er grein fyrir þeim breytingum, sem gerðar eru nú um áramótin á Stjórnarráðinu og varða samgönguráðuneytið.


 Lagt fram til kynningar.



14. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Stjórnsýslukæra forsvarsmanna vefsíðunnar skutull.is.  2007-11-0003. 


 Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 20. desember s.l., þar sem ráðuneytið gerið grein fyrir, að borist hefu erindi frá Ólínu Þorvarðardóttur og Bryndísi Friðgeirsdóttur, f.h. vefsíðunnar skutull.is, dagsett 18. desember 2007, varðandi jafnræði gagnvart fréttamiðlum í sveitarfélaginu.  Í bréfi félagsmálaráðuneytis er óskað umsagnar Ísafjarðarbæjar, um efni framangreinds erindis, í síðasta lagi þann 16. janúar n.k.  Svar sendist samgönguráðuneyti vegna breytinga á Stjórnarráði Íslands og tilfærslu verkefna milli ráðuneyta.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samráði við bæjarlögmann.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:20.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?