Bæjarráð - 554. fundur - 10. desember 2007
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 4/12. 298. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 5/12. 85. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Landbúnaðarnefnd 7/12. 83. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Bæjarráð þakkar umsögn landbúnaðarnefndar og vísar henni
til vinnslu við afgreiðslu styrkja til greiðslu fasteignagjalda 2008.
Bæjarráð hafnar erindi Kristjáns Ólafssonar, um endurskoðun fasteignagjalda
vegna ársins 2007.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Menningarmálanefnd 4/12. 144. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Þjónustuhópur aldraðra 5/12. 53. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf Aðalsteins Ó. Ásgeirssonar. - Sorpeyðingargjöld. 2007-12-0010.
Lagt fram bréf frá Aðalsteini Ó. Ásgeirssyni, Ísafirði, dagsett 4. desember s.l., þar sem hann óskar eftir endurskoðun á álagningu sorpeyðingargjalda vegna hússins Suðurtanga 6, Ísafirði, en í húsinu er starfrækt vélsmiðja undir nafninu Skipanaust og þar starfa 4-5 starfsmenn.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra og forstöðumanns Funa til skoðunar.
3. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Áskrift að hækkun stofnfjár. 2007-10-0077.
Lagt fram bréf Sparisjóðs Vestfirðinga dagsett 5. desember s.l., er varðar áskrift að hækkun stofnfjár í SpVf. Í bréfinu kemur fram að stjórn SpVf ákvað á stjórnarfundi þann 30. nóvember s.l., að nýta heimild frá stofnfjárfundi sama dag, til hækkunar stofnfjár að nafnverði kr. 788.028.846.-. Stofnfjáreigendur eiga forgangsrétt til að skrá sig fyrir hækkuninni og samkvæmt því á hver stofnfjáreigandi rétt til að skrá sig fyrir nýjum stofnfjárbréfum í hlutfalli við eign sína við upphaf útboðs.
Stofnfjáreign Ísafjarðarbæjar er í dag kr. 1.130.533.- og samkvæmt því á Ísafjarðarbær rétt á skráningu fyrir kr. 652.583.- að nafnverði. Eindagi kaupverðs er 31. desember 2007.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Ísafjarðarbær nýti sér forgangsrétt sinn.
4. Bréf samgönguráðuneytis. - Vegur úr Botni í Selárdal í Súgandafirði. 2007-10-0016.
Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 4. desember s.l., varðandi beiðni Ísafjarðarbæjar um að umsjón vegarins úr Botni út í Selárdal í Súgandafirði, flytjist til Vegagerðarinnar, sem héraðs- eða landsvegur. Ráðuneytið hefur vísað erindinu til Vegagerðarinnar með bréfi dagsettu 4. desember s.l. og fylgir afrit af því bréfi hér með.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf menntamálaráðuneytis. - Ungt fólk 2007 Grunnskólanemar, helstu niðurstöður. 2007-11-0038.
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 29. nóvember s.l., til bæjar- og sveitarstjórna þar sem fram kemur að menntamálaráðuneyti hefur staðið fyrir reglubundnum rannsóknum á högum barna og ungmenna frá árinu 1992 undir heitinu ,,Ungt fólk?. Meðfylgjandi bréfinu eru sendar niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2007-Grunnskólanemar, er lítur að líðan, menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar, fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.
6. Bréf Landgræðslu ríkisins. - Beiðni um styrk. 2007-12-0022.
Lagt fram bréf frá Þórunni Pétursdóttur, héraðsfulltrúa Landgræðslunnar Vesturlandi og Vestfjörðum, dagsett 19. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 63.000.-, vegna samstarfsverkefnisins ,,Bændur græða landið?.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
7. Bréf Vesturafls. - Beiðni um styrk vegna reksturs Vesturafls. 2007-12-0021.
Lagt fram bréf frá Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Vesturafls, þar sem óskað er eftir áframhaldandi styrk frá Ísafjarðarbæ í starfsemi Vesturafls. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 75.000.- á mánuði allt árið 2008.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar til umsagnar.
8. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Áskrift að hækkun stofnfjár. 2007-02-0110.
Lagt fram bréf frá Sparisjóði Bolungarvíkur dagsett 3. desember s.l., er varðar áskrift að hækkun stofnfjár í SpBol. Stjórn SpBol ákvað á stjórnarfundi þann 2. október s.l., að nýta heimild frá stofnfjárfundi í júní s.l., til hækkunar stofnfjár að nafnverði kr. 500.000.000.-. Stofnfjáreigendur eiga rétt til að skrá sig fyrir nýjum stofnfjárbréfum í hlutfalli við eign sína við upphaf útboðs. Stofnfjáreign Ísafjarðarbæjar er að nafnverði í dag kr. 5.879.783.- og samkvæmt því á Ísafjarðarbær rétt á skráningu fyrir kr. 12.606.921.-. Áskriftartími er frá 6. - 14. desember n.k. og eindagi greiðslu kaupverðs er 27. desember n.k.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær nýti sér rétt sinn til stofnfjárkaupa.
9. Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytis. - Reglur um lögreglusamþykktir. 2007-12-0002.
Lagt fram bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti dagsett 29. nóvember s.l., ásamt reglugerð um lögreglusamþykktir nr. 1127/29.11.07. Reglugerðinni er ætlað að vera fyrirmynd að lögreglusamþykktum sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa 12 mánuði til að setja nýjar lögreglusamþykktir kjósi þau svo, ella gildir reglugerðin sem lögreglusamþykkt fyrir viðkomandi sveitarfélag.
Bæjarráð óskar eftir að núgildandi lögreglusamþykkt Ísafjarðarbæjar verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.
10. Svar bæjarstjóra við fyrirspurn Sigurðar Péturssonar Í-lista, um greiðslur til vefmiðla o.fl. 2007-11-0003.
Lagt fram svar Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, við fyrirspurnum Sigurðar Péturssonar um greiðslur til vefmiðla. Svörin koma fram í bréfi Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, til bæjarstjóra dagsettu þann 6. desember s.l., sem jafnframt er lagt fram undir þessum lið dagskrár.
Sigurður Pétursson þakkar fyrir framlögð svör. Lagt fram til kynningar.
11. Innkaupareglur Ísafjarðarbæjar. - Tillaga frá bæjartæknifræðingi.
Lögð fram tillaga að innkaupareglum fyrir Ísafjarðarbæ, sem samin er af Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi, og stuðst er við form frá Samb. ísl. sveitarf. Á fund bæjarráðs undir þessum lið eru mættir Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.
Bæjarráð felur Jóhanni Birki og Þóri að vinna áfram að gerð innkaupareglna og skila tillögum til bæjarráðs.
12. Vatnsmálin. - Samningar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir viðræðum við Brúarfoss ehf., varðandi vatnsmál.
13. Ráðning mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar. 2007-10-0082.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir væntanlegri ráðningu mannauðsstjóra hjá Ísafjarðarbæ.
Meirihluti bæjarráðs fer að tillögu Garðars Jónssonar, ráðgjafa og leggur til við bæjarstjórn, að Gerður Eðvarsdóttir verði ráðin sem mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar.
Sigurður Pétursson, bæjarráðsmaður, leggur til við bæjarstjórn, að Martha Lilja Marthensdóttir Olsen verði ráðin sem mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar.
14. Starfslokasamningur við fjármálastjóra. 2007-10-0088.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir viðræðum varðandi væntanlegann starfslokasamning við Þórir Sveinsson, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar og lagði fram drög að samningi.
Bæjarráð samþykkir framlagðann starfslokasamning við Þórir Sveinsson, fjármálastjóra, með tveimur atkvæðum gegn einu.
15. Fjárhagsáætlun 2008. - Tillögur meiri- og minnihluta til umræðu.
Lagðar voru fram breytingatillögur í sex liðum frá Í-lista við frumvarp að fjárhagsáætlun 2008. Jafnframt eru lagðar fram sex breytingatillögur frá B og D-lista við frumvarpið. Tillögurnar bárust til skrifstofu Ísafjarðarbæjar fyrir klukkan 14:00 nú í dag.
Þórir Sveinsson, fjármálastjóri og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, sátu fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Tillögurnar munu fylgja útsendri dagskrá 235. fundar bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.