Bæjarráð - 552. fundur - 26. nóvember 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


 Barnaverndarnefnd 22/11.  91. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Félagsmálanefnd 20/11.  296. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf fjármálastjóra. - Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007.  2007-11-0075.


 Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 23. nóvember s.l., endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2007 og spá um rekstur og fjárfestingar.  Spáin gerir ráð fyrir 12 millj.kr. betri niðurstöðu úr rekstri, fjárfestingar verða nær jafn háar og samkvæmt fjárhagsáætlun ársins og að veltufé frá rekstri aukist um 75 millj.kr.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2007, ásamt erindum er vísað var til endurskoðunar verði samþykkt.



3. Bréf iðnaðarráðuneytis. - Þriggja fasa rafmagn.  2007-11-0074.


  Lagt fram bréf frá iðnaðarráðuneyti dagsett 20. nóvember s.l., er varðar beiðni til sveitarfélaga um upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi.


 Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.



4. Innkaupareglur fyrir sveitarfélög.


 Lögð fram fyrirmynd að innkaupareglum fyrir sveitarfélög, frá Samb. ísl. sveitarf., en samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 84/1997, sem Alþingi samþykkti sl. vor, ber öllum sveitarfélögum að setja innkaupareglur.


 Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá sviðsstjórum Ísafjarðarbæjar.



5.  Bréf Ungmennafélags Íslands. - Bókun frá 45. sambandsþingi UMFÍ.   2007-11-0064.


 Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett 14. nóvember s.l., þar sem gerð er grein fyrir bókun frá 45. sambandsþingi UMFÍ á Þingvöllum 20. og 21. október s.l.  Í bókuninni er fagnað þeirri miklu uppbyggingu á íþróttamannvirkjum, sem hefur verið um allt land og hvatt er til markvissrar fegrunar á umhverfi þeirra, sem og eldri mannvirkja.


 Lagt fram til kynningar.



6. Bréf allsherjarnefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um samræmda neyðarsvörun.    2007-11-0061. 


 Lagt fram bréf frá allsherjarnefnd Alþingis dagsett 15. nóvember s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samræmda neyðarsvörun, 191. mál, heildarlög.  Svarfrestur er til 29. nóvember 2007.


 Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið, að öðru leiti en því, að í 3. grein sé eðlilegt að gera ráð fyrir, að vaktstöðvar væru víðar en á Akureyri og Reykjavík svo sem  í Ísafjarðarbæ og á mið Austurlandi.



7. Bréf menntamálanefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um Háskóla á Ísafirði.  2007-11-0063.


 Lagt fram bréf frá menntamálanefnd Alþingis dagsett 14. nóvember s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Háskóla á Ísafirði, 30. mál, heildarlög.  Svarfrestur er til 5. desember n.k.


 Bæjarráð vísar til fyrri samþykkta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Fjórðungssambands Vestfirðinga, um stofnun Háskóla á Ísafirði.  



8. Bréf allsherjarnefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um almannavarnir.  2007-11-0062.


 Lagt fram bréf frá allsherjarnefnd Alþingis dagsett 15. nóvember s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almannavarnir, 190. mál, heildarlög.  Svarfrestur er til 29. nóvember 2007.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir svarfresti til 4. desember n.k.



9. Samb. ísl. sveitarf. - 748. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf.


 Lögð fram 748. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 16. nóvember s.l., að Borgartúni 30, Reykjavík.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



10. Minnisblað bæjarstjóra. - Símafundur með samgönguráðherra.  2007-09-0022.


 Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 22. nóvember s.l., um símafund með samgönguráðherra þann 20. nóvember s.l.  Á Ísafirði sátu fundinn, Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs, Gísli H. Halldórsson, varamaður í bæjarráði, Sigurður Pétursson, bæjarráðsmaður og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.  Í Reykjavík sátu fundinn, Kristján L. Möller, samgönguráðherra, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri á skrifstofu flutninga og framkvæmda og hluta fundarins sat Róbert Marshall, aðstoðarmaður ráðherra.


 Lagt fram til kynningar.



11. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Fundarboð.  2007-10-0004.


 Lagt fram bréf frá stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga dagsett 22. nóvember s.l., þar sem boðað er til fundar stofnfjáreigenda þann 30. nóvember n.k. kl. 17:00 í Félagsheimilinu á Þingeyri.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


 Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Ísafjarðarbæjar á fundinum verði Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs og Sigurður Pétursson, bæjarráðsmaður.


12. Bréf Ísafjarðarbæjar til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.


 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 22. nóvember s.l., svar við bréfi nefndarinnar frá 19. október 2007.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:20.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?