Bæjarráð - 549. fundur - 29. október 2007
Þetta var gert:
1. Til fundar við bæjarráð mæta fulltrúar aðila er atvinnumálanefnd mælti með til verkefnastjórnunar vegna atvinnumála í Ísafjarðarbæ.
Á fund bæjarráðs eru mættir fulltrúar þeirra aðila er atvinnumálanefnd lagði til að gengið yrði til samninga við, um ráðningu verkefnisstjóra, varðandi átak til atvinnusköpunar í Ísafjarðarbæ. Jafnframt er mættur Kristján G. Jóhannsson, formaður atvinnumálanefndar. Bæjarráð heimilaði bæjarstjóra á 546. fundi sínum þann 8. október s.l., að ganga til samninga við viðkomandi aðila. Þeir sem mættir eru á fund bæjarráðs f.h. væntanlegra verkefnisstjóra eru Steinþór Bragason og Ólafur A. Ingólfsson.
Á fundinum voru lögð fram, af bæjarstjóra og formanni atvinnumálanefndar, drög að samningi við ofangreinda aðila.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samning við væntanlegt fyrirtæki ofangreindra aðila, í samræmi við umræður í bæjarráði. Kostnaðarauka er hlýst af samningnum er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2007 og til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2008.
2. Fundargerðir nefnda.
Almannavarnarnefnd 24/10. 3. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 23/10. 293. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 23/10. 263. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 24/10. 83. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 24/10. 276. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Svar bæjarstjóra við fyrirspurn Sigurðar Péturssonar undir 1. lið dagskrár 548. fundar bæjarráðs.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir svörum sínum við fyrirspurn Sigurðar Péturssonar er borin var fram undir 1. lið dagskrár 548. fundar bæjarráðs þann 22. október s.l. Fyrirspurnin varðaði skipulagsmál á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.
4. Minnisblað bæjarritara. - Úthlutun byggðakvóta 2006/2007.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 24. október s.l., er varðar úthlutanir byggðakvóta 2006/2007, er komu í hlut Ísafjarðarbæjar. Hjálagt eru yfirlit um umsækjendur og úthlutanir í einstaka byggðarlögum, nema á Þingeyri þar sem úthlutun hefur ekki farið fram, sökum þess að enginn umsækjandi uppfyllir að fullu þau skilyrði er sett hafa verið varðandi úthlutanir.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að sækja um undanþágu hjá sjávarútvegsráðuneyti, um að úthluta megi byggðakvóta Þingeyrar til fiskvinnslufyrirtækja á Þingeyri.
Birna Lárusdóttir vék af fundi undir þessum lið.
5. Bréf Veðurstofu Íslands. - Búnaður fyrir snjóeftirlitsmenn. 2007-10-0075.
Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands dagsett 22. október s.l., er varðar búnað fyrir snjóeftirlitsmenn, en það er sameiginlegt hlutverk Veðurstofu og viðkomandi sveitarfélags, að sjá snjóeftirlitsmönnum fyrir aðstöðu og búnaði til að sinna starfi sínu. Reglugerð um störf og búnað eftirlitsmanna vegna eftirlits með hættu á ofanflóðum fylgir bréfinu.
Bæjarráð vísar bréfi Veðurstofu til bæjartæknifræðings.
6. Bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 18. október s.l., þar sem hann óskar eftir starfslokasamningi við Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga við fjármálastjóra. Samningurinn verði kynntur fyrir bæjarráði.
7. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Áskrift og hækkun stofnfjár. 2007-10-0077.
Lagt fram bréf Sparisjóðs Vestfirðinga dagsett 22. október s.l., er varðar áskrift að hækkun stofnfjár í Sparisjóði Vestfirðinga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær nýti sér hámarksrétt sinn til kaupa á stofnfé í Sparisjóði Vestfirðinga.
8. Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. 2007-10-0070.
Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 19. október s.l., er varðar athugun nefndarinnar á ársreikningi Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2006. Nefndin óskar eftir greinargerð frá Ísafjarðarbæ varðandi rekstrarhalla í ársreikningi, fyrir 1. nóvember n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
9. Bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands og Borgarbyggðar. - Þjóðlendumál. 2007-10-0068.
Lagt fram bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands og Borgarbyggð dagsett þann 17. október s.l., þar sem sveitarfélögum á Vesturlandi og Vestfjörðum, er boðið upp á þátttöku í samstarfsverkefni um þjóðlendumál. Bréfinu fylgja gögn er varða málið.
Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um erindið.
10. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2007-02-0070.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 23. október s.l., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 19. október s.l. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2008, er samþykkt var á fundi nefndarinnar, en óskað er eftir athugasemdum sveitarfélaga við fjárhagsáætlunina fyrir 1. desember n.k.
Bæjarráð vísar erindi um athugasemdir við fjárhagsáætlun til gerðar fjárhags- áætlunar Ísafjarðarbæjar 2008.
11. Bréf Sigríðar R. Jóhannsdóttur. - Heilsuefling í Ísafjarðarbæ. 2006-11-0105.
Lagt fram bréf frá Sigríði R. Jóhannsdóttur f.h. Heilsueflingar í Ísafjarðarbæ og JCI-Vestfjörðum dagsett 15. október s.l., þar sem þakkað er fyrir stuðning við verkefnið ,,Fjallapassi?.
Lagt fram til kynningar.
12. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2007.
Lögð fram dagskrá vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 2007, sem haldin verður dagana 5. og 6. nóvember n.k. á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra mæta á ráðstefnuna fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
13. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða.
Lögð fram fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða frá 16. fundi er haldinn var þann 22. október s.l. Fundargerðinni fylgir yfirlit um starfsemina sumarið 2007.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:35.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.