Bæjarráð - 542. fundur - 10. september 2007
Þetta var gert:
1. Bæjarstjóri og kerfisstjóri greina frá nýjum verkefnum í tölvumálum.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, ásamt Valtý Gíslasyni, kerfisstjóra Ísafjarðar-bæjar, gerðu bæjarráði grein fyrir nýjum möguleikum í tölvumálum Ísafjarðarbæjar tengdum heimasíðu bæjarins, upplýsingaflæði og skjalavistunarmálum.
2. Fundargerðir nefnda.
Atvinnumálanefnd 4/9. 75. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Barnaverndarnefnd 6/9. 86. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 27/6. 288. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 5/9. 81. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Tillaga forseta bæjarstjórnar. - Björgunarmiðstöð á Ísafirði.
Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórna og starfandi formaður bæjarráðs, lagði fram svohljóðandi tillögu á fundi bæjarráðs. ,,Bæjarstjóra er falið að kalla saman fulltrúa frá Ísafjarðarbæ, sýslumanninum á Ísafirði og Björgunarfélagi Ísafjarðar, til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa sameiginlega björgunarmiðstöð á Ísafirði, sem hýsa myndi slökkvilið, lögreglulið og björgunarfélag. Einnig yrði kannað hvort mögulegt væri að þjónustuborð á vegum 112 yrðu staðsett í slíkum húsakynnum.?
Tillaga Birnu Lárusdóttur samþykkt.
4. Tillaga forseta bæjarstjórnar. - Málþing um atvinnumál ,,Atvinna fyrir alla?.
Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórna og starfandi formaður bæjarráðs, lagði fram svohljóðandi tillögu á fundi bæjarráðs. ,,Bæjarráð samþykkir að Ísafjarðarbær standi fyrir málþingi um atvinnumál í sveitarfélaginu undir yfirskriftinni ,,Atvinna fyrir alla?. Málþingið verður opið öllum almenningi og er því ætlað að varpa ljósi á hver staða atvinnumála er nú á haustdögum og hverjar framtíðarhorfurnar eru, séð frá sjónarhóli ýmissa aðila á svæðinu sem tengjast atvinnuuppbyggingu. Bæjarstjóra er falið að hefja undirbúning málþingsins í samráði við bæjarráð.?
Tillaga Birnu Lárusdóttur samþykkt.
5. Bréf foreldrafélags GÍ. - Niðurgreiðslur vegna tómstundaiðkana ofl. 2007-09-0027.
Lagt fram bréf Heiðars Kristinssonar, formanns foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði, dagsett þann 5. september s.l., fyrir hönd foreldrafélagsins. Í bréfinu er rætt um ætlaða niðurgreiðslu vegna tómstundaiðkana barna og unglinga í Ísafjarðarbæ með tilvísun til núverandi málefnasamnings meirihluta bæjarstjórnar, sem og með tilvísun í sama samning um gjaldfrjálsar strætisvagnaferðir milli bæjarkjarna á árinu 2007, til að nýta betur íþróttamannvirki í sveitarfélaginu.
Bæjarráð telur að stefna beri að því að tekin verði upp frístundakort í Ísafjarðarbæ í samstarfi við HSV og hugsanlega fleiri aðila. Bæjarráð telur jafnframt rétt að skoða hvort gera eigi tilraun með gjaldfrjálsar strætisvagnaferðir fyrir börn og unglinga.
Bæjarráð vísar erindi foreldrafélags GÍ til íþrótta- og tómstundanefndar.
6. Byggðakvóti 2006 - 2007. - Endurskoðun samþykktar bæjarráðs frá 536. fundi bæjarráðs 30. júlí 2007. 2007-03-0097.
Birna Lárusdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett 5. september s.l., þar sem bæjarstjóri tekur fyrir samþykkt bæjarráðs frá 30. júlí s.l., um breytingar á áður samþykktum reglum bæjarstjórnar, vegna úthlutunar byggðakvóta 2006/2007. Þar sem ljóst er að ofangreind breyting kemur til með að tefja fyrir úthlutun byggðakvóta og í ljós hefur komið að hún hefur ekki það vægi er ráð var fyrir gert, leggur bæjarstjóri til að samþykktin frá 536. fundi bæjarráðs þann 30. júlí s.l. verði afturkölluð.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
7. Bréf Oddatáar ehf., Flateyri. - Atvinnuhorfur á Flateyri. 2007-09-0022.
Lagt fram bréf frá Oddatá ehf., Flateyri, dagsett 4. september s.l., er varðar atvinnuhorfur á Flateyri og beiðni um sértæka aðstoð af hálfu Ísafjarðarbæjar svo sem við að beita sér fyrir því, að sem mestu byggðakvóti fiskveiðiárið 2007/2008 komi til Flateyrar og að fylgja eftir að gripið verði til sértækra aðgerða af hálfu stjórnvalda ofl.
Bréfinu fylgir minnisblað um fyrirhugaða starfsemi Oddatáar ehf. og dótturfélaga á Flateyri.
Bæjarráð óskar eftir fundi með sjávarútvegsráðherra vegna byggðakvóta er kemur til úthlutunar fiskveiðiárið 2007/2008.
Bæjarráð óskar einnig eftir fundi með samgönguráðherra vegna eftirfarandi mála. 1. Heimildir til millilandaflugs að og frá Ísafjarðarflugvelli í tengslum við hugmyndir um beint flug með ferskan fisk á erlenda markaði.
2. Heimildir til áframhaldandi flugs frá Ísafjarðarflugvelli með farþega og farm, sérstaklega vegna Grænlandsflugs, sem í fjölda ára hefur verið stundað frá Ísafjarðarflugvelli.
3. Vegna uppsetningar búnaðar til næturflugs við Þingeyrarflugvöll.
8. Tillaga Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa. - Silfurgata 5, Ísafirði.
Lögð fram tillaga frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa, dagsett 7. september s.l., þar sem hann leggur til að niðurrifi á Silfurgötu 5, Ísafirði, verði frestað og bæjartækni- fræðingi verði falið, að gera nú þegar tillögu um frágang hússins að utan, til að koma í veg fyrir slysa- eða fokhættu af því. Jafnframt verði unnin úttekt á ástandi hússins og mat lagt á kostnað við endurgerð þess sem næst upphaflegri mynd þess.
Bæjarráð vísar tillögu Sigurðar Péturssonar til umhverfisnefndar.
9. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. - Þjónustuíbúðir á Tjörn, Þingeyri. - 2005-05-0005.
Lagt fram bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ dagsett þann 31. ágúst s.l., er varðar uppsögn samnings um veitta þjónustu HÍ vegna þjónustuíbúða á Tjörn Þingeyri. Samningnum er sagt upp frá og með 1. september 2007 og mun uppsögn taka gildi 31. desember 2007.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði, vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
10. Bréf Sigríðar Helgadóttur, Þingeyri. - Skólaakstur í Dýrafirði. 2007-03-0083.
Lagt fram bréf Sigríðar Helgadóttur, Þingeyri, móttekið þann 3. september s.l., þar sem hún fellur frá tilboði sínu í ,,Skólaakstur í Dýrafirði 2007-2010?.
Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi nú þegar falið bæjartæknifræðingi að ræða við næstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans.
11. Bréf Tónlistarfélags Ísafjarðar. - Framkvæmdir við Austurveg 11, Ísafirði. 2007-05-39.
Lagt fram bréf Jóns Páls Hreinssonar, formanns Tónlistarfélags Ísafjarðar, dagsett þann 30. ágúst s.l., er varðar greiðslu Ísafjarðarbæjar á kr. 17 milljónum til TÍ vegna endurbóta á Austurvegi 11, Ísafirði. Bréfinu fylgja tvær mismunandi viðhalds- og kostnaðaráætlanir, önnur merkt A og hin merkt B.
Lagt fram til kynningar.
12. Bréf Súðavíkurhreppst. - Stofnun Melrakkaseturs Íslands.
Lagt fram bréf Súðavíkurhrepps er fjallar um stofnun Melrakkaseturs Íslands, er staðsett verði í Eyrardalsbænum í Súðavík. Stofnfundur verður haldinn í Samkomuhúsi Súðavíkur þann 15. september n.k. kl. 14:00.
Bæjarráð samþykkir að Ísafjarðarbær verði stofnaðili og bæjarstjóra heimilað að skrifa undir stofnsamning.
13. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 744. og 745. fundi.
Lagðar fram tvær fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarf. Fundargerð nr. 744. frá fundi er haldinn var þann 22. júní s.l. og fundargerð nr. 745. frá fundi er haldinn var þann 30. ágúst s.l.
Lagðar fram til kynningar í bæjarráði.
14. Tillögur vinnuhóps Fjórðungssambands Vestfirðinga, að aðgerðum og reglum vegna refa- og minkaveiða. 2007-05-0070.
Lögð fram að nýju í bæjarráði tillaga vinnuhóps Fjórðungssambands Vestfirðinga, um aðgerðir og reglur vegna refa- og minkaveiða. Tillagan var tekin fyrir á fundi landbúnaðarnefndar þann 28. ágúst s.l., en hafði áður verið lögð fyrir bæjarráð 29. maí s.l.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Fjórðungssambandi Vestfirðinga verði falið f.h. Ísafjarðarbæjar, að fylgja tillögum vinnuhópsins eftir með það að markmiði að samræma aðgerðir og reglur sveitarfélaga vegna refa- og minkaveiða á Vestfjörðum.
Albertína Elíasdóttir sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.
Albertína Elíasdóttir.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.