Bæjarráð - 539. fundur - 20. ágúst 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Menningarmálanefnd 16/8.  138. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





Umhverfisnefnd 8/8.  270. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


4. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar er varðar lóð við Tangagötu sem liggur sunnanvert við húsið Silfurgötu 12 og norðanvert við lóð Smiðjugötu 10.


Fundargerðin staðfest í heild sinni án athugasemda.



2. Grunnskólafulltrúi ? gjaldskrá mötuneyta.


Mætt til viðræðna við bæjarráð Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, um gjaldskrá mötuneyta í skólum og á Hlíf.


Bæjarráð samþykkir tillögu I. um gjaldskrá skólamötuneyta. Heildarverð máltíðar er 470 kr. til verktaka, niðurgreiðsla er 150 kr. og er verð til neytenda því 320 kr. á máltíð. Um er að ræða vísitöluhækkun frá 1. mars 2007 til 1. ágúst 2007 og gildir sama hlutfallslega breyting á verði hjá öðrum mötuneytum bæjarsjóðs. Bæjarráð bendir á að verð á máltíð til neytenda hefur því lækkað frá upphafi skólaárs 2006 úr 345 kr. í 320 kr. við upphaf þessa skólaárs.


 


3. Sviðsstjóri umhverfissviðs ? förgun brotajárns og spilliefna.  2007-08-0023.


Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Jóhanni B. Helgasyni, sviðsstjóra umhverfissviðs, dagsett 15. ágúst sl., með tilboðum frá Furu ehf og Hringrás ehf í förgun brotajárns og spilliefna frá Sorpbrennslustöðinni Funa. Í bréfinu er ennfremur lagt til að verkþátturinn að hlaða brotajárn í gáma verði boðinn út. Jóhann mætti til fundar við bæjarráð undir þessum dagskrárlið.


Bæjarráð samþykkir að bjóða út hleðslu brotajárnsgáma.



4. Glitnir ? útboð á bankaþjónustu Ísafjarðarbæjar.  2006-08-0077.


Lagt fram bréf H. Magnúsar Sigurjónssonar, útibússtjóra Glitnis á Ísafirði, dagsett 13. ágúst sl., varðandi útboð á bankaþjónustu Ísafjarðarbæjar.


Bæjarstjóri upplýsti að hann óskaði eftir því föstudaginn 17. ágúst sl. að löggiltur endurskoðandi bæjarsjóðs yfirfari niðurstöður útboðsins. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.



5. Knapaskjól ? álagning fasteignagjalda á Sandaveg 15, Dýrafirði. 


Lagt fram bréf Steinars R. Jónassonar, Knapaskjóli ehf, dagsett 15. ágúst sl., varðandi afgreiðslu á erindi félagsins um styrk til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum á reiðhöll félagsins við Sandaveg 15, Dýrafirði. Ennfremur lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, varðandi erindið.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.


 


6. Magdalena Jónsdóttir ? minningarlundur í Efri-Engidal.  2007-08-0017.


Lagt fram bréf Magdalenu Jónsdóttur, dagsett 8. ágúst sl., varðandi minningarlund Kristínar Magnúsdóttur, trjálundur í Efri-Engidal.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til úrvinnslu.



7. Íbúasamtök Önundarfjarðar?snurvoðaveiðar á Önundarfirði.  2007-06-0071.


Lagt fram bréf Guðmundar R. Björgvinssonar, formanns Íbúasamtaka Önundarfjarðar, dagsett 9. ágúst sl., með athugasemdum við umsögn Útvegsmannafélags Vestfjarða um snurvoðaveiðar á Önundarfirði.


Bæjarráð sendir erindið til sjávarútvegsráðuneytisins og Hafrannsóknarstofnunar.



8. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ ? þjónustudeildin á Hlíf.  2007-08-0030.


Lagt fram bréf Þrastar Óskarssonar, framkv.stj. Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, dagsett 16. ágúst sl., með ósk um upplýsingar um stefnu Ísafjarðarbæjar varðandi þjónustudeildina á Hlíf.


Bæjarráð vísar í stefnuræðu bæjarstjóra með fjárhagsáætlun ársins þar sem fram kemur að ekki verði teknir inn nýir sjúklingar heldur verði lögð aukin áhersla á heimaþjónustu og horft til þess að bygging nýs hjúkrunarheimilis samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra bæti enn frekar þjónustuna. Stefna sveitarfélagsins er sú að leggja niður þjónustudeild Hlífar í áföngum. Bæjarráð ítrekar beiðni um samráðsfund sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.



9. Bæjarstjóri ? atvinnumál í Ísafjarðarbæ. 


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 17. ágúst sl., með samantekt um atvinnumál í Ísafjarðarbæ ásamt afriti yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 6. júlí sl. um aðgerðir til að styrkja atvinnulíf í sjávarbyggðum sem eiga í erfiðleikum vegna samdráttar aflaheimilda. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, lagði fram fyrirspurn þar sem óskað er skriflegs svars:


Af þeim 28 og hálfu starfi sem áætlað er að koma á fót á þessu ári, 2007, samkvæmt tillögum svonefndrar Vestfjarðanefndar, hvar hafa nú þegar verið auglýst mörg störf fram til dagsins í dag 20. ágúst 2007?


Hvaða störf eru það sem auglýst hafa verið samkvæmt svari 1. og hvernig skiptast þau á milli einstakra stofnana?


Hvaða störf og við hvaða stofnanir munu verða auglýst nú á næstunni og fram til ársloka 2007, samkvæmt áætlun nefndarinnar?


Bæjarráð þakkar fyrir yfirlit bæjarstjóra og vísar því til atvinnumálanefndar til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara framlagðri fyrirspurn.



10. Bæjarstjóri ? olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.  2007-04-0034.


Lagt fram afrit bréfs Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 10. ágúst sl., til Íslensks hátækniiðnaðar varðandi olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.


Lagt fram til kynningar.



11. Bæjarstjóri ? staða aðstoðarskólastjóra við GÍ.  2007-06-0008.


Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 17. ágúst sl., merkt trúnaðarmál varðandi stöðu aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, lét bóka:


?Ég lýsi yfir vonbrigðum með niðurstöðu bæjarstjóra í málefnum grunnskólans og að ekki skuli hafa verið farið að ósk skólastjórnenda sem fram kom í bréfi þeirra 5. ágúst sl. þar sem þeir óskuðu þess að uppsögn aðstoðarskólastjóra yrði afturkölluð. Það er ljóst að ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um uppsögn aðstoðarskólastjóra mun hvorki skila fjárhagslegum ávinningi fyrir bæjarsjóð né bæta faglegt starf skólans.?


Meirihluti bæjarráðs vísar til stefnuræðu bæjarstjóra með fjárhagsáætlun ársins 2007 þar sem segir: ?Gerðar verða skipulagsbreytingar á stjórnun Grunnskólans á Ísafirði þannig að þar starfi einn aðstoðarskólastjóri í stað tveggja. Er það í samræmi við skipulag flestra annarra skóla landsins og stuðlar bæði að hagræðingu og markvissara stjórnkerfi.? Stefnuræðan er frá 13. desember 2006 þannig að ljóst hefur verið frá þeim tíma hvað stæði til varðandi skipulagsbreytingar.


Bæjarráð afléttir trúnaði af minnisblaði bæjarstjóra.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:50.


Þórir Sveinsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.        


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?