Bæjarráð - 533. fundur - 25. júní 2007
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, setti fundinn.
Þetta var gert:
1. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.
Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 21. júní s.l., voru neðangreindir bæjar- fulltrúar kjörnir í bæjarráð samkvæmt bæjarmálasamþykkt.
Aðalmenn: Birna Lárusdóttir, D-lista.
Svanlaug Guðnadóttir B-lista.
Sigurður Pétursson, Í-lista.
Varamenn: Gísli H. Halldórsson, D-lista.
Albertína Elíasdóttir, B-lista.
Magnús Reynir Guðmundsson, Í-lista.
Tillaga kom fram um Svanlaugu Guðnadóttur, sem formann bæjarráðs og Birnu Lárusdóttur, sem varaformann bæjarráðs. Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þær því rétt kjörnar.
2. Fundargerðir nefnda.
Barnaverndarnefnd 21/6. 84. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 19/6. 287. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 20/6. 80. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
1. liður. Bæjarráð samþykkir að starf umsjónarmanns með lengdri viðveru/
Dægradvöl, verði auglýst.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 19/6. 13. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Minnisblað bæjarritara. - Samstarfssamningur HSV og Ísafjarðarbæjar. 2007-01-0079.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 22. júní s.l., þar sem fram kemur að bæjarstjórn hafi vísað til bæjarráðs til endanlegrar vinnslu, samstarfssamningi Hérðassambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar. Drög að samningnum fylgdi gögnum bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera þær lagfæringar á samningnum er um var rætt í bæjarráði og leggja hann að nýju fyrir bæjarráð.
4. Kauptilboð í Fjarðargötu 45, Þingeyri. 2007-06-0073.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. júní s.l., ásamt tveimur kauptilboðum er borist hafa í húseignina Fjarðargötu 45 á Þingeyri. Tilboðin eru frá neðangreindum einstaklingum.
Kauptilboð útgefið 20. júní s.l., frá Eyrúnu H. Hlynsdóttur, kr. 100.000.-
Kauptilboð útgefið 21. júní s.l., frá Kristjáni Ottóssyni, kr. 500.000.-
Bæjarráð samþykkir kauptilboð Kristjáns Ottóssonar, að upphæð kr. 500.000.- með venjubundnum fyrirvara um endurbætur á ytra útliti innan tveggja ára.
5. Bréf Hermanns Níelssonar. - Ráðstefna um afreksíþróttir við MÍ. 2007-06-0070.
Lagt fram boðsbréf frá Hermanni Níelssyni móttekið 20. júní s.l., þar sem boðið er til ráðstefnu um afreksíþróttir við Menntaskólann á Ísafirði, sem haldin verður miðvikudaginn 27. júní n.k. kl. 17:00 - 19:00 og verður í fyrirlestrasal skólans.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta og felur bæjarstjóra að senda þeim boðsbréfið.
6. Bréf Roskilde Komune. - Vinabæjarsamskipti. 2007-06-0068.
Lagt fram bréf frá Roskilde Kommune dagsett 13. júní s.l., þar sem tilkynnt er um sameiningar við önnur sveitarfélög og að samþykkt hafi verið að draga sig út úr vinabæjarsamskiptum við Ísafjarðarbæ, Joensuu, Linköping og Tönsberg.
Bæjarráð vísar bréfinu til menningarmálanefndar til kynningar. Bæjarráð þakkar Roskilde Kommune fyrir um 60 ára vinabæjarsamstarf.
7. Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar. - Snurvoðaveiðar á Önundarfirði. 2007-06-0071.
Lagt fram bréf frá stjórn Íbúasamtaka Önundarfjarðar dagsett 19. júní s.l., þar sem stjórn samtakanna fer þess á leit við bæjarstjórn, að könnuð verði staða snurvoðaveiða á Önundarfirði. Ástæða bréfsins er sú, að á Flateyri og Suðureyri er hafin atvinnurekstur sem byggist á að nýta firðina til veiða með sjóstöng. Útlit er fyrir að snurvoðaveiðar allt inn að Holtsbryggju eigi eftir að skaða þennan atvinnurekstur að óbreyttu.
Bæjarráð samþykkir að senda erindi Íbúasamtaka Önundarfjarðar til sjávarútvegs- ráðuneytis, iðnaðarráðuneytis, atvinnumálanefndar og hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar og óska umsagna.
8. Bréf verkefnisstjóra tæknideildar. - Skólamötuneyri á Suðureyri. 2007-03-0090.
Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Gunnarssyni, verkefnisstjóra tæknideildar, dagsett þann 20. júní s.l., þar sem hann gerir grein fyrir endurnýjun og aðlögun skólamötuneytis í Grunnskólanum á Suðureyri. Bréfinu fylgir kostnaðaráætlun upp á tæpar kr. 7 milljónir.
Bæjarráð felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að undirbúa verkið.
9. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Fundarboð til stofnfjáreigenda. 2007-02-0110.
Lagt fram fundarboð frá Sparisjóði Bolungarvíkur móttekið 21. júni s.l., þar sem stjórn sjóðsins boðar til fundar stofnfjáreigenda þann 28. júní n.k. kl. 16:00 í sal ráðhúss Bolungarvíkur, Aðalstræti 12, Bolungarvík. Fundurinn er boðaður með dagskrá.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Ísafjarðarbæjar á fundinum verði Svanlaug Guðnadóttir og Jóna Benediktsdóttir, bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar.
10. Afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar. Júlíusarhús í Fljótavík. 2007-02-0017.
Lagt fram afrit bréfs frá Umhverfisstofnun dagsett 13. júní s.l., er varðar endurbyggingu Júlíusarhúss í Fljótavík.
Lagt fram til kynningar.
11. Afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar. Skýli að Látrum í Aðalvík. 2007-03-0061.
Lagt fram afrit af bréfi frá Umhverfisstofnun dagsett 13. júní s.l., er varðar beiðni um að reisa skýli að Látrum í Aðalvík, Hornströndum.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:00.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Jóna Benediktsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.