Bæjarráð - 526. fundur - 7. maí 2007

Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 30/4.  18. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Hafnarstjórn 27/4.  125. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Skólanefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar 23/8.06.


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Skólanefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar 17/4.07.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar vísað til fræðslunefndar.



2. Minnisblað bæjartæknifræðings. - Aðgerðir vegna ofanvatns ofan Urðarvegar á Ísafirði.  2007-04-0006.


Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett þann 2. maí s.l., er varðar vandamál við að losna við ofanvatn í leysingum ofan Urðarvegar á Ísafirði.  Minnisblaðinu fylgir loftmynd þar sem fram kemur tillaga um gerð skurðar er leyst gæti þennan vanda.  Jóhann Birkir kom inn á fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð felur bæjartæknifræðingi að vinna áfram með tillögu sína, þannig að samræmi verði milli tillögu hans og væntanlegra varna vegna ofanflóða. 



3. Bréf Háskólaseturs Vestfjarða. - Umsókn um styrk.   2007-05-0010.


Lagt fram bréf frá Háskólasetri Vestfjarða dagsett 30. apríl s.l., umsókn um styrk frá Ísafjarðarbæ vegna Háskóla unga fólksins.  Fyrirhugað er að dagana 11.-15. júní n.k., bjóði Háskólasetur Vestfjarða háskólanám fyrir ungt fólk fæddu 1991-1995, að sækja fjölda stuttra námskeiða.  Óskað er eftir að Ísafjarðarbær leggi verkefninu til fjárstyrk að upphæð kr. 100.000.-.


Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 100.000.-, sem færist á bókhaldsliðinn 21-81-995-1.



4. Afrit bréfs umhverfisráðuneytis til Olíudreifingar ehf. - Bréf umhverfisráðuneytis til Ísafjarðarbæjar vegna Olíudreifingar ehf.  2007-05-0004. 


Lagt fram afrit af bréfi umhverfisráðuneytis til Olíudreifingar ehf., dagsett 27. apríl s.l., þar sem fjallað er um beiðni Olíudreifingar ehf., á framlengingu á tímabundinni undanþágu frá starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. á Ísafirði.


Jafnframt er undir þessum lið dagskrár lagt fram bréf umhverfisráðuneytis til Ísafjarðarbæjar dagsett 30. apríl s.l., um sama mál.  Þar kemur fram að ráðuneytið hafi veitt undanþágu á framlengingu starfsleyfis út árið 2008.  Ráðuneytið óskar jafnfram eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til framtíðarstarfsemi Olíudreifingar ehf. á Ísafirði, sem fyrst eða eigi síðar en 1. júlí n.k.   Ráðuneytið óskar ennfremur eftir fundi um málið á Ísafirði þann 15. maí n.k.


Bæjarráð vísar ofangreindum bréfum til umhverfisnefndar. 



5. Minnisblað bæjarritara. - Erindi til bæjarráðs frá 224. fundi bæjarstjórnar.  2007-05-0033.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 4. maí s.l., þar sem fram kemur tillaga er 224. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vísaði til bæjarráðs.  Tillagan var flutt af bæjarfulltrúum Í-lista og samþykkt 9-0.  Tillagan fjallar um hugsanlega nýtingu Núpsskóla.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita umsagna stofnana, samtaka og ráðuneyta, er málið kann að varða. 



6. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2007-02-0070.


Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 2. maí s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27. apríl 2007.


Með tilvísun til umfjöllunar um slógmál í bréfi Heilbrigðiseftirlits Vestjarða frá 2. maí s.l., óskar bæjarráð eftir því við Samb. ísl. sveitarf., að Sambandið taki málið upp á sínum vettvangi, enda snýr það að sveitarfélögum vítt og breitt um landið. 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



7. Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis 2006.  2007-05-0009.


Lögð fram til kynningar í bæjarráði starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2006.


Bæjarráð vísar starfsskýrslunni til umhverfisnefndar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:03.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?