Bæjarráð - 515. fundur - 19. febrúar 2007

Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


Fræðslunefnd 13/2.  252. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 14/2.  73. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Elísabetar Gunnarsdóttur. - Styrkbeiðni nema í félagsráðgjöf við


Háskóla Íslands.  2007-02-0066.


Lagt fram bréf Elísabetar Gunnarsdóttur dagsett 12. febrúar s.l., f.h. nema í félagsráðgjöf á fjórða ári við Háskóla Íslands.  Í bréfinu er óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 25.000.- til kr. 50.000.- til útgáfu blaðs, sem ætlað er til að kosta ferð útskriftarnema til Parma á Ítalíu næsta vor á alþjóðlega ráðstefnu.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu. 



3. Bréf frá Sólstöfum Vestfjarða. - Styrkbeiðni. 


Lagt fram bréf Sólstafa Vestfjörðum, systursamtökum Stígamóta, dagsett 12. febrúar s.l., þar sem sótt er um styrk til Ísafjarðarbæjar að upphæð kr. 500.000.-, til þess að koma á fót ráðgjafaþjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis.


Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.


 


4. Bréf Þóris Arnar Guðmundssonar. - Skrúður 2006.


Lagt fram bréf Þóris Arnar Guðmundssonar, starfsmanns Ísafjarðarbæjar, þar sem gerð er grein fyrir starfinu í Skrúði, Dýrafirði, á árinu 2006.  Bréfinu fylgir rekstrar- yfirlit ársins 2006.


Lagt fram til kynningar. 



5. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Námsferð til Noregs og Danmerkur.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 2. febrúar s.l., þar sem kynnt er námsferð á vegum Samb. ísl. sveitarf. til Noregs og Danmerkur 16.-19. apríl n.k., til að kynnast því sem efst er á baugi í stjórnun og rekstri sveitarfélaga.  Jafnframt er í bréfinu kynnt námsferð til Brussel í tengslum við ,,Open Days? Héraðsnefndar Evrópu-sambandsins 8.-11. október n.k.


Lagt fram til kynningar.



6. Bréf frá Henry Bæringssyni. - Árvellir 18 - 26, Hnífsdal.  2007-02-0042.


Lagt fram bréf frá Henry Bæringssyni, Ísafirði, dagsett 8. febrúar s.l., þar sem hann óskar eftir kaupum á húseignunum Árvöllum 18 - 26, Hnífsdal, alls fimm raðhúsum.  Húsin eru nú í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. og styrkt til uppkaupa af Ofanflóðasjóði.


Meirihluti bæjarráð þakkar erindið, en bendir á að samþykkt hefur verið að rífa húsin og ganga frá svæðinu, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar þann 19. október 2006.


Sigurður Pétursson óskaði bókað, að hann teldi rétt að bæjarstjóri ræddi við bréfritara áður en erindinu sé hafnað.


 


7. Drög að kaupsamningi með afsali. - ,,Gamli slippurinn? á Suðurtanga.


Lögð fram drög að kaupsamningi með afsali vegna væntanlegra kaupa Ísafjarðarbæjar á ,,Gamla slippnum? á Suðurtanga, af Sæfara, félagi áhugamanna um stjósport á Ísafirði.


Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.



8. Bréf Umhverfisstofnunar. - Vegslóði í Leirufjörð í Jökulfjörðum.


Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 15. febrúar s.l., umsögn stofnunarinnar um vegslóða í Leirufjörð í Jökulfjörðum, með tilvísun til óska  Ísafjarðarbæjar í bréfi frá 16. janúar s.l.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Málið er í vinnslu hjá umhverfisnefnd.



9. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Ályktun um samgönguáætlun.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, til sveitarfélaga á Vestfjörðum, dagsett 14. febrúar s.l., þar sem fram kemur ályktun stjórnar FV um samgönguáætlun.


Lagt fram til kynningar.



10. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - XXI. landsþing.  2007-02-0068.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 8. febrúar s.l., þar sem boðað er til XXI. landsþings Samb. ísl. sveitarf. þann 23. mars n.k.  Þingið verður haldið í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.



11. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.  2007-02-0070.


Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 13. febrúar s.l., ásamt 59. fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá föstudeginum 9. febrúar 2007.


Lagt fram til kynningar.



12. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 740. stjórnarfundar.


Lögð fram 740. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá fundi er haldinn var þann 19. janúar s.l., að Borgartúni 30, Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.



13. Bréf Orkubús Vestfjarða hf.  - Jarðhitarannsóknir við Ísafjarðardjúp.


Lagt fram bréf Orkubús Vestfjarða hf., dagsett 13. janúar s.l., er varðar upplýsingar um jarðhitarannsóknir við Ísafjarðardjúp.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og atvinnumálanefndar.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum vegna ákvörðunar, um að færa Orkúbú Vestfjarða undir Landsvirkjun.  Minnt er á tillögu verkefnisstjórnar á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um byggðaáætlun fyrir Vestfirði, sem lögð var fram í janúar 2005.  Þar kemur fram, að stefna beri að sameiningu Rarik á Vesturlandi og Norðurlandi vestra við Orkubú Vestfjarða með höfuðstöðvar á Ísafirði.  Bæjarráð telur slíka sameiningu nauðsynlegt skref í byggðamálum og ekki síst í samkeppnismálum.



14. Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2007.


Lögð fram brunavarnaáætlun Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2007.  Áætlunin var áður lögð fram á 514. fundi bæjarráðs þann 12. febrúar s.l.


Bæjarráð vísar brunavarnaáætluninni til umhverfisnefndar til umfjöllunar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:40


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?