Bæjarráð - 514. fundur - 12. febrúar 2007
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 6/2. 279. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Hafnarstjórn 2/2. 123. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
3. liður. Bæjarráð telur eðlilegt að hafnarstjórn vinni áfram að málinu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Landbúnaðarnefnd 1/2. 78. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
3. liður. Bæjarráð vísar tillögu og bókun landbúnaðarnefndar til nefndar
á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga, um samræmingu um veiðar á ref og mink.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Menningarmálanefnd 6/2. 135. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 7/2. 252. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Breytingar á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. 2007-02-0032.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 9. febrúar s.l., er varða frumvörp til breytinga á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Frumvörpin voru lögð fram á 513. fundi bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra var falið að vinna umsögn. Drög að umsögn er í minnisblaðinu.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að umsögn um ofangreind frumvörp og óskar eftir að umsögnin verði send sjávarútvegsnefnd Alþingis.
3. Skipan starfshóps, stofnun Hornstrandastofu. - Tillaga frá bæjarstjórn. 2006-03-0038.
Lögð fram að nýju í bæjarráði tillaga er lögð var fram á 218. fundi bæjarstjórnar og þar vísað til bæjarráðs. Tillagan er um stofnun starfshóps, sem vinni að tillögu um stofnun Hornstrandastofu.
Bæjarráð óskar umsagnar atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar og stjórnar Vaxtar-samnings Vestfjarða, um næstu skref í stofnun Hornstrandastofu.
4. Afrit af bréfi Leiðar ehf., til Vegagerðarinnar. - Arnkötludalur og Gautsdalur. 2007-02-0018
Lagt fram afrit bréfs Leiðar ehf., til Vegagerðarinnar dagsett 1. febrúar s.l., er varðar nafngift á vegi um Arnkötludal og Gautsdal.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf Fasteignasölu Vestfjarða. - Forkaupsréttarerindi. 2007-02-0016.
Lagt fram bréf Fasteignasölu Vestfjarða, Ísafirði, dagsett 5. febrúar s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni notfæra sér forkaupsrétt við sölu eignarinnar Fjarðarstræti 32, Ísafirði. Bréfinu fylgir afrit af staðfestu kauptilboði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti.
6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Svæðisskipulag og framtíðarsýn fyrir Vestfirði. 2007-02-0012.
Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 2. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir tilnefningu Ísafjarðarbæjar á einum fulltrúa í undirbúningshóp vegna svæðisskipulags og framtíðarsýnar fyrir Vestfirði.
Meirihluti bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Svanlaug Guðnadóttir, bæjarfulltrúi, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í undirbúningshópnum.
7. Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytis. - Stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra. 2007-02-0039.
Lagt fram bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti dagsett 6. febrúar s.l., þar sem vakin er athygli á reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra, nr. 66/2007, sem var samþykkt í ráðuneytinu 2. febrúar s.l. og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Reglugerðin fylgir gögnum.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf samgöngunefndar Alþingis. - Frumvarp til vegalaga. 2007-02-0036.
Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 7. febrúar s.l., þar sem nefndin sendir til umsagnar frumvarp til vegalaga, 437. mál, heildarlög. Þess er óskað að svar berist í síðasta lagi 15. febrúar n.k., til Nefndarsviðs Alþingis, Reykjavík. Frumvarpið fylgir bréfinu.
Bæjarráð tekur undir sérálit fulltrúa sveitarfélaga í nefndinni.
9. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. 2007-02-0019.
Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 4. febrúar s.l., ásamt ársreikningi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2006 ofl.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Vísað til fjármálastjóra til kynningar.
10. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar. - Brunavarnaráætlun 2007.
Lögð fram brunavarnaráætlun Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2007. Áætlunin hafði áður verið kynnt á 242. fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar þann 11. október 2006.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri við slökkviliðsstjóra athugasendum bæjarráðs við brunavarnaráætlunina og leggja hana síðan aftur fyrir bæjarráð.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:05.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.
Svanlaug Guðnadóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.