Bæjarráð - 511. fundur - 22. janúar 2007
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Atvinnumálanefnd 30/11.06. 69. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
4. liður. Bæjarráð felur atvinnumálafulltrúa að koma með tillögu að
fjármögnun styrkjar til verkefnisins.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Barnaverndarnefnd 18/1. 77. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 16/1. 278. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Landbúnaðarnefnd 10/1. 77. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Menningarmálanefnd 18/1. 134. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 17/1. 250. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf fjármálastjóra. - Fasteignagjöld félagasamtaka, styrkir til greiðslu. 2007-01-0029.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 17. janúar s.l., ásamt tillögu að styrkjum til félags-, menningar- og/eða íþróttastarfsemi, vegna greiðslu fasteignagjalda á árinu 2007. Lagt er til að hver styrkur verði að hámarki kr. 120.000.-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fjármálastjóra verði samþykkt.
3. Bréf fjármálastjóra. - Afslættir til elli- og örorkulífeyrisþega. 2007-01-0029.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 18. janúar s.l., ásamt drögum að reglum um niðurfellingu fasteignagjalda vegna elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2007.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að reglurnar verði samþykktar.
4. Minnisblað bæjarritara. - Slökkvibifreið Ford árgerð 1930. 2006-11-0127.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 18. janúar s.l., er varðar fyrirspurn bæjarráðs til forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða og slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, vegna kauptilboðs er borist hefur í Ford slökkvibifreið að árgerð 1930, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar. Umsagnir hafa borist frá báðum aðilum og mæla þeir ekki með sölu bifreiðarinnar.
Með tilvísun til ofangreindra umsagna hafnar bæjarráð kauptilboði í bifreiðina. Bæjarráð felur forstöðumaði Byggðasafns og slökkviliðsstjóra, að gera tillögu að varðveislu og endurnýjun bifreiðarinnar.
5. Bréf Hörpu Guðmundsdóttur, f.h. verkefnisstjóra. - Miðstöð fyrir fólk er býr við skert lífsgæði. 2006-11-0068.
Lag fram bréf frá Hörpu Guðmundsdóttur, f.h. verkefnisstjóra, dagsett 18. janúar s.l., er varðar umsókn um styrk frá Ísafjarðarbæ, að upphæð kr. 50.000.- á mánuði á tímabilinu 15. janúar - 31. desember 2007. Styrkurinn verði nýttur til niðurgreiðslu á húsaleigu vegna stofnunar miðstöðvar fyrir fólk er býr við skert lífsgæði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að mánaðarlegur styrkur á tímabilinu verði kr. 40.000.-, enda verði verkefnið fjármagnað samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum. Félagsmálanefnd verði falið að fylgjast með verkefninu f.h. Ísafjarðarbæjar.
6. Minnisblað bæjarritara. - Grundarstígur 9, Flateyri. 2005-10-0005.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 18. janúar s.l., þar sem fjallað er um beiðni Hálfdáns L. Pedersen, eiganda að Grundarstíg 9, Flateyri, um styrk til endurbyggingar hússins. Sótt er um styrk með tilvísun til reglna Ísafjarðarbæjar hvað varðar sölu gamalla húsa í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 220.000.-.
7. Bréf Íbúasamtaka Hnífsdal. - Gerfigrasvöllur í Hnífsdal. 2007-01-0042.
Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Hnífsdal dagsett 15. janúar s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, um gerfigrasvöll í Hnífsdal sumarið 2007.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa íbúasamtakanna.
8. Bréf Grunnvíkingafélagsins á Ísafirði. - Vegslóði í Leirufjörð. 2006-12-0038.
Lagt fram afrit bréfs Grunnvíkingafélagsins á Ísafirði dagsett 14. janúar s.l., er varðar svar félagsins við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 19. desember 2006, vegna vegslóða í Leirufjörð í Jökulfjörðum.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
9. Bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum. - Sameiginleg almannavarnanefnd og
aðgerðarstjórn Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. 2005-02-0105.
Lagt fram bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum dagsett 12. janúar s.l., er varðar skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar sveitarfélaganna Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fulltrúar Ísafjarðarbæjar verði slökkviliðsstjóri og bæjartæknifræðingur og til vara, aðstoðar slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi.
10. Verkáætlun. - Endurskoðun rekstrar 2007.
Lögð fram verkáætlun fyrir endurskoðun ákveðinna mála á tímabilinu janúar - júní 2007, í tengslum við samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2007 og umræður á 510. fundi bæjarráðs þann 15. janúar s.l.
Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum varðandi endurskoðun rekstrar.
11. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 739. stjórnarfundar.
Lögð fram 739. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf., frá fundi er haldinn var þann 8. desember 2006, að Borgartúni 30, Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.