Bæjarráð - 510. fundur - 15. janúar 2007
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Fræðslunefnd 9/1. 250. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Hafnarstjórn 9/1.07. 122. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 9/1. 71. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Stjórn Skíðasvæðis 11/1. 6. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
1. liður. Bæjarráð heimilar afslætti í janúar samkvæmt
tillögu nefndarinnar, enda haldi fjárhagsáætlun Skíðasvæðis 2007 í heild sinni.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 10/1.07. 249. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf fjármálastjóra. - Sorpeyðingargjöld 2007, álagning á lögaðila. 2007-01-0029.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 10. janúar s.l., ásamt drögum að álagningarlista sorpeyðingargjalda 2007, lagt á lögaðila, það er fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir. Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarlistinn verði samþykktur.
3. Bréf umhverfisráðuneytis. - Niðurrif húsa að Árvöllum í Hnífsdal. 2006-09-0030.
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 3. janúar s.l., er varðar niðurrif húsa að Árvöllum í Hnífsdal og aðkomu Ofanflóðasjóðs að því verkefni.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði, vísast til bæjartæknifræðings.
4. Bréf Engilberts Ingvarssonar. - Vegslóði í Leirufjörð. 2006-12-0038.
Lagt fram bréf frá Engilbert Ingvarssyni, formanni stjórnar Félags um Snjáfjallasetur, dagsett 6. janúar s.l., dreifibréf til þeirra er málið varðar, þar sem hann fjallar um vegslóða í Leirufjörð og þá umfjöllun er verið hefur um þau mál undanfarnar vikur.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf fjármálastjóra og kerfisstjóra. - Rammasamningur um símamál - ríkiskaupasamningur. 2006-05-0074.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra og Valtýs Gíslasonar, kerfisstjóra, dagsett 10. janúar s.l., þar sem fram kemur að Ísafjarðarbæ hefur verið boðin aðild að rammasamningi Ríkiskaupa nr. 13114, sem gerður hefur verið við Símann. Gildistími samningsins er út árið 2007. Í bréfinu er lagt til, að Ísafjarðarbær gerist aðili að rammasamningnum við Símann.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær gerist aðili að ofangreindum samningi við Símann.
6. Bréf Erlings Tryggvasonar. - Dómur Hæstaréttar. 2005-11-0038.
Lagt fram bréf Erlings Tryggvasonar, Ísafirði, dagsett 5. janúar s.l., ásamt dómi Hæstaréttar frá 30. nóvember 2006, er varðar leyfisveitingar og skipulags- og byggingarmál.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Erlings Tryggvasonar. - Veitingastaðurinn Langi Mangi. 2005-11-0038.
Lagt fram bréf Erlings Tryggvasonar, Ísafirði, dagsett 5. janúar s.l., vegna erindis er varðar veitingastaðinn Langa Manga, Ísafirði og bréf bæjarstjóra til bréfritara dagsett 6. desember 2006. Bréfinu fylgja ýmis gögn áður send bréfritara.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara erindinu f.h. Ísafjarðarbæjar.
8. Skipulag á vinnu bæjarráðs við endurskoðun á rekstri.
Bæjarstjóri kynnti drög að vinnuáætlun fyrir bæjarráð við endurskoðun á rekstri Ísafjarðarbæjar í tengslum við samþykkt fjárhagsáætlunar 2007.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:10
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Ingi Þór Ágústsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.