Bæjarráð - 508. fundur - 2. janúar 2007
Þetta var gert:
1. Aðalskipulag hafnarsvæðis.
Mættur til fundar við bæjarráð Jóhann B. Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, samkvæmt ósk bæjarráðs á 507. fundi. Kynnt var aðalskipulag hafnarsvæðis.
Bæjarráð þakkar kynninguna.
2. Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.
Mættur til fundar við bæjarráð Greipur Gíslason, sem kynnti hugmyndir sem honum var falið að vinna að varðandi útlit merkinga, leiðakorts- og tímatöflu almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ. Jóhann B. Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar kynninguna.
3. Fundargerðir nefnda.
Fræðslunefnd 19/12. 249. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Stjórn skíðasvæðis 14/12. 5. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Samgönguráðuneytið ? olíubirgðastöð á Ísafirði. 2006-01-0054.
Lagt fram bréf samgönguráðuneytisins dagsett 5. desember s.l., varðandi ósk um að samgönguráðherra beiti sér fyrir því að reist verði olíubirgðastöð til frambúðar á Mávagarði. Í svari ráðuneytisins kemur fram að samgönguáætlun 2007-2010 er í vinnslu og til skoðunar er að veita fé til þessarar framkvæmdar í samræmi við ákvæði hafnalaga.
Lagt fram til kynningar.
5. Miðfell ehf - framhaldsaðalfundur.
Lögð fram tilkynning dags. 29. des. s.l. þar sem boðaður er framhaldsaðalfundur Miðfells ehf fimmtudaginn 4. janúar nk. kl. 15.00 að Sindragötu 1, Ísafirði. Fundarefni er stjórnarkjör.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn.
6. Linköping ? kveðjubréf. 2006-12-0062.
Lagt fram bréf Evu Joelsson, bæjarstjóra Linköping, dags. í desember 2006 þar sem hún kveður vinabæi sína í lok starfsferils síns eftir 12 ár í embætti. Nýr bæjarstjóri Linköping er Ann-Cathrine Hjerdt.
Bæjarráð þakka samstarfið við Evu Joelsson og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
7. Brynjólfur Þ. Brynjólfsson ? kauptilboð í slökkvibifreið. 2006-11-0127.
Lagt fram bréf Brynjólfs Þ. Brynjólfssonar dagsett 10. nóvember s.l., þar sem hann gerir kauptilboð í slökkvibifreið í eigu Ísafjarðarbæjar, sem er Ford bifreið árg. 1930.
Bæjarráð óskar eftir umsögn safnvarðar Byggðasafns Vestfjarða og slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.
8. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða ? samningur um atvinnuleysisskráningu á Þingeyri. 2006-12-0074.
Lagt fram bréf Guðrúnu Stellu Gissurardóttur, forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, dagsett 11. desember s.l., ásamt drögum að samningi um atvinnuleysisskráningu á Þingeyri.
Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim fyrirvara að uppsögn hans verði þrír mánuður.
9. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerð.
Lagt fram bréf Birgis L. Blöndals, f.h. Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dagsett 21. desember s.l. ásamt fundargerð samtakanna frá 17. nóvember 2006.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:55.
Þórir Sveinsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.